Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1977, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1977, Blaðsíða 8
HirSfólk miðnæturdrottrtmgarinnar. Sundurgerðarlegi Kyklópurinn frá Kadmandu. NY FEGURÐ Jóhann Hjálmarsson skrifar um myndlist ALFREÐS FLÓKA Engum getur dulist að nýjustu myndir Alfreðs Flóka (pennateikningar og svartkrft- armyndir) eru f senn árangur markvissra vinnubragða og óvenjulegra gáfna. Flóki var undrabarn f myndlist, en hefur ræktað garðinn sinn af dugnaði og eljusemi. Ilann var snemma mótaður myndlistarmaður og gerði sér grein fyrir hvert stefna skyldi, hvað hann vildi. Engu að sfður eru tfmabil f list hans þar sem hann virðist hafa slakað á, en honum hefur alltaf tekist að komast upp úr slfkum öldudölum og koma fólki á óvart með hugmyndaauðgi sinni og leikni. Á flestum sýningum Flóka hafa verið svartkrftarmyndir þótt hann hafi jafnan lagt höfuðáerslu á pennateikningar. Ég verð að játa að stundum hafa mér þótt svartkrftar- myndir Flóka dálftið utangátta innan um pennateikningarnar. Sumar þeirra hafa virst fálm- kenndar f samanburði við pennateikningarnar. Þetta hefur stafað af þvf að penna- teikningin hefur verið helsta tjáningarform Flóka, f henni hefur hann notið sfn best. Nú er aftur á móti Ijóst að með því að leggja alúð við svartkrftina hefur Flóka tekist að gæða hana þeirri dýpt sem einkennir bestu teikningar hans. Það sem meira er um vert: Ekki sfst vegna þcss að þær eru stærri, mál þeirra kraftmeira en hinna ffngerðu pennateikninga þar sem mest reynir á skyn njót- andans. Aftur á móti eru pennateikningar Flóka til marks um sjaldgæfa og þróaða list og þær verða Ifklega taldar merkasta framlag hans til íslenskrar myndlistar hvað sem sfðar kann að verða. List Flóka dregur dám af evrópskri hefð: symbólisma fyrri alda, súrrealisma. Yfir- leitt leitar fólk ekki ráðninga mynda hans, heldur lætur nægja að dást að fþrótt þeirra. Margt í myndum Flóka er sprottið úr undirvitundinni, myndirnar eru hugljómanir og vekja frekar grun en þær miðli vissu. Fegurð þeirra getur verið óhugnaneg, eins konar ný fegurð, endurmat. List og boðun vfkja til hliðar viður- kenndu mati á þvf sem er fagurt. Kvenlegur yndisþokki birtist f myndunum við hlið afskræma úr mann- og goð- teimi. Æsku og blóma er stefnt gegn elli og hrörnun. Ef við virðum fyrir okkur mynd eins og Næturgesti sjáum við unga lostafulla konu. Ilúnheldur um háls ónáttúrufugls næturinnar. í höfði konu sem stendur að baki er hreiður fuglsins. Hann minnir Ifka á slöngu, en í myndum Flóka eru þær tákn visku og sköpunarkrafts. Paul Delvaux sagði að allar konur f myndum sfnum væru hreinar meyjar. Mfnar eru allar hórur f bestu og clstu merkingu orðsins. segir Flóki, engin óspjölluð. Maðurinn eða skrfmslið sem situr hjá konunum tveim er úrkynjaður kýklóp (samanbcr Odysseifs- kviðu). Ilann er með varúlfs- kjaft og klæddur eins og betri borgari á nftjándu öld. Eina augað f enni hans er ekki ákveðið tákn. Baksviðið eins og f fleiri myndum Flóka gegnir þvf hlutverki að vera til skreyt- ingar lfkt og leiksviðsmynd. Egg Kólumbusar gæti verið úr leikriti eftir nútfma- Shakespeare. Á sviðinu eru undrun, ótti og vitfirring.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.