Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1977, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1977, Blaðsíða 3
fóru nokkrir franskir hermála- fulltrúar með okkur. Þeir hittu að máli herforingja og réðu ráðum sfnum við þá en við gáfum Ben- Gurion skýrslu okkar á meðan. Frönsku fulltrúarnir sendu svo skeyti til Parfsar, er þeir höfðu kynnt sér búnað okkar, og lögðu til, að okkur yrðu sendir skrið- drekar, flutningabflar og ýmis önnur tæki, sem okkur vanhagaði um. Ráðagerðirnar lögðust ekki vel f Ben-Gurion f fyrstu. Óttaðist hann að við mundum súpa seyðið af þeim. Ég mælti hins vegar ein- dregið með þeim og sé ég ekki eftir því. Ben-Gurion spurði Frakka lfka, hversu þeir hygðust steypa Nasser af stóli. Kom þá í Ijós, að þeir vissu á rauninni eng- in ráð til þess. Var það þó aðal- markmið þeirra. Og þetta skipti miklu. Það yrði Frökkum mikill álitshnekkir, ef þeir yrðu að hörfa af vfgstöðvunum án þess þeir kæmu fram fyrirætlun sinni. Þó yrði það okkur enn meira áfall. Var von, að Ben-Gurion þætti þetta ísjárvert fyrirtæki, þvf að hann varð að taka loka- ákvörðunina um það. Hann féllst þó loks á ráðagerðirnar. En þegar Frakkarnir héldu aftur til París- ar var hann orðinn þeirrar skoð- unar, að ekkert yrði úr hernaðar- aðgerðunum. Þvargað um ýmsa kosti 18. október bauð Guy Mollet, forsætisráðherra Frakka, Ben- Gurion til Frakklands. Daginn áð- ur höfðu Bretar sent Frökkum yfirlýsingu þess efnis, að þeir tækju til sinna ráða, ef Egyptar og tsraelsmenn færu ekki frá Súezskurði; kæmu þá brezkar og franskar liðssveitir á vettvang. Ennfremur mundu Bretar ekki koma Egyptum til hjálpar, ef Egyptum og Israelsmönnum lenti saman. Hugðu Bretar, að þetta mundi friða okkur og gætum við nú lagt einir f strfðið. Ekki þótti Ben-Gurion mikið koma til þess- ara loforða. Ég sagði hins vegar, að Bretar og Frakkar þyrftu að- eins tilefni til að ráðast á Egypta. Við gætum gefið þeim það tilefni og þar með gæfist okkur Ifka tækifæri, sem við fengjum kannski aldrei að öðrum kosti. 21. október sendu Frakkar eftir okkur, fórum við Ben-Gurion og Peres, og daginn eftir sátum við fund með Mollet, Pineau og Boug- es-Maunoury. Pineau vildi láta skrfða til skarar sem fyrst. Sagði hann Nasser magnast með degi hverjum og drægi æ saman með honum og Rússum. Kvað Bóurg- es-Maunoury Frakka mundu verða að hætta við, ef herförin hæfist ekki einhvern allra næstu daga. Undir kvöld þennan dag kom Selwyn Lloyd, utanrfkisráðherra Breta, á vettvang með aðstoðar- manni sfnum. Var þeim skýrt frá gangi mála, en við og Frakkar héldum áfram viðræðum annars staðar. Þar kom, að hvo.rki gekk né rak lengur og vildi Ben-Gurion fara heim við svo búið. Kvað hann kosti Breta óaðgengilega. Pineau las kosti Breta þá aftur. Við skyldum fara f strfð við Egypta, Frakkar og Bretar setja Egyptum úrslitakosti og heimta, að þeir færu frá Súez, en gera sfðan sprengjuárásir á flugvelli f Egyptalandi, ef Nasser kallaði lið sitt ekki heim. Var nú ákveðið að reyna enn einu sinni og skyldu þá allir ræða saman, Bretar, Frakkar og við, og fórum við svo yfir til Bretanna. Ekki byrjuðu þær viðræður vel. Selwyn Lloyd hafði augljóslega skömm á okkur, staðnum og um- ræðuefninu. Hann neyddist þó til að mæla ok'kur málum, en tókst það svo leiðinlega sem unnt var. Hann hóf mál sitt á þvf, að hann hefði rætt við utanrfkisráðherra Egypta f New York fyrir skömmu og væri þess viss, að leysa mætti málið áður vika liði. Við spurðum þá, hvf hann hefði komið að finna okkur. Hann sagði þá, að ótækt væri að semja við Egypta. Mundi það aðeins styrkja Nasser f sessi. En brezka rfkisstjórnin hefði komizt að þeirri niðurstöðu, að Nasser yrði að vfkja. Bretar vildu þvf fara f strfð, þ.e.a.s., að Israels- menn færu fyrstir, Bretar og Frakkar settu Egyptum og Isra- elsmönnum svo úrslitakosti, en legðu sfðan til atlögu, ef Egyptar yrðu ekki við kostunum. Ben-Gurion lét ekki standa á svari sfnu. Kvað hann ísraels- menn ekki fýsa að taka að sér hlutverk árásaraðilans f málinu, né heldur hygðust þeir sæta úr- slitakostum. En auk þess væri vfs- ast, að austantjaldsmenn kæmu Egyptuni til liðs áður, en Bretar og Frakkar kæmu á vettvang og stæðu lsraelsmenn þá einir uppi gegn þeim. Aöalatriöið að Bretum yrði ekki kennt um neitt Með leyfiBcn-Gurions tók ég nú við. Eg kvað okkur reiðubúna að scnda fallhlffahcrmcnn yfir egypzku landamærin. Samdægurs skyldu Bretar og Frakkar setja Egyptum úrslitakosti og krefjast þess, að þeir flyttu lið sitt frá Súez. Einnig skyldi þess krafizt, að við færum ekki lengra en að Súezskurði. Það kæmi okkur ekki að sök, þvf að við hygðumst alls ekki fara yfir skurðinn. Ef Egypt- ar yrðu ekki við úrslitakröfunum skyldu Bretar og Frakkar hefja loftárásir á egypzka flugvelli strax morguninn eftir. Selwyn, Lloyd sagði þá aðeins, að við yrð- um bara að koma af stað almenni- legum átökum en ekki neinum smáskærum. Annars hefðu Bret- ar ekki nægilega ástæðu til að setja Egyptum úrslitakosti og fengju þá skömm allra þjóða fyr- ir það að ráðast á Egypta. Eg þorði naumast að Ifta á Ben- Gurion, er Lloyd lét þetta út úr sér, en ég fann, að Ben-Gurion reiddist ákaflega, enda var þetta ósvffið. Bretum fannst það auð- heyrilega sjálfsagt, að við hlytum skömm allra þjóða — aðalatriðið var, að þeim yrði ekki kennt um neitt. Fundurinn hélt svo áfram og undir miðnætti þótti mér loks, sem við gætum komizt að sam- komulagi við Lloyd. Lloyd hélt heim um miðnætti þetta kvöld. Við ræddum við Pineau og Bourges-Manunoury daginn eftir. Pineau var á förum til London, og vildi hann geta borið Bretum lokaboð okkar. Við skutum þvf á einkafundi. Ben-Gurion hafði orðið fyrir nokkrum vonbrigðum á fundun- um. Einkum féll honum illa, hve Bretar litu niður á okkur og voru tregir að semja við okkur á jafn- réttisgrundvelli. Einnig kvað hann hernaðaráætlunina alla okkur óhagstæða. Eg Útskýrði aft- ur nákvæmlega áætlunina, sem ég hafði lagt fyrir Selwyn Lloyd. Bcn-Gurion vildi samt ekki taka ákvörðun strax, en bað mig sýna Pineau áætlunina og gerði ég það. Hafði Pineau ekkert við hana að athuga. l)m morguninn 24. október ræddum við Peres aftur við Ben- Gurion. Hann bað mig fara aftur yfir hernaðaráætlun mfna. Ég þurfti þá á blaði að halda, en ekkert var við hendina nema síga- rcttupakki. Dró ég kort aftan á hann og skýrði áætlunina; var ég hálf feginn, að ekki skyldi finnast stærra blað, eða kort. A sígarettu- pakkanum voru engin fjöll, sand- hólar eða þvf um Ifkt og var ég snöggur að sigra Egypta þar. Ben-Gurion hafði velt málinu fyrir sér um morguninn og hafði hann ýmsar spurningar fram að færa. Hann las þær upp, og varð mér æ rórra, er lengra leið á lesturinn. Mér varð ljóst, að Ben- Gurion var þegar búinn að taka ákvörðun sfna. Hann hafði ákveð- ið, að við skyldum hefja stríð. Vildi hann nú einungis vita, hern- ig þvf yrði hagað. Um fjögurleytið um daginn kom Pineau aftur frá London. Átti hann von á fulltrúum Breta eftir klukkustund og var þess viss, að samningar mundu takast. Hafði hann hitt Anthony Eden og Eden reynzt mun viðræðubetri en Selwyn Lloyd. Bretar höfðu fallizt á það að stytta úrslitafrestinn, sem þeir skyldu setja Egyptum. Auk þess ætluðu þeir að bæta ákvæði um vopnahlé f úrslitakostina, svo að það yrði talið brot á úrslitaskil- málunum, ef Egyptar gerðu sprengjuárásir á fiugvelli í Isra- el. Þar að auki yrði f skilmálun- um ákvæði um það, að herir Breta og Frakka kæmu til Suez. Egypt- ar féllust áreiðanlega ekki á það skilyrði og væri þvf engin hætta á, að þeir tækju úrslitakostunum. Allir fordæmdu okk- ur ísraelsmenn Bretar komu um hálffimm þennan dag. Var fundur settur og Pineau gerði grein fyrir málum svo. sem þá var komið. Varð al- mennt samkomulag og úr því mátti engan tfma missa. Eg sendi þegar skeyti heim og skipaði, að herinn skyldi viðbúinn. Bað ég herforingja reyna að fara svo að öllu, að menn héldu, að við ætluð- um að ráðast gegn Jórdönum en ekki Egyptum. Við komum heim daginn eftir, 25. október. Voru þá ekki nema fjórir dagar til stefnu. Herförin hófst hinn 29. októ- ber, er ísraelskir fallhiffaher- menn komu niður f Mitlaskarði og henni lauk 5. nóvember er við tókum Sharm el-Sheikh svo sem við höfðum áformað. Meðan bardagarnir geisuðu f Sfanfeyðimörkinni linntf ckki lát- um úti f heimi. Fordæmdu allir okkur Israelsmenn fyrir það að ráðast á Egypta og ekki bætti það úr skák, þegar Bretar og Frakkar komu til skjalanna. Þeir komu að vísu ekki fyrr en 5. nóvember; var það okkur ekki til mikils gagns f herförinni þvf að henni lauk samdægurs eins og áður sagði. Skotið var á fundi f öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Bretar og Framhald á bls. 16.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.