Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1970, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1970, Blaðsíða 1
Daníel Forson Á hátindi frægðar sinnar var Charles Dickens persónugervingur fyrir virðuleik Viktoríutímabilsins, góður faðir og fyrirmyndar eiginmaður. En smám saman fór ákveðinn orðrómur að berast út . . . Charles Dickens á liátindi l'ræfaáar sniiiar 1852. A d LLA ævi leitaði Charles Dickens að hinum eina og sanna lífsförunaut. Þegar hann tók að nálgast miðjan aldur varð þessi þörf að hrein ustu ástríðu. Hann var að leita að draumsýn, en sumarið 1857 taldi hann sig hafa fundið hana — þegar fundum hans og leik- konu að nafni, Ellen Ternan bar saman. Dickens var þá hálf fimmtugur og hún var átján ára gömul. Margir karlmenn eru ásóttir slíkri þráhyggju, en Dickens var um margt ólíkur öllum öðrum. Hann var dáðasti rit- höfundur samtíðar sinnar og um »lla Evrópu voru vinsæld- ir hans fádæma miklar. í Eng- landi var hann talinn tákn um virðuleika og siðavendni Viktoríutímabilsins; lesendum fannst hann þeim ekki síður föðurlegur en níu börnum sín- um. Dickens gerði sér ljósa grein fyrir, hver ábyrgð hans var og sektarkenndin gróf um sig innra með honum. Hann sagði vini sínum, að sér væri jafnan innanbrjósts, eins og hann væri eftirlýstur af lögreglunni. Þeg- ar hann komst í kynni við Ellen Ternan fékkst loks raun hæf ástæða fyrir sektarkennd- inni. Ellen var átján ára, ári yngri en Mary, elzta dóttir hans, og jafnaldra Katey, dótt- ur hans, sem sagði síðar „fað- ir minn var eins og vitfirrtur maður þessi ár.“ f bernsku hafði Dickens iðulega fundizt sem hans nán- ustu brygðust honum, ekki sízt móðir hans. Hvað eftir annað skaut þessi beiskja upp koll- inum og hjá svipminni manni hefði þetta verið kölluð sjálfs- vorkunnsemi. Vissulega ein- kenndi þessi tilfinning fyrsta ástarævintýri hans með Maríu Beadnell, sem var dóttir vel- metins bankastjóra. Hún var grönn og lagleg, gaf Dickens óspart undir fótinn og hann var henni undirgefinn í meira lagi. ,,Ég hef aldrei elskað og mun aldrei elska aðra konu en þig.“ Um þetta leyti var Dick- ens ungur og lítt þekktur blaðamaður að brjóta sér braut og foreldrar Mariu álitu hann ekki dóttur þeirra sam- boðinn — og ekki var laust við að Maria væri í aðra rönd- ina sama sinnis. Hann hafði fundið sinn full- komna lífsförunaut og misst hann aftur. Hann gerði sér engar slíkar grillur um eiginkonu sína Catherine Hogart, sem var dóttir starfsbróður hans eins. Catherine átti fleiri systur, en hún var sú eina, sem var á hæfilegum aldri. Mary, systir hennar var fimmtán ára göm- ul og skömmu eftir giftingu þeirra fluttist hún til þeirra. Sú skipan mála vakti furðu ýmissa, en þeim þremur, sem hlut áttu að máli virtist það sjálfsagt mál og jafnvel eins og bezt væri á kosið. Ef Dickens hefur gifzt Catherine án þess að elska hana, eins og margt bendir til, er ekki neinum blöð um um það að fletta, að hann dáði Mary, systur hennar, tak- markalaust. Tveimur árum síðar, þann 7. maí 1837 voru þau að koma úr leikhúsinu, er Mary veiktist snögglega og hún gaf upp önd- ina í örmum Dickens. Ekki fer sögum af tilfinningum eða við- brögðum eiginkonu hans, en Dickens tók hring af fingri Mary og bar hann til dauða dags. Hann bað um að hljóta leg við hlið hennar í kirkju- garðinum og lét rista á leg- stein hennar: Ung var hún, fögur og göf- ug. Af mikilli miskunnsemi tók guð hana í englatölu, þegar hún var aðeins sautján ára.“ f huga hans varð Mary Hogart draumsýnin. „Ég trúi því staðfastlega og í fullri al- vöru, að jafn unaðsleg vera lrafi hvorki fyrr né síðar stig- ið fæti sínum á þessa jörð. Ég þekkti innstu hræringar hjarta hennar, þekkti gæzku hennar og mikla mildi. Hún var í ein- lægni sagt fullkomin.“ Mary Hogart varð honum fyrir- myndin að kvenlýsingum hans í mörgum sögum næstu ár á eftir. Dickens reyndi að deyfa söknuðinn með því að sökkva sér niður í vinnu. Þróttur hans og starfsorka virðist okkur með ólíkindum. Hann hóf útgáfu Dagblaðs The Daily News, hann rak vikublaðið Ilousehold Words af þvílíkum dugnaði og útsjónarsemi að Nortcliffe lá- varður kallaði hann mesta rit- stjóra allra tíma; hann barðist óþrotlega gegn óréttlæti í hvaða mynd, sem það birtist; hann gaf sig að leikhúsmálum og lék sjálfur fjölmörg hlut- verk með mestu ágætum; bréfa skriftir hans einar út af fyrir sig eru ærið ævistarf; hann ferðaðist um Frakkland, Þýzka land og Sviss og hann annað- ist fjölskyldu sína af alúð og hugulsemi — að minnsta kosti lengi framan af; og hann skrif- aði hverja skáldsöguna á fæt- ur annarri. En þrátt fyrir þetta allt gat það ekki eytt eirðarleysi hans og óróa. Hvað eftir annað gerði ófullnægja hans vart við sig í bréfum til vina hans, ekki hvað sízt til John Forster, sem skrif- aði síðar ævisögu hans og var jafnframt góður vinur hans. Árið 1854 skrifaði hann „Eirð- arleysið ásækir mig sýknt og heilagt og ég get ekki losað mig úr viðjum þess. Ef ég hefði ekki störf mín myndi ég hreinlega gefast upp.“ Árið eftir segir hann: „Hvernig stendur á því, að saknaðartil- finningin sækir svo mjög á mig, leggst á mig eins og farg. Mér finnst engu líkara en ham- ingjan hafi sneitt hjá garði mínum og ég hafi aldrei kynnzt þeim eina vin og förunaut, sem hjarta mitt þráir.“ Þann 10. febrúar 1855 skaut fortíðardraugur upp kollinum á næsta furðulegan hátt. Dick- ens var þá að búa sig undir að leggja af stað til Parísar, er honum barst bréf frá forn- vinu sinni Mariu Beadnell. „Öll liðnu árin hurfu eins og dögg fyrir sólu“ skrifaði hann aftur til hennar ,,er ég opnaði bréfið var ég haldinn sömu til- finningum og Davíð Copper- field, þegar hann var ástfang- inn í fyrsta sinn.“ Maria Bead- nell var þá gift Winter og átti tvær ungar dætur. Dickens og Catherine áttu níu börn. Komið var í kring virðu- legu kvöldverðarboði, en Dickens var of óþreyjufullur og stakk upp á að hún kæmi í heimsókn til Tavistock House, heimilis hans í Lundúnum, á sunnudegi. „Spurðu fyrst eftir Catherine og síðan eftir mér,“ skrifaði hann. „Það er því nær alveg öruggt, að þar verður þá enginn annar en ég.“ Hvers vegna tók Maria Beadnell upp á að skrifa hon- um? Hégómagirnd og forvitni vegna frægðar hans. Og við hverju bjóst Dickens. Það sem hann hitti olli honum ólýsan- legs hugarangurs. Maria Bead- nell var ekki lengur álfakropp urinn mjói, heldur feit og þén- leg miðaldra kona, skríkjandi og daðrandi og kjánaleg. Dick- ens varð furðu lostinn og þessi atburður varð til þess að sýna honum skýrar en flest annað misskunnarleysi tímans. Fyrst Maria hafði elzt hlaut hann að hafa gert það líka. Hann bar þær saman í huganum Maríu og Catherine, eiginkonu sína, og þrátt fyrir allt varð sá sam- anburður konu hans ekki í hag, og varð aðeins til að dýpka enn andúð hans á henni. Það eina, sem hún gat var að fæða börn — tíu talsins — en ein dóttirin, Dóra, dó kornurig. Auk þess missti hún nokkrum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.