Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1972, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1972, Blaðsíða 2
Eðvald Hinriksson Hvera- vatn sem heilsu- brunnur Hverasvæðið við Geysi í Haukadal. Ein þekktasta heilsuræktarstöð heimsins, sem byggir á notkun svonefnds mineral-vatns, er í borginni Spa í Belgíu. Um leið hefur nafn borgarinnar verið yfirfært á hliðstæðar vatnslækningastöðvar og þær nefndar einu nafni spa, hvai sem er í heiminum. í þessum vatnslækningastöðvum leita sjúklingar sér lækningai gegn margs konar sjúkdómum, svo sem liða- gikt, taugagikt, efnaskiptasjúkdómum, blöðrusjúkdómum, of háum eða of lágum blóðþrýstingi og þannig mætti lengi telja. Einn frægur vatnslækningastaður er í Banda- ríkjunum; það er Hot Spring National Park í Arkansas. Sem dæmi um, hve mikið má láta sér verða úr þess konar heilsubrunnum, má geta þess, að ibúar borgar- innar eru 40 þúsund, en ferðamenn eða sjúklingar, sem þangað koma til að fá bót meina sinna, eru hvorki meira né minna en 2 milljónir. Að vísu koma ekki allir til að fá lækningu; sumir koma einungis tii þess að sjá þetta fræga „spa". Sjálfur hef ég í höndum bréf frá manni, sem taldi sig hafa fengið stórkostlega bót meina sinna í Hot Springs. Allt byggist á því, að þarna eru 47 hverir, sem bæði eru mjög heitir og vatnsmiklir, svo vatnsmagnið úr hver- unum öllum nemur eitthvað um 150—200 þúsund lítr- um á sólarhring. Það er merkilegt í þessu höfuðvígi einka- rekstursins, sem Bandaríkin eru, að þessir hverir eru ríkiseign og sér ríkið um allan rekstur vatnslækninga- stöðvanna. Hveravatninu er safnað í stóra geyma, en þaðan rennur það til vatnlækningastöðvanna, sem eru hvorki meira né minna en 17 talsins í þessari einu borg. Algengasta meðferðin er vatnsnudd með perlubaði, súrefn- isbað og margt fleira, eftir því hvað við á í hvert sinn. Vatnslækningastöðvarnar eyða þó ekki öllu heita vatn- inu; þarna er hitaveita með afgangs vatni. En fyrir utan hveravatnið eru einnig í Hot Springs kaldar uppsprettur og er dvalarsjúklingum þar í borginni oft ráðlagt að drekka kalda vatnið og fá með því bót á ýmsum melting- arsjúkdómum. Þar fyrir utan er þetta kalda vatn sett á flöskur í Hot Springs í verulegum mæli og selt bæði inn- anlandr og utan. ( Hot Springs hefur fleira verið gert til að dvalargestum geti orðið vistin ánægjuleg. Áin Quachi hefur verið stífluð og myndast við það stórt stöðuvatn. Þar er hægt að iðka margs konar vatnssport. En fyrst og fremst eru það þó hverirnir og vatnslækningarnar, sem draga fólk að staðn- um í svo stórum mæli. A þessum slóðum bjuggu Indíánar áður en hvítir menn lögðu landið undir sig. Indíánarnir vissu af langri reynslu, að heilsubót fólst í hveravatninu. Urðu stundum erjur og jafnvel bardagar milli ættflokka og fjölskyldna því allir vildu þeir eigna sér vatnið heilaga. Þeir hugsuðu sér jafnvel eftir því sem heimildir greina, að þarna væri bú- staður drottins og þess vegna væri vatnið svo heilsusam- legt. Columbus frétti af hverunum, þegar hann kom til Ameríku, en samstarfsmaður hans, Ponce de Leon, var gerður út árið 1512 til að kanna þetta vatn, sem gerði menn unga. Það var einnig Spánverji, De Sodo að nafni, sem fyrstur Evrópumanna laugaði sig í hveravatninu í Hof: Springs. Sú heilsubót, sem sumir virðast fá á vatnslækninga- stöðvum á borð við Hot Springs, minnir á kraftaverka- lækningar. Um það eru til fjöldamargar sögur, sem erfitt ei að bera brigður á. Tökum til dæmis mann, sem kom til vatnslækningastöðvarinnar svo illa á sig kominn, a6 hann gat ekki einu sinni lyft hendi til að þvo sér í framan. En eftir vatnsnudd í nokkurn tíma, gat hann lyft handlegg sinum kvalalaust og þvegið sér. Blóðþrýst- ingurinn hafði verið alltof hár og notaði maðurinn lyf til að halda honum niðri. Eftir nokkurn tíma var einnig blóðþrýstingurinn eðlilegur. Og þessi maður, sem í upp- hafi gat ekki verið hjálparlaus í vatni, gat um það er dvölinni lauk, synt drjúgan spöl. Annar fótur hans hafði verið lamaður og varð engin breyting á því, sem ekki var von. En hver eru þá efnin, sem þetta vatn inniheldur. Það hefur að sjálfsögðu verið rannsakað og ég hef séð efnagreiningu á heitu vatni og köldu frá vatnslækninga- stöðvum. Það vakti forvitni mína á samanburði við okkar islenzka hveravatn. Ég sneri mér til Rannsóknarstofn- unar iðnaðarins í Reykjavík og fékk þar greinargóða skýrslu um efnainnihald venjulegs uppsprettuvatns svo og hitaveituvatns. Eftir að hafa borið þessar skýrslur saman við hinar erlendu, komst ég að raun um, að flest sömu efnin eru í íslenzka vatninu. Ekki veit ég þó, hversu mikið magn af hverju efni ís- lenzka vatnið inniheldur, en víst er, að það er MINERAL. VATN, sem heilbrigðir jafnt sem sjúkir eiga að geta haft not af. Það bíður framtíðarinnar að setja hér upp vatnslækningastöð, íslenzkt „spa“. Gaman væri að lifa það. Líklega yrði það verkefni ríkisins að hafa for- göngu, því hér er um fjárfreka framkvæmd að ræða. Eftir að hafa lesið bréf frá Bandaríkjunum um þessi efni, og sem ég byggi ýmsar framangreindar upplýsingar á, kom mér í hug, að hentugur staður væri einmitt til í nágrenni Reykjavíkur. Þar á ég við Krýsuvík með jarðhit- ann og Kleifarvatn á næstu grösum. Við erum svo lán- söm að hafa nóg af hreinu lofti, tæru uppsprettuvatni og þar á ofan gnægð af hveravatni. Það eru gæði, sem við getum vonandi hagnýtt í ríkari mæli síðar meir. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.