Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1979, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1979, Blaðsíða 7
Hér sést, hvernig vindur sveigir fram hjá húsi, sem stendur eitt sér. 2. Þegar mög hús standa samsíða, myndast vindstrengir milli Þeirra. 3. Jafnvel Þegar vindurinn stendur Þvert á húsin, myndast hvirfilvindar og svipti- vindar á milli Þeirra. Eftir Því sem húsin eru hœrri, veröa vind- strengirnir haröari og svipti- víndarnir snarpari. 4. Jafnvel Þegar byggt er, Þannig aö lokaö svæöi myndast, slær vindinum niður í Það, ef Þaö er of stórt, eins og sýnt er á hliðarmyndinni nr. 6. 5. Ef húsin standa Þéttar, nær vindurinn aldrei aö slá niður milli Þeirra, eins og sýnt er á hliöar- mynd nr. 7. Ef húsin standa auk Þess Þvert hvert á annaö, mynd- ast ekki teljandi hvirfilvindar eöa sviptivindar. og 3. verðlaun, hafi veriö mjög athyglisverðar og byggt á smærri og sveigjanlegri einingum en 1. verð- launatillagan. Athyglisvert væri, ef þær tillögur væru skoöaðar betur, en gleymdust ekki eins og svo margar góðar hugmyndir, sem fram hafa komið. Gaman væri, ef höfundar tillagnanna vildu tjá sig um þessi mál. Fórnarlömb funktionalismans Ég er þó ekki sannfærður um, aö fjölbýli eða sambýli sé form, sem hentar öllum, og þá er að athuga, hvort fleiri möguleikar eru fyrir hendi, og hvort við getum t.d. haldið áfram aö byggja okkar hefðbundnu hús, en myndað hverfin á einhvern annan hátt, sem tæki mið af íslensku veðurfari. Eins og ég gat um áöan, er mikiö unnið, ef tekst aö draga úr vindi. Á meðfylgjandi myndum sýni ég, hvernig þetta má gera meö niðurröðun húsa, og ætti ekki að fylgja því neinn aukakostnaöur. Framan af þessari öld byggðum viö íslendingar blokkir okkar aö gamalli fyrirmynd, þannig að þær mynduðu lokaða bakgaröa, eins og sjá má víöa í Austur- og Vesturbænum í Reykjavík. Eftir síöari heimsstyrjöld- ina fór hins vegar að gæta hér áhrifa stefnu, sem kennd er við Bauhaus- skólann í Þýskalandi eða nefnd funktionalismi. Þaðan eru m.a. flötu þökin okkar upprunin. Aðal slagorð þessarar stefnu voru loft, Ijós og útisvæði, og nú skyldi blokkunum raðað, eins og sjá má t.d. viö Kringlumýrarbraut, Álfheima og víð- Framhald á bls. 12 Sveinbjörn Beinteinsson EGGTIÐ 1979 Enn kemur voriö á vinafund, vetrarkuldarnir sleppa taki, gefur paö okkur létta lund. Landiö blómstrar og hverfur klaki. Losnar af ánum ísapak, opnast vötnin meö björtum sundum. Ljóöiö, rátt einsog lóukvak leitar pá fram 6 góöum stundum. Of snemma stundum yrkjum við ástarijóðiö til vorgyðjanna: Veörum seinkar aö gefa grið gróðurvonum í lífi manna. Geymist ennpá hin gamla tönn. Grösum verður pví fátt aö liöi. Nepjur og frost í óöaönn afrækja lítt pá köldu siöi. Voriö fer hægt, en veröur pó vetur óðum aö rýma sæti. Fáum viö eftir frost og snjó fuglasöngva með nógri kæti. Lífsins rödd er pá Ijúf og sæt. Landið vaknar og fer aö gróa. Þá er hver stundin mild og mæt mettuö af ilmi grænna skóga. Fyrst pú átt hér meö öörum land athuga skalt hvað bæta mætti. Annars fer pað í urö og sand, engum gagnlegt með neinum hætti. Eigi veröur með orðum bætt eyöing og sóun margra handa. Veröi hór einhvers illa gætt ólán og skaöi mun pví granda. Voriö kemur meö kátan brag. Klakinn fellur af hamrapili. Þekkja sinn stað hinn práöa dag pröstur í skógi, hrafn í gili. Þaö sem viö höföum hlakkaö til hljómar í söngvum nýrra laga. Stöndum pá viö um stundarbil stödd í nýgrónum sumarhaga. MAGNUSARRIMA 14-3-1979 Meöan um æðar fjöriö flæöir fúsleg glæöist von og prá heim til kvæöa hugur præöir hálum fræöabrautum á. Mörg er leiö um heimsins heiði hvergi greiö, en mönnum fær, viljann seiöir vegurinn breiði, vel má sneiöa götur pær. Hugur pannig heill og samur hefjast kann viö dáörík störf. Stundum annast armagramur afreksmanna verkin pörf. Þorstans kvöl er pyngsta bölið pegar fölir gerast menn. Lífsins dvöl viö Ijúffengt öliö Ijóss í sölum batnar enn. Skáldin enn á ýmsu kenna ef pau nema, heyra og ajá, af pví menn til ungra kvenna augum renna — pó á ská. Braust í dans hjá flóða fansi, fór par ansi margan sprett. íprótt hans með engum stansi óx með glans viö sporin lótt. Enn varö nú aö öðru snúa, annir drjúgar gáfuat pó. Eignaöist frú og fór aö búa. Fjallið trú hans aö sór dró. Þar sem hallar háu fjalli hamrastalli niöur frá gróðurfalleg hlíð og hjalli hugbót alla veita má. Feitar ær í fögrum gærum fylla krær á vetrartíð, skarta pær meö hvítum hærum, hjörðin kær er útlitsfríö. Komi hret um haust og vetur hugurinn getur orðið stór. Til að feta brattann betur bóndinn hót á Krist og Þór. Bóndans lund viö Ijóöadundur langar stundir unir glöð, hugarfundur, orðsins undur, allt er bundið sinni röö. Hryggöin ströng varö öll aö öngu, oft og löngum sannast paö, er við söng á gleðigöngu gamanföngin hlóöust að. Meðan rýkur fönn og fýkur fram um bríkur klettastóls hvammakríkur hlaut sem slíkur hvítar flíkur vetrarskjóls. Hjarniö sóast, geislar glóa, grundin, pó sem fyrr var bleik, auö af snjóum enn mun gróa ung og frjó á nýjan leik. Þytfleyg orö úr pagnarskoröum peystu norður himinleiö yfir storð, er efla poröum einsog foröum bragarseiö. Héldust grið og hugarfriður, hljómaöi kliöur dýröarbrags, hressti liöiö hiótrasmiöur, hófst pó siöur betri dags. Flyt 6g æði formleg kvæöi færö í klæöi ríms og prjáls. Illan slæöing hóöan hræöi háttafræöi stuðlamáls. Draup úr bollum drykkur hollur, deyfö og mollu hrakti frá, dafnaöi sollur, hvarf pá hrollur, hýrgun ollu staupin grá. Kemur dagur Ijóös og laga, leikur fagurt hugur dæll. Otí haga vill pá vaga vinur braga heill og sæll. Sæktu feng af Ijóöum lengi lífs á engi furöu hress. Fagni drengur góöu gengi, geriat enginn skortur pess.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.