Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1977, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1977, Blaðsíða 6
KIRKJDLEGA Þesar blaðið er í bréfum Fáls postula, verður þrásinnis fyrir lesandanum orða- samband, sem að jafnaði er á íslenzku þýtt með orðunum „í Kristi" ellegar ,,í sam- félagi við Krist". Varla er um það að villast, að hér eru á ferðinni ummæli, sem postulanum eru flestu öðru munntamari, og virðist hann gera ráð fyrir þvi, að lesendur almennt fari nærri um merkingu þeirra, án þess að til komi skýringar eða önnur umsvif. Orð frumtextans, ,,en Christo," skjóta svo viða upp kollinum, að þau orka nánast eins og máltæki a þann, sem blöðunum flettir. Jafnframt er orðasamband þetta aug- ljóslega þýðingarmeira en svo, að ætla megi, að um sé að tefla innihaldslítið slagorð. Það er þá einnig alkunnugt, að orðununt „í Kristi“ er ætlað að tjá dýpstu leyndardóm Krists og manns, sjálft lífs- samfélag einstaklings og safnaðar við hinn upprisna Drottinn. Hér skal ekkí tafið við hinar ýmsu hliðar nefndra orða. Það hugarástand, sem oróin „í Kristi" gefa til kynna, verður ekki þannig rætt. Hins mun freistað að gera á þvi stuttaralega könnun, hvað þessi ummæli fela í sér að því er varðar stöðu mannsins, veru hans í heiminum, andspænis þeim Guði, sem Kristur Drott- inn opinherar. Verður i þesu máli seilst til fanga víðar en í bréfum Páls og raunar einkum til annarra bóka Ritningarinnar, þótt eðlilegt sé að leita til Pálsbréfs í upphafi. Ekki mun þurfa að leiða að því löngum getum, hvar er að finna þann þáttinn í ritum Páls postuia, sem mikilvægastur kann að teljast, þegar þetta efni er skoðað. í sjötta kapítula Rómverjabréfsins er þessi orð að finna: „Eða vitiö þér ekki, að allir vér sem skírðir erum til Krists Jesú, erum skírðir til dauða hans? Vér erum því greftraðir meö honum fyrir skírnina til dauöans, til þess að eins og Kristur var upp vakinn frá dauðum fyrir dýrð föður- ins, svo skulum vér og ganga i endurnýj- ung lífsins. Því að ef vér erum orðnir samgrónir honum fyrir líkingu dauða hans, munum vér einnig verða það fyrir iíkingu upprisu hans, með því að vér vitum þetta, að vor gamli maður er meö honum krossfestur, til þess að líkami syndarinnar skuli að engu verða og vér ekki framar þjóna syndinni. Þvi að sá, sem dauður er, er réttlættur af syndinni. En er vér erum með Kristi dánir, trúum vér þvi, að vér og munum með honum lifa; með því að vér vitum, að Kristur, upp vakinn frá dauðum, deyr ekki framar; dauðinn drottnar ekki lengur yfir honum. Því að það, aö hann dó, dó hann syndinni einu sinni, en það, að hann lifir, lifir hann Guði. Þannig skuluð þér líka álíta yður sjálfa vera dauða syndinni, en lifandi Guði fyrir samfélagið við Krist Jesúin." Engum, sem les þessi orð, blandast hug- ur um það, að hér er talaö um gjörbreyt- ingu mannsins, aígjör umskipti veru hans. Kristur er dáinn og upprisinn.Honum eru kristsmenn samgrónir í dauða og upprisu. Með honum er hinn „gamli" maður, — hinn „náttúrlegi" maður, eins og Páll einnig nefnir hann, — líkami syndarinn- ar, krossfestur og að engu orðinn, en nýr maður er fram kominn, réttlættur af synd- inni, en lifandi Guði fyrir samfélagið við Krist, ,,í Kristi Jesú." Hér er því á ferð- inni yfirlýsing, staðhæfing þess efnis, að hinn kristni sé ný skepna, hafi öðlazt aðra tilieru en þá, sem fyrr meir var hlutskipti ltans. Afdráttarleysi þessarar yfirlýsingar er næsta mikilvægt. Vissulega eru orð postulans tvíeggjuö og þverstæö að vanda. Hann talar um „líkingu" dauöa Krists og upprisu. Hann lætur þess einnig getiö, að við „skulum" gánga í endurnýjung lifsins. Ummæli hans eru þannig öðrum þræði hvatning, lögeggjan, eins og ævinlega. En fyrst og fremst virðist það þó fyrir honum vaka, að eitthvað hafi óvéfengjanlega gerzt, eitthvað sem ekki verður aftur tek- ið, og það er þetta, að Kristur hafi með dauða sínum og upprisu tortímt hinum gamla manni syndarinnar, en upp reist liinn nýja, og að allir þeir, sem í honum eru, hafa þar með gengið yfir frá dauðan- um til lífsins i eitt skipti fyrir öll. Með skírskotun til þess, sem í fyrri þáttum um kirkjulega trú var nefnt „hjálpræðissaga", ætti það ekki að valda neinum misskílningi, þótt sagt sé, aö um- skipti þau, sem hér eru til umræðu, séu „heimsviðburður", er verói sköpunarverk- ið í heild, gjörvalla veröld þá, sem Guö mælir af munni fram í öndverðu, en sem jafnharöan gerist Guði fráhverf og nú er að nýju sköpuð til samfélags við Guð í Kristi Jesú. Grundvöllur og forsenda þessara um- Skálholtskirkja skipta eru dauði Krists og upprisa. Því aðeins erum við í honum dáin og upprisin, að hann hefur sjálfur gengið um hlið tortímingar og endursköpunar í farar- broddi. Hlutdeild mennskra manna í þes- um úrslitaátökum tengist aftur á móti skírninni í orðum Páls. Við erum skírð til sauða Krists Jesú, greftruð með honum fyrir skírnina til dauðans, til þess að við fyrir upprisu hans éönguni í endurnýjung lífsins. Hlutverk skírnarinnar í þessu ör- lagatafli verður til aö árétta hina „hjálp- ræðissögulegu" hlið: Viðburðurinn er ein- hliða verk Guðs og þar af leiðandi meö öllu óháður hugarástandi manna, við- brögðum þeirra eða tiltektum. Sá sem skírður er, er í Kristi. Hann hefur öðlazt nýja stöðu í alheiminum. Það er vissulega undir honum sjálfum komið, hvernig þessi staða nýtist. En sú yfirbygging breytir engu um undirstöðuna, sem að frumkvæði Guðs eins er lögð í skírninni. Vert er að ítreka það, að „dauði" og „upprisa" skiptir hér sköpun. Postulinn talar ekki um þróun eða þroska, breytingu eða stigbundna framför. Yfirlýsing hans felur það i sér, að tiltekið ástand er algjör- lega úr sögunni, en annað, gjörsamlega nýtt, er tekið við. Viðburðurinn er jafnvel róttækari en svo, að hann verði kenndur við byltingu. Hér er ekki verið aö velta í rústir og byggja á ný. Hér líður veröld undir lok, hverfur af fullu og týnist, en önnur ný stígur fram í hennar stað. Hin nýja er ekki reist á rústum þeirrar gömlu. Þar sem hin gamla veröld var, eru nú algjör auðn og tóm Hið fyrra er farið, af þvi er ekkert eftir. Nýr heimur blómgast í auðninni, fyllir tómið allsendis. Nauðsyn þess að hinn gamli heimur og hinn gamli maður deyi verður seint og er sjaldan nógsamlega undirstrikuð. En það er ein- mitt þetta, sem úrslitunum ræður; Nýr heimur verður ekki til nema aö undan- gengnum dauöa hins, sem var. Hverfult og forgengilegt líí líður undir lok, þurrkast úr. En annað kemur í þess stað, — nýtt líf, — eilíft líf, — í samfélagi við Krist, — ,,í Kristi". Hinu nýja lífi í Kristi eru víða skil gerð i Heilagri ritningu. Hér verður næst numiö staöar við 15. kapitula Jóhannesar guð- spjalls. Þar er að finna hina alkunnu líkingu um vínviðinn. Jesús Kristur er tréð, lærisveinarnir greinarnar. „Eins og greinin getur ekki borið ávöxt af sjálfri sér, nema hún sé á vinviðinum, þannig ekki heldur þér nema þér séuð-í mér.“ Svo mælti Jesús sjálfur. Þegar Páll postuli ræðir um samfélag lærisveinanna við Krist með orðunum ,,i Kristi", er því ekki um að ræða neina uppfinningu af hans hálfu. Eftir vitnisburði Jóhannesar að dænta hefur Jesús notað áþekkt orðasam- band í sama augnamiði. í 15. kapítula Jóhannesar guðspjalls er enn að finna þann samleik yfirlýsingar og hvatningar, sem uppi varð á teningnum i 6. kapitula Rómverjabréfsins: „Ég er vín- viðurinn, þér eruð greinarnr," segir Drott- inn. Þau orð falla hvert að öðru, óhögguð og algjör, eins og stuðlaberg. Ástandið er lýst, skipan mála i ríki Krists er dregin upp í einföldum framsöguhætti. Gjöf hins nýja lífs er hafin yfir allan efa og sér- hverja umræðu. Þannig hagar Drottinn eigin málum og ailra þeirra, sem á hahn trúa, og það efni er útrætt. Hins vegar er boðhátturinn á næsta leyti: Verið í mér, þá verð ég líka í yður, haldið min boðorð, standið stöðugir. Enn sem fyrr er það háð viðbrögðum lærisveinsins sjálfs, hversu staðan nýtist. En gjöf sú, sem hann hefur hlotiö, er óhögguð af Guðs hálfu, og það jafnvel þótt lærisveinninn kasti henni á glæ. Þegar nánar er að gætt, verður það ljóst, að 15. kapituli Jóhannesar guðspjalls hef- ur að geyma ýtarlegri lýsingu á þvi, hvað felst í orðasambandinu „í mér", — „i Kristi", — en margir þættir Nýja testa- mentisins aðrir. Efni þessu má skipta með ýmsum hætti, en rétt er aö benda á nokk- ur meginatriði: Ég mun von bráðar koma að eigintegum upphafsorðum kapítulans. En þegar í versunum eitt til þrjú er að finna þess konar yfirlýsingu og hvatningu, sem ég |>egar hef gert aö umtalsefni. Kristur er vínviðurinn, faðirinn vínyrkinn. Greint er milli þeirra sprota, sem bera ávöxt, og hinna, er ófrjóir reynast. Því næst kemur uppörvun, eggjun: „Verið i mér“, dveljið, standið stöðugir i mér, en orð þessi hafa verið nefnd grundvallarhugsun kapítul- ans alls. í kjölfar áminningarinnar, fer ný.yfir- lýsing: „Ef þér eruð í mér og orð mín eru i yður, þá biðjið um hvað sem þér viljið og 'það mun veitast yður." Þessi orð eiga sér ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.