Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1979, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1979, Blaðsíða 7
Hospital. Hún giftist áriö 1924 Jónasi Helgasyni, og bjuggu þau 20 ár góöu búi nálægt Langruth, Man. Jónas dó í febrúarmánuði 1944. Viö Guörún kyntumst Magnýju, þegar eg kenndi viö skólann í Marshland- nýiendunni á árun- um 1905 til 1911, og hún var um tíma nemandi minn, áöur en hún fór aö stunda nám viö Wesley College í Winnipeg. Hún hefir stundaö okkur Guörúnu nú á annaö ár meö frábærri árvekni, nákvæmni og alúö. Öllum hússtörfum á heimili okkar hefur hún einnig gegnt, allan þann tíma, aö undanskildum þvottinum okkar, sem Þrúöa Goodmundson lætur þvo í sínu húsi í hverri viku. Líka sækir Magný bréf okkar og blöö á pósthúsiö, kaupir þaö í búöunum, fyrir okkur, sem viö þurfum aö fá þar, tekur móti gestum okkar og gengur um beina. Og stundum les hún fyrir okkur blöö og bækur. Viö vitum enn ekki, hvaö lengi hún veröur hjá okkur. Hún minnist aldrei á þaö, og viö spyrjum hana aldrei um þaö. Viö bara vitum, aö hún veit, aö viö getum ekki haldiö áfram aö vera hér í litla húsinu okkar í Elfros, án þess aö lærö hjúkrunarkona sé hjá okkur. Heimili hennar er í Winnipeg, en hún fór hingaö til okkar í fyrra vor aö tilmælum Major Kristjáns J. Austmanns, M. D. Hjá honum (í hans húsí) var eg nokkra daga, áöur en eg fór í Winnipeg General Hospital, og heila viku eftir aö eg kom af spítalanum. Nokkru fyrir jólin kom hann til aö vitja um okkur Guörúnu, og svo kom hann aftur á afmælinu mínu 24. maí). Viö eigum von á því, aö hann komi á ný í sumar. Og viö eigum líka von á því, aö Dr. J. P. Pálsson og kona hans skreppi hingaö austur til okkar um einhverja helgi í sumar. En fósturdóttir okkar Guörúnar hefir ekki heimsótt okkur síðan viö veiktumst. Hún á heima í Vancouver, B. C., og hún var búin aö ráögjöra, aö dvelja hjá okkur nokkrar vikur í sumar, en það fórst fyrir, sakir veikinda dóttur hennar og tveggja barna-barna hennar. f fyrra missti hún einkason sinn, góöan og myndarlegan mann, og tók hún þann missi ákaflega nærri sér. Ársritiö Brautin (annar árgangur), hefir inni aö halda, meöal annars, tvö einkar fögur og hugönæm kvæöi, sem stafirnir L. B. N. standa undir, og þóttist eg vita, aö þau væru eftir þig. Þegar eg var nýlega búinn aö lesa þau, þurfti eg aö skrifa séra Halldóri E. Johnson nokkrar línur, greip eg tækifæriö til aö spyrja hann, hver væri höfundur þessara fögru kvæöa: Óráöna gátan og Eg kvíöi ekki komanda degi. Og eg sagöi honum, aö þaö væri hugmynd mín, aö þau væru eftir þig. í gær kom Jakob J. Norman f Wynyard til mín og sat hjá mér góöa stund. Minntist eg á kvæöin viö hann og sýndi honum þau. Hann las þau meö athygli og lét þaö í Ijós, aö sér þættu þau fögur. Eg fékk aureitis eitt eintak af þessa árs árgangi ritsins, og sendi eg þaö til manns á íslandi, sem um nokkur undan- farandi ár hefir skrifast á viö mig. Hann heitir Þóroddur, sonur skáldsins Guömundar Friöjónssonar á Sandi. Þóroddur er Ifka skáld. Mörg ágæt kvæöi eftir hann hafa komiö út f blööunum heima. Og í fyrra gaf hann út bók, er 13 smásögur eru f, og kallar hann hana Skýjadans. Eftir þeim sögum aö dæma, er hann, aö mínu viti, f fremstu röö íslenzkra skáldsagnahöfunda. Allan liölangan vetur, sem leiö, hungr- aöi mig og þyrsti, ef svo mætti aö oröi kveöa, eftir því aö lesa góöar, fróölegar og skemmtilegar bækur og tímarit — helzt íslenzkar bækur — einkum ævisögur góöra og merkra manna og kvenna. En hér er ekki um auöugan garö aö gresja, hvaö slíkar bækur varðar. Og eg hefi mjög fátt séö af þeim mörgu bókum, sem út hafa verlð gefnar á íslandi síöastliöin fimm eöa sex ár. Dr. Richard Beck sendi mér til aö lesa, tvær bækur eftir Dr. Sigurö Nordahíslenzk menning og Áfangar. Báöar þær bækur las eg af kappi og um leiö meö mlkilli eftirtekt. í bókinni Áfangar er langur kafli, sem he|tir háttatími. En eg vil taka undir lagiö meö Jónasi Hallgrímssyni í kvæöinu á sumar- dagsmorgunn fyrsta 1842: „Leyföu nú, drottinn, enn aö una eitt sumar mér viö náttúruna; kalliröu þá, eg glaöur get gengið til þín hiö dimma fet.“ Eg hef beöið Major K.J. Austmann, M.D., aö sjá til þess, ef mfn missir viö áöur en eg hefi lokiö því verki aö búa dagbókina til prentunar, aö handrit hennar komist í tæka tíð til formanns bókaforlagsins Edda á Akureyri. Eg hefl tekiö þaö fram í erföaskrá minni, aö öll mín handrit séu látin ganga til hans aö mér iátnum. Þótt dagbókin mín sé langt ritverk, þá hefi eg samt fátt skrifað í hana um ættfólk mitt, og finnst mér nú óviökunn- anlegt, aö loka henni, án þess aö gjöra. einhverja grein fyrir því, af hvaöa ætt- boga eg er kominn. En ættfræöi mín er af svo skornum skammti, aö eg voga ekki, aö byggja ættartölu mína á henni, né á þeim ættartölu-bútum, sem eg á í fórum mínum. Eg er því byrjaður aö afla mér fræöslu og upplýsinga um ætt mína, einkum móöurætt mína. Hingað til hefir þaö gengiö mjög stirölega, þvf aö hér vestan hafs eru fáir, sem þekkja nokkuð til þeirrar ættar. En þaö var séra Einar á Hofi í Vopnafiröi, sem var manna fróöast- ur um austfirzkar ættir og skrásetti fjölmargar ættartölur. Öll þau handrit eru nú geymd á landsbókasafninu í Reykja- vík. Er nú Dr. Stefán Einarsson í Baltimore aö skrifa landsbókaveröi, Finni Sigmundssyni, og biöja hann aö líta eftir þessu fyrir mig, því aö séra Einar kvaö hafa getiö um fööurætt móöur minnar í einum af hinum ættfræöilegu ritgjöröum sínum. Þetta er nú oröiö lengra bréf en eg í fyrstu hélt þaö mundi verða. Eg byrjaði aö skrifa þaö á laugardaginn (14. Júlí), en nú er klukkan tvö eftir hádegiö á mánudaginn (16. Júlf). Eg hefi haft ánægju af aö skrifa þér þessar línur. Þú hefir ávallt veriö mér svo góöur, og eg veit, aö eg er í stórri þakklætisskuld viö þig fyrir svo ótal margt. Meö innilegri kveðju, hjartans þakklæti og óskum alls góös frá okkur Guörúnu til þín og þinnar góöu konu og ykkar góðu dóttur. Þinn einlægur vinur, J. Magnús Bjarnason. Elfros, Sask. 2. ágúst 1945. Kæri vinur, Lárus Nordal: Þessi miöi á aö flytja þér mfnar beztu hjartans þakkir fyrir hiö kærkomna og elskulega bréf þitt frá 22. júlí. Ef heilsan leyfir, mun eg skrifa þér fleiri línur áöur en þetta ár er allt. En nú sem stendur get eg lítiö skrifaö, bæöi saklr veikinda okkar Guörúnar og mikillar gestkomu. Og þar aö auki er eg um þessar mundir aö líta yfir þaö, sem veriö er aö vélrita fyrir mig af sögum þeim, kvæöum og ritgeröum, sem birtust í vestur-fslenzku vikublööun- um á árunum frá 1889 til 1899. Eg átti ekkert af þeim blööum, og handritin löngu glötuö eöa týnd. f síöastliönum mánuöi fékk eg iéöa þessa árganga Heimskringlu og Lögbergs, og er Lottie Goodmundsson aö vélrita þessi gömlu skrif fyrir mig, og meöal þeirra eru sjö af Bessa-bréfum mínum, eöa allt, sem af þeim birtist á prenti, en handrit mitt, aö þeim og hinum fimm bréfunum, er löngu týnt. Þau Dr. og mrs. J.P. Pálsson komu hingaö um sföastliöna helgi, og gladdi þaö okkur mikiö. Fáum dögum áöur kom Sigurlína (kona Dr. Backmans) og var tvo daga hjá okkur. Og ef til vill kemur Dr. Austmann innan skamms. Meö kærum kveöjum og beztu óskum frá okkur Guörúnu til ykkar hjónanna og dóttur ykkar. Þinn einlægur vinur, J. Magnús Bjarnason. © Líf og dauði. Hann fjaliar um ýmsar þær dulrúnir lífsins, sem eg var stundum á yngri árum mínum aö brjóta heilann um, án þess aö komast aö nokkurri úrlausn. Nú leit eg á þær í ööru Ijósl og frá ööru sjónarmiöi en þá — og eg haföl mikið yndi af því — en samt gat eg ekki, fremur nú en þá, leyst né ráöiö þær flóknu ráögátur. — í vor fékk eg bækur þær, sem Hið íslenzka bókmenntafélag gaf út áriö 1944. Mér hefir ætíö þótt vænt um ársritiö Skírni. Nú er Elnar Ól. Sveinsson ritstjóri Skírnis. Hann er snjall rithöf- undur, og hann þekkir meira til íslenzkra þjóösagna en nokkur annar nútíöar- manna þeirra, sem um þá grein bók- menntanna hafa ritaö. Eg las ritgjörö hans um Dr. Guðmund Finnbogason meö mikilli ánægju og sömuleiöis hina snjöllu grein hans um skáldin, Jónas Hallgríms- son og Heinrich Heine. En þú ert aö líkindum löngu búinn aö lesa Skírni og aörar þær bækur, sem Hiö íslenzka bókmenntafélag gaf út áriö 1944, svo aö eg ætla ekki aö fara fleiri oröum um þær hér. Eg tók þaö fram áöur, aö eg finni hjá mér allmikla starf-fýsi, eöa löngun til aö hafa altaf eitthvaö fyrir stafni. Mér finnst þaö líka nauösynlegt, svo aö sjúkdómur- inn, sem eg á viö aö stríöa, hafi síöur lamandi áhrif á hugarfar mitt. Eg er því aö grípa í þaö viö og viö, þegar heilsan leyfir þaö, aö leiörétta og lagfæra ýmsa kafla í Dagbók minni og búa hana til prentunar. Þaö verk sækist samt næsta seint, aöallega fyrir sakir veikinda og elli. En svo tekur þaö líka nokkuð, aö eg er svo oft í miklum vafa um sum atriöi, sem eru í bókinni, hvort eg eigi heldur aö sleppa þeim meö öllu, eöa þá aö lofa þeim aö fljóta meö hinu hraflinu. í bókinni er svo margt, sem lítiö eöa ekkert bókmennta- legt gildi hefir, og á því kannske alls ekkert erindi til almennings. Reyndar hefi eg gjört mér þaö aö venju, að skrifa ekkert í þá bók annað en þaö eitt, sem aö mínu viti er í alla staöi gott, og um leið alveg satt. Ég býst samt við því, aö einhver gagnrýnir kunni aö finna Dagbók minni þaö til foráttu, ef hún annars kemur nokkurn tíma fyrir almenningssjónir, aö hún sýnir einungis aöra hliðina (eöa eina hliö) hvers þess málefnis, er hún fjallar um, þó aö sú hlið, aö vísu, sé betri og bjartari hliðin. — Dagbók mín er mitt lengsta skrif og nær alt frá 1. nóvember 1902 fram á þennan dag. Því miður kennir þar víöa fljótvirkni, og eg hefi ekki vandaö nógu vel stíl og form og oröalag. En eg sé, aö eg hefi skýrt þar frá öllu, sem eg á annaö borö minnist á, blátt áfram meö einföldum oröum. Megin-efni bókarinnar, er um eltt og annað, sem eg hefi séö og heyrt á minni löngu lífsleið — eitt og annaö, sem eg hefi veitt sérstaka athygli, og eg segi frá því, hverniö þaö jeit út, séö frá mínum bæjardyrum. Þar kennir auövitaö margra grasa, en eg vona, aö öll þau grös veröi álitin góö og hrein og falleg. Alt, sem er gott, er fagurt. Frændstúlka mín, Charlotte Goodmundson, kemur hingaö 4 daga í hverri viku, til þess aö vélrita fyrlr mig handrit dagbókarinnar. Hún vinnur aö því vanalega hálfan annan klukkutíma f hvert sinn, sem hún kemur hingaö. Veröi þaö langa skrif mitt látlö vera meö heildarút- gáfu ritsafns míns, sem nú er byrjuö aö koma út á Akureyri, þá veröa þar tvö stór auka-bindi, en hvert bindi á aö vera um 450 blaösíöur í Skírnis-broti. Álitiö er aö heildarútgáfan (aö undanskildri dagbók- inni) veröi 8 til 10 bindi. f fyrra vor, þá er Dr. Richard Beck fór heim til íslands, til þess aö vera þar sem fulltrúi Vestur-íslendinga á lýöveldlshátíöinni, var eg í spítalanum í Winnipeg og gat ekki talaö viö hann, en þeir Major K. J. Austmann, M.D., og Árni G. Eggertsson lögfræöingur báöu hann aö fara meö handrit mín til bókaforlagsins Edda á Akureyri. Hann varð viö bón þeirra og fóru handritin heim, öll, nema handrit dagbókarinnar, því aö þaö var þá langt frá því, aö vera feröbúiö. Annars ímynda eg mér, eins og heilsu minni er nú farið, aö eg fái aldrei lokiö því verki, aö búa dagbókina mína til prentunar, þar sem þaö verk er enn lítiö meira en hálfnaö. Eg sé, að ævidegi mínum tekur óöum aö halla, og eg veit því, aö senn kemur JZ- O^iid/fUd' fádVÚ' /vÚ'MUI', ! tílrí 0/ a/UiMm0\ ttí ’a”"‘ /LSttH frrmi, Sýnishorn úr síðasta bréfi Jóhanns til vinar síns Lárusar Nordal.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.