Morgunblaðið - 05.03.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.03.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1971 17 A Eyrarbakka er verið að gera höfn. I»ar er raunar höfn frá náttúrunnar henði, þaðan sigidi Bjarni Herjólfs- son og Iag-ði upp i fyrstu Ameríkuförina. Á síðari ár- um var Eyrarbakki miðstöð verzlunar á Suðurlandi og þangað komu kaupskip stór og mikil með vörur til Le- folii-verziunarinnar. Höfnin sem nú er verið að gera verð ur fiskibátahöfn, sem Eyr- bekkingar vonast til að geti 46 milljónir króna verið fjár festar í framkvæmdinni, en til ráðstöfunar eru nú 4.2 milljónir. Greiðir rikis- sjóður 75% af dýpkunarfram kvæmdum og 40% af innri hafnarframkvæmdum. Megn- ið af garðinum er þó steypt samkvæmt öðrum hafnarlög- um, en nú gilda, og greiddi haflega tekin. Er það vegna áhrifa gengislækkana, en gengistap verður sveitarfélag ið eitt að bera á sama hátt og vexti. Dýpkun í innri höfn er lok ið að % hlutum. Sprengd hefur verið kvi inn 1 strönd- ina, sem myndar 80 metra við legurými við vesturbakka Frá því í ágústbyrjun hafa 6 til 8 manns unnið við þessa framkvæmd. Framan við höfnina eru miklar grynning ar, sem að mestu brjóta út- hafsölduna, er hún berst að landi. Eins og áður er sagt, er höfnin frá náttúrunnar hendi, en það verður þó eigi sagt um innsiglinguna. Bátur t orðið útgerðarstöð manna í framtíðinni. Fióa- Morgunblaðið ræddi í síð- ustu viku við Óskar Magnússon, oddvita á Eyrar bakka og sveitarstjórann Þór Hagalín. Gerður hefur verið mikill og langur hafnargarð- ur, sem framkvæmdir hófust við á árinu 1963. Byrjað var á því að steypa garðinn 1964 og er garðurinn nú 270 metra langur, en á eftir að lengjast um 160 til 170 metra. Hafnarframkvæmdin er 5. mesta hafnarframkvæmd á landinu nú og þar eð höfnin flokkast ekki undir lands- hafnir, má segja, að 500 manna sveitarfélag standi svo að segja eitt undir fram- kvæmdunum — með að- stoð ríkisins, svo sem lög gera ráð fyrir. Nú hafa um Höfnin — garðurinn til iiægri myndinni. Þorpið í baksýn. rikið þá 40%. Áætlað heima- framlag fyrir árið 1970 voru 600 þúsund krónur. Að auki þarf hreppurinn að standa fyrir afborgunum og vöxtum, en töluverður hluti lánanna er af erlendum toga og hafa þau fremur hækkað en lækk að frá þvi er þau voru upp- kvíarinnar, en nokkuð skemmra að austan. Breidd kviarinnar í botni verður 40 metrar, en mynni hennar verður um 30 metrar. Dýpt kviarinnar á stórstraums- fjöru er 3 metrar. Alls verða sprengdir upp 12 þúsund rúm metrar af grjóti. EYRAR8AKK) Kortið sýnir hafnarframkvæmdina á Eyrarbakka eins og Iiún er nú. Hafnargarðurinn liggur á Landsuðurskeri, Miðieguskeri, Bóndaskeri og Einarshafnarskeri. Miiii lands og Landsuðurskers er brú, þannig að straumur myndast í liöfninni og á að koma i veg fyrir að höfnina fylli af ís úr Öifusá. á innleið verður að stefna beint að landi nokkuð vest- an við höfnina, unz hann er kominn nokkuð nærri land- steinum, þá beygir hann þvert í austur og siglir inn í höfnina. Næsta verkefni við hafnargerðina verður síðan að breikka innsiglingarlæn- una og dýpka svo að stærri skip komist inn. Verða þeir möguleikar væntanlega kannaðir á næsta sumri, og standa vonir til, að það verk reynist miklum mun minna en menn hafa ætlað. Nú geta 100 rúmlesta skip athafnað sig þar, en þegar innsigling- in hefur verið lagfærð er ekkert til fyrirstöðu, að 300 rúmlesta skip geti komizt í höfnina. Um aldir var Eyrarbakki helzti verzlunarstaður á Suð urlandi og aðalinnflutnings- höfn landsins. Enn má sjá múraða polla á yztu skerjum, þar sem skipin voru svín bundin eins og kallað var. Um síðustu aldamót var þó hætt við að svínbinda, en í stað þess notuð botnkeðja og voru skipin þá hreyfanlegri og létu betur undan öld- unni. Siglingar lögðust ekki niður til Eyrarbakka, fyrr en með síðari heimsstyrjöld. Á árunum 1910 til 1920, þegar framkvæmdir hófust við hafnargerð í Reykjavík voru uppi raddir um að gera Eytrarbakka að höfn fyr ir Reykjavík, en leggja slðan jámbraut milli staðanna. Hugmynd þessi náði það langt að frumrannsóknir á að stæðum fyrir höfnina fóru fram. Var þá höfninni talið það til gildis, að möguleikar til landsins væru ótakmark- aðir, þar eð svæðið upp af höfninni væri gjörsamlega óskipulagt —■ svo er raunar enn í dag. í>eir félagar Óskar Magnús son og Þór Hagalín sögðu, að innan garða yrðu, er höfnin væri fullgerð, um 4 hektarar. Ráðgert er að steypa upp annan hafnargarð vestan megin við höfnina, en sú framkvæmd er algjörlega ótímasett, enda hreppurinn búinn að setja þá fjármuni í höfnina, sem hann hefur bol- magn til þessa stundina. Hins vegar sögðust þeir félagar telja, að á Eyrarbakka væri að skapast hafnaraðstaða ekki aðeins fyrir Eyrbekk- inga, heldur og fyrir SelfyBs inga, sem hafa áhuga á út- gerð. Lónið, sem höfnin er gerð í er nú 4 til 6 metra djúpt, en í botni þess er 3 til 4 metra sandlag á hrauni, sem auðvelt ætti að vera að dæla upp og nota til uppfyll ingar. Óskar Magnússon sagði, að frekari dýpkunarfram- kvæmdir ættu að geta farið fram. Ýmislegt bendir til, að hraunlagið í innsiglingunni og undir sandinum í lóninu sé aðeins 6—10 metrar og 25 metra sandlag undir því. Hugmynd hefur komið fram um að bora 1 gegnum hraun- lagið og dæla siðan sandin- um undan þvi, þar til það brysti. Kvað Óskar nauðsyn legt að kanna betur botn inn siglingarinnar og lónsins til að ganga úr skugga um hvort hugmyndin stæðist. Þór Hagalín sagði, að tækjakostur Vita- og hafnar- málaskrifstofunnar, sem stjórnað hefur framkvæmd um við höfnina, virtist vera af mjög skornum skammti, þegar um væri að ræða sér- hæfð hafnargerðartæki. Háir það t.d. rannsóknum og dýpk un á Eyrarbakkahöfn veru- lega, að ekki skuli vera til borpallur, sem hægt er að lyfta upp úr sjó og bora af honum sprengiholur. Þó á hún flest þau tæki, sem slík- ur pallur þyrfti að vera bú- inn, t.d. búnað til að hlaða holurnar með dýnamiti. Nú þarf að nota kafara við slíkt verk, en sá hængur er á, að sérstök skilyrði verða að vera til þess að hann geti at- hafnað sig í sjónum og köf- unartími mjög takmarkaður. „Hafnargerðin hér á Eyrar- bakka myndi réttlæta kaup á slíkum pramma," sagði Þór. Þrjú atriði við höfnina þarf að bæta. Eru það vam Framhaid á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.