Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1979, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1979, Blaðsíða 3
Ellefu bjarndýr skutu Þeir félag- ar í feröinni; sum beirra ó sundi og hér er veriö aö hífa eitt um borö. Bjarndýrakjötið þótti gott, en bó var sauönautakjötiö betra. hafa verið komin frá tveimur mönn- um: Ársæli Árnasyni bókbindara og bókaútgefanda frá Narfakoti í Njarð- víkum sem rak bókaverzlun við Laugaveginn og Þorsteini Jónssyni útgerðarmanni og kaupmanni frá Seyðisfirði. Að loknu námi í Möðru- vallaskóla var Þorsteinn við nám í Noregi einn vetur, en hófst síðan handa um útgerö og verzlun á Borgarfirði eystra, en síðan bæði á Seyðisfirði og á Skálum á Langanesi. Hann fluttist til Reykjavíkur 1918 og gerðist einnig umsvifamikili þar, en verðfallið 1920 lék bæöi hann og aðra grátt. Þorsteini var hug- stæð náttúra Grænlands og dýralíf og vildi auðga dýralíf íslands meö því að flytja sauðnaut til lands- ins. Sóttu þeir félagar um styrk til Alþingis og varð sú umsókn til þess aö málið var rætt á þinginu 1928 og voru menn ekki á eift sáttir. Þó fór svo að Alþingi samþykkti styrkveit- ingu aö upphæð kr. 20.000 og skyldi nota hana til að greiða fyrir tíu lifandi sauðnaut komin á land. Með þá fjárvon í bakhöndinni var hafizt handa op segir gerla frá því í kveri Ársæls Arnasonar um Græn- landsför 1929, sem kom út sama ár og eins í ágætri og skilmerkilegri frásögn Sveins Sæmundssonar blaðafulltrúa: Á hættuslóöum, sem út kom 1970. Fleiri rit kunna aö hafa komið út um þetta efni, þótt mér sé ekki kunnugt um þau. í viöræöum mínum við þá bræður Kristján og Gunnar kom fram, að ísinn við Grænland var þaö sem leiðangursmönnum stóð mestur stuggur af og reyndist enda mikill farartálmi. Vísindaleg hjálpargögn var engin að hafa; veðurstofan gat engan stuðning veitt, engar loft- myndir af ísbreiðunni en viss bjart- sýni ríkjandi vegna þess aö veturinn 1929 hafði verið sérstaklega mildur. Menn leiddu aö líkum, aö þá yröi ísinn gisinn og viöráöanlegur, en það reyndist alveg öfugt. Gotta tekin á leigu Félagsmenn fengu í fyrstu auga- staö á 200 lesta skipi, sem hét Þeir eru einir lifandi af leiðangursmönnum: Bræðurnir Gunnar (til vinatri) og Kristján, sem nú eru rúmlega óttræöir. Kristján var skipstjóri á Gottu og einn af félögum í Eiríki rauöa. Mánuö tók aó komast á áfangastaó og dagarnir voru nokkuö hver öðrum líkir. Hér er sá yngsti: Markús Sigurjónsson háseti, 19 ára, og hlustar á grammófónplötu, en sá elzti: Vigfús Grænlandsfari, les um Vilhjálm Stefánsson. Meðal leióangursmanna var Baldvin Björnsson gullsmiöur og listmálari úr Vestmannaeyjum. Gotta á Reykjavíkurhöfn í júlíbyrjun 1929. Sökum sprengihættu af voldum oliu- birgðanna, varö aö láta bátinn liggja á ytri höfninni. Til hægri: Uppdráttur af leiðinni, sem sýnir hvern óraveg noröur meö ísröndinni Þeir sigldu á Gottu, og síðan til baka, unz Þeir komust í gegn. Ameta og var smíðað sérstaklega til íshafsferða. Það var í eigu íslands- banka á ísafirði og fékkst ekki leigt til fararinnar; var aðeins til sölu fyrir 55 þúsund krónur. Ekki vildi fjár- málaráðherra borga út styrkinn vegna slíkra skipakaupa; taldi sig ekki hafa heimild til þess og því varð niðurstaðan aö taka á leigu sterkbyggöan 35 lesta bát frá Vestmannaeyjum og hét GoLa. Var hann tekinn á land og klæddur framanvert með galvaniseruðu blikki með þaö fyrir augum að verja hann skemmdum frá ísnum. „Færri komust í leiðangurinn en vildu“, sagöi Kristján skipstjóri, og voru þó margir sem töldu þetta mundi verða glæfraför og feigðar- flan. Á öðrum stað er gripið niöur í kver Ársæls Árnasonar, þar sem hann segir af leiðangursmönnum og vísast til þess. Einn þeirra, og raunar sá elzti í hópnum, var Vigfús Sigurðs- son, kallaður Grænlandsfari vegna þess að hann hafði verið með í frægum Grænlandsleiðangri danska vísindamannsins J.P. Koch 1912—13 og komizt meö miklu harðfylgi yfir þveran Grænlands- jökul. Vigfús var einn af stofnendum Eiríks rauöa og þótti sjálfkjörinn til fararinnar. Hann var annars Þingey- ingur og varð ungur vinnumaður í Möðrudal á Efra Fjalli og síðar póstmaður milli Grímsstaða og Seyðisfjarðar. Þykir líklegt að sú póstleiö hafi orðið honum góður skóli og komið að notum í Græn- landsförinni 1912. Skömmu eftir aldamót fluttist Vigfús til Reykjavík- ur, kvæntist og fór að býa á Brekku á Álftanesi. Hann varð vitavörður á Reykjanesi 1915, en var nýlega fluttur til Reykjavíkur og vann þar viö trésmíöi, þegar Gottu-leiðangurinn kom á dagskrá. Vigfús var þá 53 ára. Hásetar fengu greitt kauD. forgöngumennirnir úr Eiríki rauöa> þeir Kristján skipstjóri, Ársæll og Vigfús Grænlandsfari, fengu ekki neitt — ekkert varð afgangs handa þeim. Við blööuðum í myndaalbúmi, sem Kristján á frá leiðangrinum; ræddum um undirbúninginn. Gunnar sagði, aö þeir hefðu tekið með sér 60 olíutunnur í lest og einnig voru olíugeymar bátsins stútfylltir. Auk þess kvaöst hann hafa aflað sér þeirra varahluta, sem talið var að gæti komið sér vel að hafa með. Kristján: „Við héldum að bezt væri að leggja íann í júlí, en það er of snemmt. Þá er ísinn enn of þéttur. Við urðum aö gera ráð fyrir þeim möguleika aö teppast á Grænlandi og að við yrðum jafnvel að hafa þar vetursetu. En að sjálfsögðu vonaði maður í lengstu lög að til þess kæmi ekki. Um frystan mat var ekki að ræöa, en viö gátum ísað kjöt í kössum og við höfðum gnægö af mjölmat og brauðum. Þetta var umfangsmikill undirbúningur og við fengum aðstoö frá ýmsum verzlun- um. Svo rann brottfarardagurinn upp: 4. júlí, 1929. Þá var bjartviðri og norðanátt og fegursta veöur.“ Loftskeytabúnaöur- inn bilaði strax Kristján skipstjóri dró fram kort og viö litum á leiðina, sem þeir þræddu norðaustur með ísbrúnni, óraleið ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.