Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1973, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1973, Blaðsíða 3
iþetta var eitt af þessum yfir- gengilega venjulegu kvöldum. grammófónninn var bilaður. það hafði gleymst að kaupa olíu. vatn- ið var farið. heimilið var ií sinni venjulegu eftirkvöldverðarrúst. hin fyrrverandi stórstjarna (sup- erstar) frænka hekiaði púðabe- trekk einsog hún hafði gert síðan hún ihætti að standa á senunni. hið enn óuppgötvaða málaraséní amma (ný amma móses eða ein af þeim) raðaði bjórtappasafninu Sínu. hinn óorðni sálfræðing- ur svili las sálfræðiskruddu eins- og síðustu þrjátíuogátta árin. spá- konan lagði stjörnu. þrællinn át partychips og drakk norsk kilde- vand (sem sýnir betur en nokk- uð annað framfarirnar sem orðið hafa á þrælahaldi í gegnum ald- irnar og ihina ótrúlegu þróun frá vatni og brauði. (þess má geta að norsk kildevand kostar 98 aura í irmu)) og ilas gru. það var bankað. var ekki verið að ibanka sagði amma og lagði Síðustu hönd á geipiflókið bjórtappamynstur. jú sagöi frænka og gerði nýja byltingu í púðabetrekkshekli. það var bankað aftur. opnaðu þræll sagði svili uppúr 'bókinni. nei sagði þrællinn og tróð hend inni oní partychipspokann. hverslags hegðun er þetta hjá þrælnum sagði frænka. þrælauppreisn sagði svili. við hefðum aldrei átt að leyfa hon- um að lesa þessa bök um abra- iham linkoln. hafði tíann ekki þræla sagði amma. það hélt ég. á þessu stigi málsins voru dyrn- ar opnaðar og inn kom kvenmað- ur. hún var ekki sundurleit í klæðaburði og fátt áberandi í fari ihennar nema 'kannski helst það að hún hafði samanvafinn svefnpoka undir hendinni. er þetta horn laust spurði hún og benti. hajájá siögðu þau. er ekki í lagi að ég leggi mig þar smástund sagði hún og skreið oní svefnpokann. ég var að koma úr ferðalagi . . . hún sofnaði þar og þá. fjöilskyldan horfði ringluð á sig og svefnpokakonuna. þekkið þið hana spurði svili. ekki ég sagði frænka. aldrei séð hana áður. furðulegt sagði amma. þetta er dularfulla konan ií spill- unumsagði spákonan. laufadrottn ing. eða var það spaðadrottning. nei það var tlíguldrottning. þrællinn var ekki spurður enda fráleitt að hún væri á 'hans veg- um. merkilegur andskoti sagði svili og sökk aftur on'í bókina. þetta minnir mig á söguna af leigubílstjórunum tveimur sagði spákonan. þeir voru báðir í leyni- vínsölunni og svo urðu þeir ósátt- ir útaf einhverju. > inei sagði fjölskyldan. það sem aldrei bregst er hjarta- tvistur sagði spákonan og fletti við spilli. annar 'þeirra hætti og opnaði pylsubar í vesturbænum. ænei sagði fjölSkyldan en það var uppgjöf í röddunum því spá- konan var óstöðvandi þegar hún byrjaði á sögunum sínum einsog lýðum er 'ljóst (eða verður). örlagaspilið er tígulfjarki sagði spákonan. hinn ætlaði nú heldur 'betur að 'hefna sín á honum. svo var hann einus'inni að keyra og sá kött og afþvíað Ihann var af til- manni Smásaga éftir Magneu J. Matthías- dóttur viljun með byssu í bílnum ska-ut hann köttinn. púra sadismi sagði sviii sem aldrei sleppti tækifæri til sál greininga. það var óvíst hvort hann meinti bíJstjórann eða sögu spákonunnar enda Jíklega best að fá það ekki á hreint. nú ’svo fór hann daginn eftir í hádeginu þegar mest var að gera í pylsubúðina til 'hins og tróðst í gegnuíh þvöguna henti kettinum á borðið og sagði kem með meira næst. hún hló tryllingslega. svo fór hann á hausinn greyið þessi með pylsurnar. næstu mánuðina bar lítiö á svefnpokakonunni. hún svaf. engu að síður varð hún miðpunkt- ur heimiiislífsins því hver fjöl- skyldumeðlimur hafði sína kenn- ingu um þennan djúpa svefn og umræður þeirra snerust gjarna um hana. frænka hélt því fram að hún hefði verið í óvenjulega þreyt andi langferðalagi og studdi mál sitt með því að konan hefði sagst vera að koma úr ferðalagi þesgar hún kom. amma taldi að hún væri 'lögst í vetrardvala og vakn- aði með vorinu og benti á sams- konar hegðun ýmissa dýra t.d. bjarndýra. svili áleit trúr köllun sinni að konan væri sálsjúk og svefnpokadvöl hennar tákn- rænt afturhvarf til móðurkviðar og rökstuddi þessa kenningu með 834 sálfræðibókum sem eng- inn annar en hann ihafði lesið. spákonan minntist tveggja kaffi- kerlinga sem bjuggu gegnt hvor annarri og settu skilti með áletr- uniinni 'kaffi á svalirnar hjá sér þegar þær viJdu fá hina yfir til sín J ttu dropa. Þrællinn glotti aðeins tók engan þátt í samræð- unum heldur hélt áfram að lifa á partydhips og norsk kildavand og teiknaði Skrímsli af kappi. til skamms tíma var sú kenning vin- sæl að ihann vissi meira en hann lét uppi. stundum heyrðist umgangur á nóttinni einsog einhver væri að bursta í sér tennurnar en það var talið fráleitt að það væri svefn- pokakonan heldur var það skrif- að á reikning húsdraugsins þægi- legs afturgengins skjalatösku- manns sem lét iítið fyrir sér fara en sást við og við á stórhátið- um. því að sjálfsögðu hefðu kenn- ingar fjölskyldunnar hrunið unn- vörpum ef nokkurntímann hefði sannast að svefnpokakonan væri þar völd að og hver ver ekki kenningar sínar útí rauðan dauð- ann og með öllum náðum. en loks rann upp hin langþráða stund að sveínpokakonan vaknaði. hún hafði verið vakandi nokk- urn tíma en var of kurteis til að vekja á sér athygli að fyrra bragði og fjölskyldumeðlimir tóku ekki eftir neinu enda vanastir að konan svæfi. en svo saigði þræll- inn einsog uppúr þurru: hún er bláeygð. ha hver sagði amma annars hug ar. svefnpokakonan sagði þrællinn. það veist þú ekkert um sagði amma. jú víst sagði þrællinn. hún er vöknuð. áhrif þessara sakleysislegu orða voru stórkostleg. einsog einn mað- ur sneri fjölskýldari sér við og starði á sveínpokakonuna. hún starði á móti. eftir rafmagnaða þriggja tíma þögn þarsem allir biðu eftir því að einhver annar tæki frum'kvæðið sagði hún loks- ins: góðan daginn. það er kvöld sagði þrællinn þurrlega. gott kvöld sagði svefnpokakon- an hlýðin. þetta sagði ég ykkur sagði amma. hún vaknaði með vorinu. vitieysa sagði svili. þetta sann- ar mína kenningu. það er fullt tungl núna. flest börn fæðast með fullu tungli. hún er endurfædd. della sagði frænka. nú er hún bara búin að hvíla sig eftir ferða- lagið, er það ekki vinan? svefnpokakonan horfði furðulost in á þau og mælti ekki orð frá vörum. gefið henni bjór sagði spákon- an. það ætti að Jiðka J henni mál- beinið. þrællinn rétti svefnpokakon unni bjór og fjölskyldan horfði eftirvæntingarfull á hana meðan hún tæmdi flöskuna og þurrkaði sér um munninn. eigiði annan spurði hún og var greinilega farin að finna á sér enda kannski ekki merkilegt eftir margra mánaða svelti (aðþvíer best var vitað). þrællinn réttí benni annan bjór og fjölskyldan leit á sig með bjarma í augum. hún hafði neytt hins fyrsta i marga mánuði. hún var líka 'neysluþjóðfélagsþegn. neytandi. ein af okkur! eftir seinni bjórinn fóru áhrif in að segja til sín og svefnpoka- konan fór að tala. fyrst tók ég flugvél að heiman drafaði hún. og svo fór ég með lest til . . . hún sofnaði aftur. þar dó hún sagði svili. farðu útí leynikrá þræll sagði amma. kauptu meiri bjór. tröstedrykkja sagði frænka og laigði til atlögu viö eitt púðabe- trekkið enn. manni getur nú sárnað þó mað- ur gráti ekki sagði spákonan. þrællinn hló hæðnislega og fór útí leynikrá að kaupa bjór. eftir því sem árin liðu vandist fjölskyldan því að hafa svefn- pokakonuna sofandi í horninu og fór jafnvel að þykja það þægi- sgt. umræður um hana dóu smám- saman út og frænka fór aftur að segja sögur af stærstu sigrum sín- um á leiksviðinu. ömmu dreymdi enn um ókomna frægð og svili las Framh. á ,bls. 12.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.