Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1978, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1978, Blaðsíða 8
 Bókhlaða og listasafo hluti lifandi miðborgar í Winnipeg Uppá síðkastið hafa farið fram snarpar umræður um þann vanda Reykjavíkurborg- ar að varðveita lifandi miðbæ — ef hann hefur þá einhvern- tíma verið lifandi, sem er vafasamt. Allavega þykir þróunin ekki stefna í rétta átt, enginn virðist eiga erindi í kvosina eftir venjulegan vinnutíma. í nýlegri rabbgrein í Lesbók benti Erlendur Jónsson á samanburðinn við Kaup- mannahöfn, þar sem gamall borgarkjarni er eins lifandi og nokkur slíkur getur orðið og ótal skemmtilegir staðir á tiltölulega litlu svæði. Samt er Kaupmannahöfn milljónar- borg og með stjórnunaraðgerð- um hefði verið hægt að dreifa því, sem þarna hefur að- dráttarafl út um víðan völl. En það hefur ekki verið gert. Þess í stað hefur borgin verið gerð ögn mannlegri með því að færa bílaumferð út af Strikinu. Ætlunin var þó öllu fremur að benda á hliðstæðu frá Winnipeg, sem alltof fáir íslendingar hafa kynnzt af eigin raun. í því sambandi er ástæða til að benda á, að Winnipeg er eftirminnileg og skemmtileg borg, sem á ýmsa lund kemur á óvart. Hún hefur það að vísu framyfir Reykja- vík, að þar er alvöru sumar og eðlilegt að mikið verði um útivist að sumrinu. En vetur- inn er líka þeim mun kaldari. Athyglisvert er, hvernig Winnipeg leysir þann vanda að endurreisa miðborgina og gæða hana því lífi, sem yfir-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.