Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1970, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1970, Blaðsíða 3
Höf á milli okkar hér felýt ég að bíða. I nótt var svo milkill næðingur í hjarta mínu að mig ósóttu þessar hugsanir að láta einmana hnífinn gleðjast og dansa við blóð mitt láta egg hans glaða skera taugina og hann leikn sér og darnsa við blóðið láta hann glaðan fá lengur og lengur að dansa og hverfa svo í algleymi á vit blóðsins í nótt vissi ég að svona mikið er hægt að sakna þín. Höf á milli okkar hér hlýt ég að bíða fjöll á milli okfear hér himinn á mi'lli okkar. * Nína Björk Arnadóttir Svona mikið ég skilinn eftir einn og gekk ringlaður fram á snyrtiherberg ið með vasaklút til að reyna að ná einhverju af málningunni af handleggjum minum og fótleggj um. Ég mundi eftir að hafa spurt túlkinn hversu lengi ég ætti að „vera kyrr á þessu svæði, sem var tiltekið af fólk- inu“ og hann hafði aðeins end- urtekið fjórða atriði tilskip- unarinnar: „Þú verður að bíða frekari tilkynningar frá stjórninni." Ég man að ég stóð langa stund á miðju gólfi í þröngu herberginu, uppgefinn en þó var mér af einhverjum ástæð- um ómögulegt að setjast niður. Hugur minn var gersamlega tómur. Verðirnir frá skrifstofu Almannavarna fylgdust með mér úr næsta herbergi. Að sið- ustu lagði ég málningarklínd iökin á hnúskótt og óþægilegt rúmfletið, skreið undir þau og þrátt fyrir hitann og þrengsl- in í herberginu og undan- gengnar þrautir sofnaði ég fast og svaf tll morguns Það var ekki fyrr en ég vaknaði að morgni hins 19. sem ég gerði mér íyrst fulla grein fyrir hversu takmarkað athafnasvæði mitt var orðið. Það var liðinn réttur mán- urðu frá þvi að Peking-stjórn- in hafði fyrst innilokað mig á heimili mínu. Ég hafði verið allaður til utanríkisráðuneyt- isins þann 21. júlí og mér tjáð að athafnafrelsi mitt yrði takmarkað þar til frekar yrði ákveðið. Sú fangelsun var hefndarráðstöfun vegna hand- töku Hsueh Ping, blaðamanns hjá fréttastofu Nýja Kina þann 11. júlí, af hálfu yfir- valda í Hong Kong. Hsueh var sakaður um ólögleg fundar- höld í sambandi við óeirðir i nýlendunni og dæmdur í tveggja ára fangelsi. 1 nærri þrjá mánuði var mér haldið algerlega innilokuðum i klefa, sem var tveir og hálfur metri á hvorn veg auk hins að- liggjandi snyrtiherbergis. Ég fékk ekki að hreyfa mig utan hans eina einustu mínútu. Fletið sem ég svaf á var litlu styttra en sjálft herbergið sem hefur í mesta lagi verið um 6 fermetrar. Ég gat gengið inn i aðliggjandi snyrtiherbergi og salerni. Þegar ég æddi fram og aftur í æsingi er mér varð að fullu ljós aðstaða mín, komst ég að þvi að ég gat tekið átta og hálft skref frá einum vegg herbergiskytrunnar yfir að fjærsta vegg snyrtiherbergisins á milli salernisskálarinnar og baðkersins. Siðar, þegar ég gat haldið dagbók, lýsti ég „klefa“ mínum er ég sat í honum og ég læt þá lýsingu fylgja hér: „Klefinn er athyglisverður. Hann er um það bil tveir og hálfur metri á hvorn veg. Hann var ólýsan- lega skítugur og ég hef þurft að þrífa hann sjálfur með lé- legum kústi úr fínum tágum. Þegar ég sópa hann þyrlast rykið upp og leggst síðan aftur. „Á veggnum beint á móti mér þegar ég ligg á fletinu eru hin gamalkunnu kínversku rittákn fyrir slagorðið „Lengi lifi Mao Tse-tung formaður." Á dyrun- um og veggnum hinum megin við þær stendur tvitekið slag- orðið „Niður með brezka heims valdastefnu.“ Á veggnum beint á móti dyrunum er mynd af Mao og undir henni skrifað á ensku „Lengi lifi Mao formað- ur.“ Á dyrunum fram á snyrti- herbergið og á tveimur veggj- um hanga eintök af auglýsing- unrti, sem límd var á bakið á mér kvöldið, sem innrásin var gerð. Á tveimur bleikum aug- lýsingablöðum fyrir ofan rúm- fletið mitt stendur á ensku: „Þjóðir alira landa sameinizt og vinnið bug á bandarísku ár- ásarseggjunum og öllum lepp- um þeirra.“ Fleiri slagorð gegn brezkri heimsvaldastefnu eru fyrir of- an höfuð mitt og til beggja handa. Glugginn sem snýr í austur er svartmálaður og bæði hann og sá sem veit að húsa- garðinum eru negldir aftur og spýtur negldar fyrir þá að ut- anverðu. Svarta málningin ger- ir herbergin dimm og drunga- leg. Fyrstu tvo dagana fékk ég ekkert ferskt loft. Þriðja dag- inn var efri rúðan á öðrum snyrtiherbergisglugganum opn uð um nokkra sentímetra, og þetta er eina loftræstingin sem ég hef. Inn i sjálfan klefann berst ekkert hreint loft. Stundum fer ég hljóðlega upp á stól í snyrtiherberginu, reyni að vekja ekki athygli varðmannanna og legg munn- inn og nefið eins nærri glugga- rifunni og ég get til að anda að mér fersku loftinu. En ég næ ekki alla leið. Neðst á veggnum við hliðina á rúmstæð inu er letrað með bláu á ensku: „Þeim sem standa gegn Kina mun ekki vel farnast." Að þrettán dögum liönum tókst Grey, án vitneskju varð- mannanna, að komast yfir kúlu penna, og liann byrjaði á dag- bók um fangavist sína. Til von- ar og vara notaði liann hrað- ritunartákn. Hér fer á eftir út dráttur úr fyrstu köflum dag- bókarinnar. Laugardagur 16. september 1967. Veikleiki og vanmáttur hins einmana einstaklings er oröinn mér ljósari en nokkru sinni fyrr og ég sný mér oftar til Guðs en áður. Ég bið tvisvar á dag um frelsun úr þessu. Á meðal þess, sem ég hef komizt að raun um að skiptir ekki miklu máli, er mat- ur og drykkur. 1 sjálfu sér hef- ur hann enga þýðingu. Mér hef ur tekizt vel að halda lífi með lágmarks fæðumagni. Síðustu tvo dagana hef ég verið að „hugsa" gönguferð yf- ir þvert og endilangt England. Fram að þessu hef ég farið sex dagleiðir gegnum Exeter og Bristol, áð í gistihúsum og krám, ímyndað mér hvers kyns krásir og önnur ævintýri. Það er furðulegt hve mikla ánægju er hægt að hafa af því að hugsa um að maður sé að drekka heilu kollurnar af Guinnes bjór og borða heitar bollur með smjöri. Gönguferðin er orðin ijóslifandi. Ég er nærri sáttur við þá tilhugsun að hafa verið hér í fjórar vikur. Þriðjudagur, 3. október. „Dagbók örvílnunarinnar." Ég skrifa þetta sitjandi upp við dogg á fleti mínu, klædd- ur náttslopp og eftir að hafa matazt á soðnum fiski. Mér hef- ur skánað nokkuð eftir strang- an veikindadag með ofsalegan niðurgang og magasýki. 1 dag og í kvöld hef ég verið yfir- kominn af örvæntingu. Stunur um að þetta sé „helvíti á jörð“ og „lifandi dauði,“ hafa komið yfir varir mínar. Mér virðist sem ég muni aldrei sleppa úr þessu voðalega, hræðilega fangelsi. Ég finn til vanmáttar og ör- vilnunar og stundum finnst mér að ég sé i þann veginn að brjálast. Sjúkleikinn byrjaði um klukkan hálffjögur í gær- dag. Svo lá ég á fletinu lengi vel. Ég borðaði varla neitt af kvöldverðinum nema súpuna og sneið af þurru brauði, og hann lá á stólnum hjá mér alla nótt- ina. Ég lét bara fallast á rúm- ið og var á þönum fram á snyrti herbergið allt kvöldið. Ég fór að sofa i baðsloppn- um með aukateppi og varð að fara á fætur um nóttina. (Hér varð ég sem óðast að fela dag- bók og penna, því ég þóttist heyra vörðinn koma en það var misheyrn). f dag hef ég alls ekkert gengið um og þrengsli klefans urðu nærri óbærileg síðdegis, ég hef legið á rúm- inu, lesið og hugsað og tíminn hefur liðið afar hægt. Ó, Guð hvað verður um mig? Niðurlag I næsta blaði. J. nóvember 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSIN3 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.