Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1976, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1976, Blaðsíða 3
„Biddu fyrir þér!“ Ræninginn tók hnifinn úr munni sér, þrýsti á og blaðið smaug fram úr skaft- inu. Vegfarandanum voru þrotin rök. Hann hafði týnt það til, sem honum gat til hugar komið, að sefaði ránsmanninn, en ekkert orðið að hinu minnsta gagni. Maðurinn var auðsjáanlega fastráðinn í að hirða af honum hýruna. Á föstudegi, útborgunardegi. Hann hafði gengið heim, sömu leið og venjulega, frá verksmiðjunni, þrætt sund milli aðalgatna og gegnum portið við niðursuðuverksmiðjuna, sem stóð tóm og hafði gert lengi, ekkert kvikt i námunda nema flækingskettir og lausa- menn, stundum, sváfu þar, ef illa viðr- aði, og drukku en voru gæðalegir og nann hafði ekki talið sig þurfa að óttast þá, þvert á móti. Þetta voru meinleysis- leg grey og þótt þeir ættu til að vingsa aé honum flösku, þá var það vel meint; þeir litu, á sinn hátt, upp til hinna, sem nenntu að vinna. En nú stóð hann i hliðinu framan við portið og fann til andvaraleysis síns. Hann hugsaði heim. Úr þessu lá leið hans um stutta götu og fáfarna, aðra langa — fannst honum jafnan — og fjölfarna og enn um götu, stutta og kyrrláta, þar við firðri endann var hús hans. Á leiðinni var hann vanur að hugsa aldrei um neitt nema þessa leið, eins og hún lá fyrir honum í huga hans, það, hvernig ást af henni i annan endann jafnt og þétt, eftir því sem nær dró húsinu hans litla við hina hljóðlátu götu, allt til þess að ekkert var eftir, aðeins húsið, garðurinn — sem hann naut þess að dunda í um helgar á sumrin. En milli þess, sem maðurinn sá hugsýn sýna étast þannig upp, lagði vegurinn sig sjálfur upp á nýtt. Á morgnana, þegar hann hélt til vinnu, var hann svo syfjaður, að hann gaf því ekki gaum. Heim eða heiman hafði enginn, að lausamönnum frátöldum, illt hornaugai að gefa honum né — að athuguðu máli góðlátlegt heldur. Fólkið, sem á vegi hans varð, var alltaf eins í tviskinugu tómlæti sinu; það líktist mest leikurum, sem fara í huga sér yfir hálflærð hlut- verk. Nú bar nýrra við. Maðurinn hafði snarast i veg fyrir hann, um leið og hann kom út úr port- inu, eins og hann hefði beðið hans hand- an bárujárnsgirðingarinnar og þrifið í föt hans — úlpu; enn var skammt liðið á vor — og heimtaði peninga formálalaust. ,,Peningana,“ hafði hann sagt, eins og hann gerði ráð fyrir einhverjum sérstök- um peningum. Um leið hafði hann áttað sig á, að þeir þekktu hann of vel. Endur- tekningar voru komnar langt áleiðis með að útrýma tilviljunum úr tengslum hans og lausamannanna, þeir farnir að eygja samhengið í lífi hans. Þeir gætu orðið hæglega gert sér grein fyrir, að hann kom heim með ávinning vikunnar i umslagi á þessum degi. Öafvitandi hafði hann hlaðið freistingu í veg þeirra. Sá, sem fyrir framan hann stóð, var honum ókunnugur, hann kannaðist ekki við þetta andlit, samt hafði hann hætt á að bjóðast til að gefa honum fyrir flösku. Hinn hafði reiðst. Maðurinn dró fram launaumslagið. Um leið sá hann, að upp fyrir skjól- verkið kom kattarhaus, síðan kötturinn allur og tvær hendur, sem héldu um búk hans. Honum sýndist kötturinn brosa. Eitthvað kom yfir andlit hans, sem gaf ránsmanninum til kynna, að ekki var allt með felldu og hann leit við. í samri svipan flaug kötturinn yfir grindverkið og í andlit ræningjans, maðurinn missti launaumslagið, hinn hnífinn. Lítill, kvik- legur maður í grárri peysu snaraðist út um hliðið, þreif umslagið af gangstétt- inni og hljóp svo til baka sömu leið. Maðurinn þreif hnífinn og stökk á eftir honum. Hann heyrði kallað á hjálp utan af götunni. Hann sá þann gráklædda hverfa inn um dyr verksmiðjubyggingarinnar og án þess að hugsa sig um hljóp hann að dyrunum. Inni tók við stigi og hann fór tvö og þrjú þrep í skrefi, elti þjófinn upp beinni stefnu niður. Á svölunum var mótatimbur og skækill af sementspoka, sem hlaupinn var saman í harðan kökk. Það stóð á endum, að þegar fótatakið að neðan barst fram í anddyrið hafði maðurinn á svölunum lyft pokanum upp á svalabrúnina og sleppt af honum taki. Fyrst sýndist honum maður og poki renna saman í eitt, svo sá hann pokann sundrast við fætur mannsins og hann snúast um sjálfan sig og detta. Eitt augnablik sá hann manninn liggja á bak- inu og stara upp til sín, svo var hann staðinn upp og hvarf inn í húsið á ný. Maðurinn á svölunum tók borð og enda- senti það niður sömu leið og pokann. Hann fór upp að húsveggnum og hlustaði af einbeitni inn í húsið. Ekkert heyrðist til mannsins. Nokkur stund leið án þess að hann hefðist annað að. Þaðan sem hann stóð, gat hann séð gangstétt- ina, þar sem ránsmaðurinn hafði orðið á vegi hans. Þar var enginn. Og á ferli um götuna var heldur ekki nokkur ntaður. Hann dvaldi hugann við, hve nærri hafði legið að hann hefði hitt manninn með pokanum. Tilhugsunin var hrollvekjandi, en því var líkast, sent hrollurinn væri ekki hluti af honum sjálfum heldur atvikinu og þegar hann kenndi þess hugsaði hann til þess að líklega væri hann sestur við sjónvarpið heima, ef sjálf heimferðin hefði ekki snúist upp í — hvað? — sjónvarpsmynd. Honum fannst þvi likast sem hann væri sjálfur orðin persóna í sjónvarpsmynd, sem hann þó jafnframt væri að horfa á. Aðalpersónan. Þegar hann hafði gert þetta upp við sig, virti hann fyrir sér þann hluta leiðar sinnar milli heimilis og vinnustaðar, sem hann hafði fyrir augunum og fannst að sálar- ástand sitt fyrir skömmu og svo lengi sem hann mundi væri ekki sjálfsagt, eins og hann hafði talið, heldur sérlegt og hæfði heiti. Drungi, hugsaði hann. En þá kom honum í hug, að maðurinn kynni að læðast upp alla stigana og kom- framhald á bls. 12 .nargar hæðir. Á hlaupunum tók hann eftir, að nærri öll málning var flögnuð af veggjunum og að það vantaði handriðið á stigann. Ljós féll með margvislegum tilbrigðum inn um brotnar rúður. Hann hljóp út úr stigahúsinu inn á efstu hæðina. Til beggja handa var, gangur og margar hurðir að honum, á gólfinu var vatnssaggi. Hann skalf eftir áreynsluna og umskiptin ullu honum svima. Hurðirnar voru í hálfa gátt eða alveg opnar og fjarri sér sá hann mann- inn í einni gáttinni birtast og hverfa. Hann varpaði mæðinni, kenndi þess svo skyndilega aó hnífurinn lá i hendi hans, fylltist óbeit og hafði nærri fleygt honum frá sér. Hann gekk að stiganum, sneri við og inn á ganginn aftur. Þegar hann kom að gættinni, sem jnaðurinn hafði horfið inn um, staðnæmdist hann og ýtti hurðinni alveg upp í vegg. Voru það ekki þessar dyr? hugsaði hann; nei, hann gekk aö þeim næstu. Enginn þar. Vindur lék um hann frá glugga, sem í vantaði bæði gler og karma. Á öðrum hliðarveggnum var gátt, hann gekk þangað og leit varfærnislega inn í næsta herbergi. Þar voru öll um- merki hin sömu. Hann heyrði hurð skellast og hljóp umhugsunarlaust skemmstu leið fram á ganginn. Sá gráklæddi var að læðast í rökkrinu að stiganum, aftur skelltist hurð og hann hikaði. Sá gráklæddi varð hans var og hljóp af stað. Eins og kafara i þrýstiturni, sá hann manninn stinga sér niður i stigahúsið og siðan, þegar hann kom fram á pallinn, sá hann hann skrúfast niður stigana í grænni birtu. Hann vissi nú, að hann hafði ekki roð við hinum á hlaupum né stæði honum á sporði í feluleik í þessu húsi og hann stóð kyrr á pallinum. Einhvers staóar nærri honum skelltist hurð. Fullur gremju rann hann á hljóðið og ofan við stigaganginn fann hann dyr út á svalir, þar fór hann út. A meðan heyrði hann fótatak ma-nsins fjarlægjast í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.