Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1973, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1973, Blaðsíða 2
\ Steinkista Páls biskups i Skálholti, sem fannst viS fornleifarannsóknirnar 1954. Herra biskup, Góðir áheyrendur, Frá því er sagt, að í einni borg á Spáni hafi varðveitzt á skjölum frá hámiðöldum svo- hljóðandi samþykkt kenni- manna og borgara: „Vér skulum reisa kirkju svo stóra í sniðum, að seinni menn haldi að vér höfum ekki verið með réttu ráði ." Þetta mun vera næsta ein- stæð bókun, og einkennileg er hún ekki sízt fyrir það, að hinir vísu feður ætluðu að ganga fram af síðari tíma mönnum, þegar þeir lögðu grunninn að stórkrikju sinni. Því að hitt er miklu líkara veruleikanum sjálf- um, þegar ráðizt er í stórvirki, að það séu samtímamennirnir, sem láta í Ijós nokkrar efa- semdir um andlega heilsu frumkvöðlanna. Efunarmenn, jafnvel úrtölumenn, láta sig aldrei vanta og eru ævinlega til taks, eins og samkvæmt lög- máli, líkt og nótt fylgir degi eða bakhllið er á hverjum peningi og hefur reyndar sitt gildi sem slíkt, þótt aldrei nema hún sé bakhlið. En þegar fram líða stundir og seinni menn fara að dæma um verkin, kveður býsna oft við annan tón um þau og þá menn sem hugsuðu þau og unnu. Kirkjan á Spáni, sem fyrr var nefnd, komst upp og varð eitt af stórmerkjum fyrri tíðar, þótt að visu liði hálf önnur öld frá því að hornsteinn hennar var lagður þangað til steinsmiðirnir felldu siðustu flísina í hæstu tu'rnspíruna. Það þótti miðaldamönnum ekki umtalsverður byggingartimi. Það var fullkomleiki verksins en ekki lengd byggingar- sögunnar, sem máli skipti. íslenzkir miðaldamenn, sem ekki reistu dýrlegar stein- krikjur, en ortu hins vegar vold- ug helgikvæði, hugsuðu á sama veg, eins og bezt sést í hinni fornu málfræðiritgerð, þar sem segir svo um skáld- skapinn: „Leiti eftir sem vand- legast, hversu fegurst er talað, en eigi hversu skjótt er ort, þvi að því verður spurt, hver kvað, þá er frá líður, en eigi hversu lengi var að verið." Kirkjan mikla stendur enn og laðar til sin fjölda manns víðs vegar að. Enginn segir að byggingarherrarnir hafi ekki verið með öllum mjalla, en því meira er lofuð snilld hinna fornu meistara og stórhug- ur þeirra forvígismanna, sem fengu þeim þetta göfuga við- nám krafta sinna. Og þessi dæmisaga um kirkj- una á Spáni er engin undantekning, heldur miklu fremur regla. Hin miklu mannaverk, stórmerkin sem gnæfa upp úr mistri og oft nafnleysi fyrri menningar- skeiða, vekja undrun og aðdáun á snilld þeirra handa, sem að hafa unnið, og lotningu fyrir hugsjónaaflinu sem að baki liggur. Hins vegar er það þá með öllu gleymt, sem þó mun jafnan verið hafa, að ekki skorti samtímaraddir, sem sögðu að meir væri unnið „af stórmennsku en fullri forsjá", eins og látið var að liggja þegar Klængur biskup reisti sína miklu dómkirkjti hér í Skálholti, þá sem vígð var árið 1 1 53 (eða skömmu þar á eftir). En hann fór sínu fram, dómkirkjan varð fegurst guðshús á íslandi langar stundir, en yfir það fyrndist von bráðar að ýmsir höfðu hrist höfuðið nokkuð svo. Hvers vegna þessi gamla saga um dómkirkjuna á Spáni og allar þessar hugleiðingar á Skálholtshátíð 1973, á tíu ára vígsluafmæli Skálholtskirkju? Það mun þó ekki vera ætlunin að líkja þessari kirkju, þótt góð sé, við hinar frægu dómkirkjur miðalda úti í löndunum? Að vísu ekki, enda væri slíkur samanburður tilgangslaus. En það rifjast upp I dag, að þegar farið var að tala um endurreisn Skálholts fyrir tveimur til þrem- ur áratugum, voru síður en svo allir á einu máli um hverfram- tíð staðarins skyldi verða. Til voru þeir sem töldu mjög mis- ráðið að hafast nokkuð sérstakt að hér í Skálholti, sízt af öllu neitt sem miðaði að því að kveðja staðinn til nýrrar þjónustu við samfélagið, við þjóðlífið. Menn sögðu: Skálholt lauk sögu sinni sem 'menningarmiðstöð um alda- mótin 1800, í sögulegu sam- ræmi við þróun mála í þessu þjóðfélagi. Það er nú aðeins bóndabær, einn meðal margra og það fer staðnum vel eins og málum er komið. Það er ekki annað en rómantík eða þá hégómaskapur að hugsa sér að blása nýju lífi í slíkan stað, eingöngu vegna fyrri alda sögu hans, sem er fyrir löngu á enda kljáð. beir^sögðu: Við skulum sjá til þess að ætíð sé gengið vel og þokkalega um þennan stað eins og vera ber á góðri jörð, en græða fallega grasi vaxna grund yfirstæði biskups- seturs og dómkirkju fyrri tíðar og reisa þar einn stein, minningarstein, með svofelldri áletrun: Hér var Skálholts- staður. Það er táknrænt, hrein- legt og ódýrt. Ég segi ekki frá þessu nein- um manni til hnjóðs, enda fannst mér og finnst enn þessi hugmynd ekki fráleit eða hneykslanleg. Mismunandi sjónarmið hafa ýmislegt til síns máls, þótt aðeins eitt hljóti að lokum að verða ofan á. Það er hverju orði sannara, að hinni miklu og löngu sögu biskups- stóls hér í Skálholti lauk við andlát Hannesar biskups Finns- sonar árið 1 796. Síðastur manna var hann lagður til hvíldar í hinni gömlu dómkirkju sem Brynjólfur biskup lét byggja, en suður í Reykjavík var ný dómkirkja risin af grunni og til hennar var þá þegar búið aðflytja ýmsa helgigripi hinnar fornu Skálholtsdómkirkju. Og uppi á Hesti í Borgarfirði sat gamall prestur, séra Þorsteinn Sveinbjarnarson, og orti kvæði, sem heitir Afsalsbréf ekkjufrúr Skálholtskirkju til dóttur sinnar dómkirkjunnar í Reykjavík. Þar rekur prestur raunir hinnar gömlu kirkju, í orðastað henn- ar, en ber um leið fram heilla- óskir til hinnar nýju, sem við arfinum á að taka á nýjum stað. Kvæðið byrjar þannig: Autt er seggja sæti sanna má ég það; margan minna grætir mein í ýmsan stað helduren manna missirinn eg sem reyndi ár og síð aldur langan minn. En ekkjufrú Skálholtskirkja þurfti ekki að kvíða löngum ekkjudómi. Hún var ekki aðeins ein og yfirgefin, heldur einnig sjálf komin að fótum fram. Fimm árum eftir lát Hannesar biskups og eftir að kirkjan hafði verið svipt dóm- kirkjutign, afsagði sóknar- prestur hér að flytja lengur tíðir í hinni „eldgömlu Skálholts- dómkirkju", eins og hann komst að orði, af því að það þótti orðið mannhætta að koma inn í hana. Og árið eftir eða 1802 var hún svo með biskupsleyfi rifin og lítil kirkja byggð úr viðunum, þeim sem ófúnir voru. Um þetta kvað Eiríkur gamli á Reykjum á Skeiðum á þessa lund: Átján hundruð tvö ár töldu, timburkirkju felldu á kné, Langajökulsvorið völdu, að vinna slíkt í Skálholte. Þá var skeiðið á enda runnið, og mátti með sanni segja eins og i kvæði séra Þorsteins: Autt er seggja sæti. Þegar dómkirkjan var horfin var undra fátt á þessum stað sem minnti á fyrri tíma reisn og miklu sögu. Það er fróðlegt að sjá, að Hólastaður í Hjaltadal varð aldrei viðlíka lágt lagður og Skálholt, og það var vafa- laust steinkirkjan sjálf, sem kom í veg fyrir það, og svo hitt að prestur sat staðinn langt fram á 1 9. öld. Hér var aðeins bóndabær, ekki miklu stærri eða betur í sveit settur en ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.