Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1980, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1980, Blaðsíða 3
þú skalt ekki vera aö velta vöngum yfir því! Þú ætlar til Kaupmannahafn- ar, er þaö ekki? Sestu . . . inn í aftursætiö, þar getur þú setiö og blundað meöan ég keyri og á morgun hringir þú í vegaþjónustuna. Mark settist hikandi í aftursæt- iö. Maöurinn setti bílinn í gír og ók út á hraðbrautina. Hann jók hraðann mikiö. Þetta var góöur bíll. Sama tegund og bíll Marks. Hraðamæl- isnálin stóö í kringum 130. — Þú skalt umfram allt ekki tala, ef þig langar ekki til þess. Þaö er ekki alltaf, sem mann langar til aö tala. Stundum vill maöur bara sitja og hugsa. Er það ekki rétt? Mark umlaði eitthvaö. Hraöinn var nú í kringum 140. Honum var illa viö aö aka svona hratt. — Þú skalt bara leggjast niöur og sofna, sagöi maðurinn, — þú er áreiöanlega þreyttur. Þú skalt ekki tala. Þaö er alls ekki nauösynlegt. Stundum finnst manni maöur vera skyldugur til aö tala, af því fólk tekur mann uppí. — Þaö var fallega gert aö taka mig meö! sagöi Mark, sem fannst aö hann yröi aö segja eitthvað. — Þaö er nú lítið! Þú ert nú heiðarlegur maöur. Ertu það ekki? — Mark umlaöi aftur. — Já, þú ert heiöarlegur maöur, hélt maðurinn áfram, — ég er viss um aö þú ert heiðarlegur maöur. Ertu þaö ekki? — Ég hef ekki hugsað út í þaö, sagöi Mark stuttaralega. Maöurinn sat álútur yfir stýriö í dökkum frakkanum. Hann hemlaöi lítillega, þegar þeir óku af hraöbraut- inni og inn á þjóöveginn. Þaö vældi í hjólbörðunum í beygjunni. Götu- vitinn sýndi rautt. Þeir óku áfram, inn í gegnum bæinn. — Hér er hraðatakmörkun! sagöi Mark. — Einmitt, sagöi maöurinn án þess aö minnka hraðann, — þær eru nú komnar víöa. En ekki of margar, er þaö? — Þaö held ég ekki, sagöi Mark, — þær eru líklega nauösyn- legar! — Já þær eru bráðnauðsyn- legar! Þaö eru alltof margir sem keyra glæfralega, finnst þér ekki? — O, ég veit . . . — Segöu nú hvað þér finnst, — segöu þitt álit! Þeir fóru fram hjá enn einum götuvitanum. Rautt. Framhjá lög- reglustöðinni, þar sem græna Ijósiö logaöi. Götumar voru auöar. Að- eins einn drukkinn maöur skjögr- aöi meöfram húsvegg. — Þú ert heiðarlegur maöur, sagöi maöurinn, — það er ég viss um! Konu og börn? Mark sagöi treglega: — Já, ég er giftur! Og rétt á eftir bætti hann viö: — Viö eigum tvö börn! — Þaö er bara svona, sagöi -maðurinn, — og þú ert mjög hamingjusamur? — Já! — Þykir þér mjög vænt um konuna þína? — Já, þaö þykir mér! sagöi Mark pirraöur. — Þeir óku út úr bænum, og maðurinn jók hraðann. 140. Það drundi í vélinni. Mark herti upp hugann. — Ég held ekki . . . mér geðjast ekki aö . . . — Jájá? sagöi maðurinn vin- gjarnlegri hvetjandi röddu. — Mér geðjast ekki aö því aö aka svona hratt! — Þaö er leiöinlegt, — þaö er mjög leiðinlegt. Hann hélt áfram á sama hraöa. Mark herti sig ennþá meira upp. — Viltu gjöra svo vel aö hleypa mér út! — Nei, sagöi maöurinn. — Hlustaðu nú á, sagöi Mark og hallaði sér fram á bak framsæt- isins. — Þú ættir heldur aö sitja kyrr, sagöi maöurinn og tók nokkrar léttar beygjur. Bíllinn þaut vælandi frá einni hliö til annarrar. — Já, þú ættir heldur að sitja kyrr, sagöi maöurinn skrafhreyfinn, — þaö er hræöilega hættulegt að aka svona hratt! Lastu ekki um slysiö viö Hróarskeldu? Gerðiröu þaö ekki? Bíllinn ók beint á tré á meira en 100 kílómetra hraöa! — Þaö held ég ekki, sagöi Mark. — Þaö var leitt, sagöi maður- inn, — þaö var nefnilega lær- dómsríkt! — Ég krefst þess að þú hleypir © Jóhann S. Hannesson IN UTRUMQUE PARATUS Dagurinn getur enn hert sín undirtök, enn má hrekja fáein sundurlaus rök, enn er hundraö í hættu, og fyrir þá sök skal enn þar sem voöinn er vís úr hverri átt vígi mitt standa. Meö hliö sín opin á gátt: þaö er líka til aö taka heiminn í sátt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.