Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1971, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1971, Blaðsíða 9
íí MEÐ GUÐ * I FARANGRINUM Dagurinn rann upp er ég skyldi leggja upp í hina löngu íeað. Mamma hafði sett fötin mín gulihrein og vandlega sam- anbrotin, i rauða'n kistil. Það af fatniiði mínum, sem efcki komst fyriir í kistlinum var sett í poka. Nú var komið að því að kveðja. Gudda frænika var nú flutt í anmað hús. Hún gaf mér mrillumverk til að hafa í brúðu )ak og sennilega eitthvað fleira að skilnaði. Ég kvaddi í Zoega- húsi og Pálshúsi og rólaði mér stundarkonn í garðinum á bak við húsið. Einhver gaf mér 15 aura, fyrir þá keypti ég bók- ina: Engilböm efti-r Sigur- björn Sveims'son með teikning- um eftir Jóhannes Sveinsson, (Kjarval). Þegar heim kom sagði marnima mér, að allt væri til- búið, sem ég ætti að hafa með- feirðis, hún sýndi mér ofan í kistilinn, þar var pakki, sem Marsa frænka átti að fá og súkkulaði í skrautlegum um- búðiun. „Þú átt að afhenda Mörsu þetta, svo að hún geti hitað súkkulaði á afmælinu þínu? Mamima hafði ekki verið með mér á afmælinu minu síðustu fjögur sumrin, og kanimgki hafði hún ve-rið í sveit með mér þeg- ar ég átti tveggja ára afmæli? Ég lagði Engilbömin ofan í kistilinn hjá sögum Moody’s, — Ljósgeislum (biblíumyndum) og glansmyndinni af Guði. Það hefði átt að verða góðs viti, að leggja upp í ferð með Guð í far angrinum. „Ása var að spyrja eftir þér, Skrepptu niður til hennar.“ Mamma lækkaði röddina. „Mig grunar, a® hún ætli að gefa þér eitthvað. Ef hún gerir það máttu ekki gleyma að þakka henni lifandis ósköp vel íyrir.“ Þau hefðu átt við auknefnin mín: snerill, snúður og snælda, þegar ég snaraðist niður stig- ■ amn. Frú Ása sat framan við hjómarúmið reyikjandi. „Biúndu dræsan“, Gullísa, hálflá upp við kodda og 6væfla búlduieit og syfjuleg. Leikföng voru allt í kringum hana. „Jæja, þama kemurðu þá, Snóta min. Ég ætla að gefa þér dálítið að Skilnaði." Ása tók fram ströngul, sem var — æ, hann var eiras og hrúða í laginu. „Dúkka?“ hrökik út úr mér. Var nú að rætaist heitasta óskin mín? Ása brosti og kinkaði kolli til merkis um að tilgáta mín væri rétt. Ég veit ekki hvernig ég hef iitið út, seranilega ljómað af eftirvæntingu. Ég stóð á önd- inni meðan Ása rakti umbúð- irnar utan af brúðunmi. Hún lyfti henni upp. Hvílífc skelfing! Þetta var tuslkubrúða. Höfuð, handleggir, búkur og fætur voru sniðin út í eitt úr lérefti, sem hafði verið saumað saman í einn samfelldan saum utanvert, aðeiras rauf akilin eftir, svo hafði öllum hamnum verið snúið við, brúðan þétttroðin með hálmi eða einhverju öðru, sem gerði hana harða, rauf- iirani hafði vea’ið lokað með þéttum stögum og léreftið málað með bláum litum, en svörtu um augun, málað andlit, kjusa, kjóll með ermum framan á — það, sem áttu að vera hend ur og niður sokka og skó. Hvernig hafði ég eiginiega getað búizt við, að ég fengi allt í einu þá langþráðu ósk mina uppfylla, að eignast brúðu með hreyfamlegum augnalokum, líflegum augum og liðugum limum, svo að auð- velt væri að færa haraa í föt og úr þeim? En ég hlaut að hafa vonað, verið byrjuð að hlakka til, svo mikið varð mér um að sjá þessa blámáluðu dyrgju. Ása hélt brúðunni upp fyrir framan okkur, virti hama fyrir sér, en leit ekki á mig meðan. Hún var glöð yfir gjöf sinni, hún hefur varla haft úr miiklu að spila. „Hún er snotur, finmst þér ekki? Og svo er engin hætta á því að hún brotni, þó að sikipið ruggi og hún rúlli fram úr kojunni frá þér. En það er vissara, að hún blotrai ekki milkið, því að þá gætu runmið til í henmi litirmir.“ Ása hefur liklega heyrt kjökurhljóð til mín, því að hún leit snöggt á mig og spurði: „En elsku barn, kvíðirðu svona fyriir að fara?“ „Já,“ stumdi ég upp í vand- ræðum mínum. „Láttu þá dúkkuna hugga þig“ „Já,“ sagði ég aftur og reymdi að harka af mér, svo að ég færi ekki að skæla. Ása kyssti mig, hún var orð- in hugsamdi á svip og sagði ekki fleiri lofsyrði um brúð- una. Eg er hrædd um, að ég hafi gleymt að þafcka fyrir mig og Ása eikíki mirant mig á það eins og siðurinn var með krakka, flestir létu sér annt um að þeir laerðu góða siði. Ása stakk brúðunni undir arm mér og leiddi mig að stigamum. „Hertu nú upp huganm, Snóta mín. Hver veit nema þú eignist fallegri brúðu seinma. En þú getur haft þessa fyrir kojufélaga á leiðimini norður.“ Hún kysisti mig aftur og óskaði mér góðrar ferðar. Mamma hafði brugðið sér eitthvað frá, kararaski í Lóu- bakarí til þess að kaupa eitt- hvað gott til að gefa mér með kakói. Ég lagði brúðuna frá mér við kistilimm og rölti út, nú fór ég mér hægar en þegar ég hentist niður stiganm til þess að sjá, hvað Ása ætlaði að gefa mér. Þegar mamima kom heim aftur og ég var ekki inrná hefur hún fyrst haldið, að ég væri niðni hjá Ásu og treyst herani til að sjá um, að ég slóraði ekki of lengi. Þegar ég var ekki niðri, er hún kallaði, hefur hún haldið að ég væri á óeirðar- rölti úti á stíg, hefði farið imm í eitthvert port, og hún þesis vegna ekki séð mig, þegar hún kom heim, em ég hlaut að skila mér. En brátt tók hún að ókyrr- ast, íót út á götu og kallaði á mig. Ekkert svar. Hún hljóp í næstu hús, en ég var búim að kveðja og hafði ekki komið aftur. Sá timi nálgaðist óðfluga, að farið yrði að flytja farþega á báti út í Botníu. Mamma var búin að hugsa sér að fara með allra fyrsta báti, svo að hún gæti komið mér vel fyrir, talað við samfylgdarstúlku mína og setið svo í ró hjá mér, þangað til hún yrði að fara í land. í ömgum sínum hljóp húrn upp eftir Skólavörðustíg og niður á Laugaveg, kallaði, en fékk ekkert svar. Loks datt heranii 1 hug, að fara niður á Hverfisgötu, kannski stæði ég þar við búðarglugga. En ég var hvergi sjáanleg. í ráðaléysi hljóp hún niður eftir götunmi, þá kom hún auga á mig á Arn- arhóli. Ég var með stóra-n vörad af hrafnaklukkum og hélt áfram að tína, valdi þær fallegustu, sleit þær gætilega upp og fór mér að engu óðslega. Ég varð mömmu ekki vör fyrr en hún í hendingskasti var komin alveg að mér. „Hvað ertu að gera, barn?“ varð herani að orði. Ég leit undrandi á hana. Sá hún ekki hvað ég var að gera? „Ég er að tína blóm handa þér, mamma.“ „Æ, elsku Snóta min, ósköp voru á þér að gera mig svona hrædda. Varstu búin að gleyma . . . ? Það lá nænri að við misistum af sflripinu.“ Mamima hljóp við fót heim- leiðis og háifdró mig með sér. Ég var eiras og strokufangi, íann með sjálfri mér, að ég hafði gert rangt, þó að ég íengi engar snuprur. Þegar heim kom lagði mamma hrafna- klukkuvöndinin á bekkskáp á miðloftinu. Og þar lágu þessi blóm, sem hefðu orðið okkur s\'o dýr, ef ég hefði ekki fund- izt í tæka tíð, lágu þarma eóins og hvert aranað illgresi og þorn- uðu upp. Mamma færði mig hraðhent í kápu og setti á mig húfu. Maður kom upp á loftskörína og spUrði um farangur minn, hanm ætlaði að aka hornum í hjólbörum niður á bryggju. Mamma fékk honum kistilinn. Hún leit á m;g og sagði að ég mætti halda á brúðunni mánni sjálf. „Settu heldur utan um hana og láttu hana út á hjólböruirn- ar.“ Ein mæðan eran. „Æ, Snóta mín.“ Mamma lét brúðuna oían i pokann og maðurinn kom aðra ferð upp til að sækja hann. Ása og konurnar í næstu hús- um stóðu í útidyrunum, hver hjá sér, og horfðu á þeranan litla ferðalang, sem var nœrri þvi orðiran strandaglópur. Þær kölluðu til mín kveðjuorð og velfaimaðaróskir. Unga stúlkan, sem haíði lofað að verða verndari i.iinn. á þeirri iöngu leið, sem fram undan var með tveimur skip- um og viðdvöl á Seyðisfirði, var ekki komin til sflcips. I-á tók við nýtt taugastríð. — 20. desember 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.