Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1973, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1973, Blaðsíða 13
j»L- Y" Fyrir nokkru hitti ég að máli sænskan blaðamann, sem hér kom við á leið frá Suður-Ameríku. Hann hafði m.a. frá því að segja, að hann hefði verið í Paraguay daginn, sem eldgosið byrjaði á Heimaey og hefði fregnin af gosinu verið aðalfrétt- in á forsíðu fremsta dagblaðsins í þessu fjarlœga ríki Suður-Ameríku. Tcepast ger- um við okkur fulla grein fyrir því, hve mikla athygli þessar náttúruhamfarir hafa vákið í ýmsum heimshornum, en bréf og úrklippur, sem borizt hafa víða að til Morgunblaðsins, bera þessu órœkt vitni. Að þessu er vikið hér, ekki til þess að fagna því sérstaklega að nafn íslands skuli aftur sjást í heimsfréttunum, heldur til þess að vekja athygli á því, að frásagnir af eldgosinu á Heimaey og afleiðingum þess eru til þess fallnar, að efla skilning erlendra manna á lífskjörum íslenzku þjóðarinnar og þeim erfiðu aðstœðum, sem hún býr við. Slíkur almennur skilningur á aðstöðu kokar er líklegur til að efla sam- úð með okkur í því lífshagsmunamáli, að tryggja viðurkenningu á 50 sjómilna land- helgi. Erlendar þjóðir eiga erfitt með að skilja okkur og hugsunarhátt okkar. Það kemur t.d. glögglega fram í ummœlum, sem þekktur eldfjallasérfrœðingur hefur látið eftir sér hafa, að Vestmannaeyjar séu dauðadæmdar. Þessi ummæli kunna að byggjast á þekkingu á eldgosum, en þau byggjast á vanþekkingu á íslenzkri skapgerð. Auðvitað grípur svartsýni um sig við og við, en samt vitum við það öll, að Vestmannaeyjar leggjast ekki í eyði, þrátt fyrir eldgosið á Heimaey. Þœr verða byggðar á ný, þrátt fyrir erfiðleika, sem þarf að yfirstíga. Öll eldgos taka enda, líka eldgosið á Heimaey. Og tœpast eru þeir örðugleikar, sem nú steðja að á Heimaey, meiri en þeir, sem íslenzk þjóð átti við að striða fyrr á öldum og þraukaði þjóðin þó en lagði ekki á flótta. Það sama mun gerast í Vestmannaeyjum. En þetta var útúrdúr. Tilefni þessara orða var.að vekja athygli á því, að frá- sagnir í erlendum blöðum og fjölmiðlum- eru •til þess fallnar að auka skilning á okk- ar aðstöðu og geta því m.a. bœtt um fyrir okkur í landhelgismálinu. Þegar þetta er haft í huga, er óskiljanleg með öllu sú jram.korria, sem erlendum fréttamönnum var sýnd sér fyrst í stað, er þeir komu 'til þess að skýra frá atburðunum á Heimaey. Ekki er ofmœlt, að á allan hátt var reynt að gera þeim erfitt fyrir af hálfu íslenzkra stjórnvalda og nánast enginn skilningur á þýðingu s'tarfs þeirra fyrir íslenzku þjóð- ina. í. viðtali við Morgunblaðið nokkrum dögum eftir að gosið byrjaði kvartaði hol- lenzkur blaðamaður undan þessari fram- komu og minnti á, að jafnvel í jarðskjálft- unum miklu í Managúa hefði yfirvöldum tekizt að veita erlendum fréttamönnum fullkomna þjónustu. Eftir þetta viðtal varð veruleg breyting á og hæfum manni falið að annast fyrirgreiðslu við þessa menn. Sú afstaða, sem fram kom hjá íslenzk- um stjórnvöldum i garð hinna erlendu fréttamanna, var fyrst í stað mjög neikvœð og kom raunar engum á óvart, sem kynnzt hefur forneskjulegum skoðunum íslenzkra embættismanna á hlutverki blaða og fjöl- miðla. En skyldu þeir menn, sem hér áttu mestan hlut að máli, hafa gert sér grein fyrir því, hvílíku tjóni þeir hafa valdið málstað íslands í landhelgismálinu með því að senda héðan skara óánœgðra frétta- manna frá stórum blöðum og smáum víða „ um heim, sem byrja á því við heimkom- una að skýra yfirmönnum sínum frá furðu- legri framkomu íslendinga í þeirra garð? Halda menn, að afstaða þessara fjölmiðla til íslands í landhelgismálinu verði vinsam- legri, þegar þeir kynnast þeim erfiðleik- um, sem fulltrúar þeirra lentu í hér við að rœkja skyldustörf sín? ' Hér urðu viðkomandi yfirvöldum á alvarleg mistök. En mistök eru til þess að læra af þeim. Vœntanlega tekur hið volduga almannavarnaráð sér það verk- efni fyrir hendur að skipuleggja einnig þann þátt, sem lýtur að þjónustu við er- lenda fjölmiðla, þegar náttúruhamfarir láta nœst að sér kveða. Styrmir Guhnarsson. ar til þess að {handrit Þormóðs bar «kki með sér neinn höf- und og bormóður þekkti eng- an slíkan hvorki tárið 1662 né 1664. Nú er vitað að Þórður Þorláksson síðar biskup dvaldi hjá Þormóði Torfasyni í Noregi um tima árið 1669. Kannski eru upplýsingarnar um höfund ritsins frá Iþeim tima. Gerir ilr. Jakob hér ekki full litið úr starfshæfni þessa fremsta sagnfræðings aldarinnar, en minna má á að Þormóð- ur átti eftir að gefa út í Kaup- mannahöfn latánukvæði Sigurð ar skólameistara. Hvernig get- ur verið leyfilegt að vefengja slikar heimildir. Knda segir dr. Sig. Þórarinsson í „nokkrum orðum“ sínum á bls. 20 í ís- landslýsingu: „enda getur þessi útgáfa fslandslýsingar- innar ekki talizt vísindaleg". Yfir 50 ár eru líka rök Burgs bókavarðar tekin gild af fræði mönnum og Sig. Stefánsson tal- inn höfundur íslandslýsingar án athugasemda. Oddur Einarsson biskup er sjálfsagt margs góðs maklegur. Ekki getur þó kona hans, Helga biskupsfrú, talizt hugþeltk í sögunni, sú pem lét brjóta steinbogann yfir Brúará árið 1602 „ef það mætti verða til að draga úr flökkumannastraumi og betlaralýð, pem leitaði þá mjög beina li Skálholti vegna hallæris S landinu". Skál- holt var eitt rikasta heimili i landinu á þeim tíma, en biskup heldur „ekkert Jamb lað leika sér við“ -og „dró nokkuð fast fram ættingja sína“. Oddur biskup er talinn fyrstur manna til að safna ís- lenzkum handritum log geta má nærri ,að hann hefur ekki látið Islandslýsinguna ganga sér úr greipum. Oddur „samdi eins konar lýsingu á náttúru fs- lands upp úr íslandslýs- ingunni, breytti þá ýmsu, felldi annað niður og setti nafn sitt undir. Danski sagnfræðingur- inn Peder Hansen Resen (1625—88) .vitnar óspart i þetta rit og nefnir þar að sjálfsögðu Odd biskup höfund- inn. Nú er talið að þetta hanð- rit Odds þiskups liafi lent í safni Árna Magnússonar og brnimið 1728. Þótt Árni Magn- ússon telji höfund íslandslýs- ingar ókuni.an um aldamótin 1700 bendir það siður en svo til þess að Oddur biskup sé hinn iippliaflegi höfundur. Á |bls. 10 segir dr. Jakob í formála sínum: „en aug- ljóst er jað ritið er frá upphafi samið |i þeim tilgangi að birta það erlendis". Er ekki eðlilegt að álykta að hið sviplega frá- fall höfundarins og hið ófull- búna handrit standi fyrst og fremst í veginum fyrir útgáf- unni. Það ter vitað að Oddur bisk- up var merkur handritasafnari, studdi og mjög islenzkan sögu- fróðleik. Hann ritaði um Skál- hann. Þá |liggur eftir hann nokkuð af þýðingum. Sumt gaf hann sjálfur út. sem var prent- að á Hólum, sumt kom út eftir\ hans dag. Því skyldi hann þá ekki gefa út íslandslýsinguna ef hún er skrifuð af honum? Hún er skrifuð með það fyrir augum að gefa 'hana út og tal- in skrifuð einum 40 árum áð- ur en hann lézt. — Það verð- ur að vera hlutverk fræði- manna að skilja og skilgreina rökstuðning dr. Jakobs fjrir því að ádeilu og varnar- rit .Arngríms lærða Brevis commentarius, sem kom á prent 1593 hafi dregið úr Oddi bisk- up kjarkinn um útgáfuna, hafi hann verið höfundurinn. Ekki er þessum harðdræga manni lýst þannig ,að hann viki úr jafnvel gera ráð fyrir að þeir Arngrímur og Sig.. Stefánsson hafi vitað um ritsmíð hvor annars og kannski verið um einhvers konar verkaskiptingu þeirra á milli um samningu rit- anna að ræða? Að lokum er rétt að draga saman nokkrar ályktanir, sem eindregið benda til þess að enn verði að telja Sigurð Stefáns- son, skólameistara i Skálholti höfund Islandslýsingarinnar, þrátt fyrir |viðleitni dr. Jakobs Benediktssonar við að „færa þar margt til betra horfs“. 1) Dr. Jakob verður ekki bitastætt á því að hrekja skrif aðar heimildir Þórðar biskups Þorlákssonar, þar sem hann hefur eftir Þormóði Torfasyni að höfundur fslundslýsingar sé Sigurður Stefánsson, en hand- ritið var í eigu Þormóðs. Þess- ar upprunalegu heimildir vitna ekki til neinna meðalmanna: Þormóður óumdeilanlega fremsti fornfræðingur Norður- landa ,á þessum timum, einnig hvað ísl. málefni áhrærði, Þórður biskup einhver lærð- asti kirkjunnar maður á fs- landi allt fram á okkar daga. Það er vitað að Þórður bisk- up dvaldi einmitt á búgarði Þormóðs, Stangeland í Noregi um tima árið 1669, en þar vann Þormóður að sínu merka forn- ritasafni til ævUoka, ásamt stórmerkum ritverkum sin- um, sem raunar varða öll Norö- urlönd. — Jakob Benedikts- son leyfir sér að nota orðin „misminni“ og „rugling á rit- um“ S þessu sambandi, til rök- stuðnings á kenningu sinni, en aðrir fræðimenn islenzkir sam- þykkja með þögninni, enn sem komið er. 2) Hið ófuUbúna handrit gæti einmitt verið ein sönnun fyrir því (og hefir sjálfsagt verið lal in) að höfnndur þess fellur skyndilega frá, Sigurður skóla meistari drukknaði í Bróará haustið 1595. Hvi skyldi Odd- ur biskup ekki hafa gengið frá handriti sínu, en dr. Jakob er svo hárnámkvæmur i endur- bótum sínum að hann telur Odd rita íslandslýsinguna veturinn Framhald á bls. 15. vegi fyrir slíkum smámunum, ef holtsbiskupa, um Jóil biskup hann á annað borð ætlaði að Arason og lannáll var til eftir koma einhverju fram. Má ekki

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.