Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1969, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1969, Blaðsíða 6
standa orðin „upphafning kross ins“, sem voru það uppruna- lega heiti á hátíðinni. Liðu nú níu ár og þá týndist kross- inn, þegar Arabar tóku Jerú- salem og hefir ekkert framar til hans spurzt. Áhrifin af þeim almennu mannréttindum, sem Constant- ínus keisari veitti kristnum mönnum eftir langar oggrimmi legar ofsóknir, og einnig þau tíðindi, sem um kristnina bár- ust i sambandi við fund kross- ins, leiddu til þess að kross- inn varð mjög útbreiddur í kirkjulecri list og daglcgu lífi manna. Árið 3G2 var kross sett ,ur á basiliku eina í Veróna á Ítalíu, og tekið var að móta krosstákn á slegnar myntir. Þá var einnig tekið að bera kross á langri stöng við skrúðgöng- ur. Krossmerki var höggvið inn í legsteina, málað eða skor- ið á líkkistur og einnig á marga hluti, sem notaðir voru til dag- legra þarfa. Þá var einnig tek- ið að smíða stóra krossa og reisa þá við vegamót og víðar undir berum himni. Frá upp- hafi miðalda eru enn varð- veittir sumir krossar, en aðrir hafa verið endurnýjaðir og standa enn víða úti í náttúr- unni, svo sem menn munu hafa séð, ef þeir hafa ferðazt um Norður-Ítalíu. Nálægt aldamótunum 400 skrifaði kirkjufaðirinn Chrys- ostomos: „Krossinn, sem allir höfðu eitt sinn viðbjóð á, hið bölvaða verkfæri ýtrustu refs- ingar, er nú orðið hið æski- legasta og heiðraðasta tákn. Nú Egypzt lifstákn Latneski krossmrí Þýzki krossinn Jerúsaiemskross Hugleiöingar um krossinn er það að finna hjá þjóðhöfð- ingjum og þegnum, hjá konum og körlum, hjá meyjum og hús- freyjum, frjálsum mönnum og þrælum. Alls staðar sjá menn það mikils metið og heiðrað: f húsum inni, á veggjum og þök- um, í borgum og þorpum, á torgum, meðfram vegum, i eyði mörkum, á fjöllum uppi og í dölum niðri, á eyjum hafsins og í skipum, í bókum og á vopnum. . .“ Krossinn var kominn í tízku -»og orðinn að menningarlegri táknmynd, jafnvel áður en tí- undi hver maður í Rómaveldi hafði tekið kristna trú. (Úr kirkjulistinni): Róðu- krossinn. Þeir krossar, sem í fornöld voru notaðir til að pína menn og deyða, voru ekki allir eins, heldur þvert á móti marg- breytilegir, eins og áður var frá greint. Þess vegna eru einnig krossar í kirkjulistinni margbreytilegir, enda baetast hér einnig við guðfræðilegar og listrænar kröfur og stefn- ur. f amerískri kennslubók fyr- ir lítil böm er börnunum kennt að greina á milli 6 mismunandi s gerða af krossum, og þeim er sagt hvað hinar ýmsu gerðir tákna, enda skíptir það miklu máli, til þess að þau líti ekki á krossana sem töfragripi, heldnr sem heilög tákn. f blaðagrein, sem skrifuð var fyrir norskan almenning, voru myndir af 17 mismunandi gerð- um af krossum, og fylgdu skýr- ingar með. Þó eru til miklu fleiri gerðir af krossum, svo sem keltneskir, nestórianskir og koptveskir krossar, sem ekki voru á þeinri mynd. c umir kirkjulistfræðingar telja að róðukrossinn sé há- mark í listrænni túlkun á guð- fræði krossins (theologia crucis) og meta róðukrossinn meira en alla aðra krossa, enda eru sumir þeirra mikil lista- verk. Þó eru róðukrossar ekki meðal þeirra elztu gerða af krossum, sem vér hittum fj’rir, heldur latnesku og grísku krossamir. Þá er um róðukross að ræða þegar útskorin mynd af öllum likama Jesú er áföst viS kross- inn og fest með nöglum. Þá telja sumir það róðukxoss þeg- ar lágmynd af líkama Jesú eða jafnvel máluð mynd af honum krossfestum er á krossinum. Almennt var talið að róðu- krossar væru ekki til eldri en frá 6. öld, en þeir eru til á innsiglum allt frá annarri og þriðju öld og geymdir í vest- rænium söfnnam. Jesú Kristur var uppmálaður krossfestur fyrir augum yðar, segir Páil postuli í Galatabréf- inu (3,1). Þótt PáU hafi ekki notað neina mynd, heldur að- eins munnlega lýsingu til að flytja orðið um krossinn, þá er það ljóst að hér er einmitt til- gangurinn, þæði með málverk- um af krossfestingunni og með róðukrossinum, að uppmála Jesúm Krist krossfestann, að boða hann mönnum, einnig þeg ar engin orð eru sögð. Á elztu róðukrossunum er Jesús sýndur íklæddur fótsíðri skikkju, standandi á fótbratti krossins, og er enginn þjáninga blær á andliti hans, og nynd- in sýnir hann í fullu fjöri. I þeim stíl eru margir róðukross- ar fyrstu aldimar. Á tímum Gregoríusar mikla páfa tekur róðukrossum að fjölga í kirkjum, og á 10. öld eru þeir orðnir mjög algengir, og taldir nauðsynlegir á hverju altari. Síðar var svo á- kveðið að prestur mætti ekki flytja messu nema róðukross væri á altari. Margir mótmælendur telja róðukrossinn ómissandi á altari, með því að hann minnir stöð- ugt þjónandi prest á þungamiðju fagnaðarboðskapar ins, friðþægingardauða Jesú Krists. Eftir þá vakningu, sem heil. Fransiscus frá Assisí kom af stað, urðu talverðar breytingar í kirkjulist og helgisiðum á 13. öld. Fransiscanar helguðu sig meðal annars hjúkrun sjúkra, og bæSi þeirra regla og aðrar hjúkrunarreglur tóku að gera helgimyndir í þeim tilgangi að sýna þeim sjúku hvernig Drottinn þjáðist með þeim. Mikill þjáningablær er á mynd unum, Jesús er oft sýndur með þyrnikórónu, nakinn að öðru leyti en því að um lendar hans er vafið mjóu klæði, eða klæð- ið er hnýtt á annarri mjöðm. -*■ ’-öfuðið til hægri, fætur eru lítið eitf krepptir um hnén, annar fóturinn hefir verið iagður utan á hinn og neglt er gegn um báða með ein- um nagla, svo að krossfesting- arnaglamir verða alls þrír í stað fjögurra áður. siðbótaröldinni útrýmdu reformertar kirkjur öllum sín- um róðukrossum, en margar lútherskar kirkjur héldu þeim og sömuleiðis enskair kirkjur. Lítið eitt var smíðað af nýjum róðukrossum í lútherskum sið, og þeim fer nú aftur fjölgandi í lútheirskum kirkjum. Menn þurfa ekki að fara til aimarra landa til að sjá róðu- krossa. Þeir eru til hjá oss, bæði fomir og nýir. Einn ný- legur kross er á altari Há- skólakapellunnar. Annar róðu- kross úr lútherskum sið hér á landi og nú geymdur á Þjóð- minjasafni, er kominn frá Kaldaðanesi, þangað gefinn af sr. Halldóri Jónssyni einhvern tíma á milli 1670 og 1678. Um þennan kross segir Kristján Eldjárn þjóðminja- vörður, nú forseti íslands, á þessa leið, í bók sinrd, „Hundr- að ár í þjóðminjasafni”, 17. kafla: „Krossinn er 156 cm á hæð, en Kristslíkneskið eða róðan, er þó nokkru lægri, hvort tveggja er skorið út úr valinni eik. Efst á krossinum er útskorið spjald með I.N.R.I., svo sem venja er, Iesus Nazar- enus Rex Judæorum, en róðan er heilskorin og gerð að gotneskum hætti; Kristur hang- ir á handleggjunum, fætur krepptir um hnén, einn nagli gegnum báðar ristar, opið sár á hægri síðu, höfuð hallt til hægri og augun nær lokuð. Lendaklæðið er með stórum hnút á vinstri mjöðm”. Tilgangur róðukrossa er að benda á friðinn í þjáningunni. Svo segir í sálmi eftir Frey- stein Gunnarsson: Sjáið manninn, hrjáðan, hæddan himins æðsta kærleik gæddan, bera þyngstan kvala kross. Grátið heitum hryggðar tárum, hann sem nístur banasárum, gefur lífið öllum oss. Drúpir höfði á krossi Kristur, kærsti og hezti er sonur misstur, vafinn djúpri dauðans ró. Drottinn friðar, lífsins ljómi lostinn hörðum refsidómi, kvalinn sárt á krossi dó. Krossfáninn. ,,Sjáið krossins fána, kannist djarft við það, að þér krossins séuð menn” segir sr. Friðrik Friðriksson í einum æskulýðs- sálmi. Og í öðrum sálmi segir: „Sjáið merkið, Kristur kallar, krossins tákn hann ber”. — Við hvaða merki á hér sálmaskáld- ið? Er nokkuð til sem kallast krossins fáni — og hvað er þá helzt um hann að segja? Um krossfána getur í mjög fornum heimildum frá kirkju- feðrum nálægt aldamótum ann- arrar og þriðju aldar (Mimici us Felix, d. um 225). Lítill latneskur kross er efst á langri stöng, en áfast við stöngina ar flagg, hvítt að lit, með rauðum krossi. í kirkju- list nútímans má oft sjá mynd af hvítu lambi, en lambið horf- ir aftur fyrir sig, beygir vinstri framfót aftur og upp á við, og heldur þannig stönginni með krossfánanum, svo að fáninn blaktir yfir hrygg lambsins aftanverðum. Krossfáni lambs- ins hefir hlotið nafnið páska- flagg eða gunnfáni páskanna. Lambið táknar hér Krist upp- risinn, og krossfáninn er sig- urtákn hans. í þessum fána kemur fram allt önnur hlið á merkingu krossins, en sú, sem áður var rædd. Róðukrossinn tilheyrir föstudeginum langa, en krossins fáni er merki pásk- anna og sigursællar upprisu Drottins. 1. apókryfu guðspjalli frá fjórðu öld, er nefnist Nikodem- usarguðspjall, segir að Jesús hafi stigið niður til Heljar með páskafánann. í Op. 17,14 segir á þessa leið: Þessir munu heyja stríð við Lambið, og Lambið mun sigra þá, því það er Drott- inn drottnanna og Konungur konunganna. Myndin af lambinu með sig- urfánann, lambinu, sem horfir aftur, líkt og það sé að bíða eftir öðrum lömbum, heíur þann tilgang að minna oss á orð Jesú: Fylg þú mér! Margt fleira mætti segja um lambið með krossfánann, en það verður hér ekki gert, held ur mun reynt að beina hugan- um að krossins fána og staldra við á nokkrum stöðum í ald- anna rás. Áður var getið um þann kross, sem Constantínus keisari sá í vitrun og setti í ríkisfána sinn. Sumir álíta þó að hann hafi notað Ch-R merk- ið, það er fangamark Krists í fánann, en þetta merki er al- gengt í kirkjulistinnL Aðrir telja að hann hafi notað latneskan eða grískan kross í fánann, og vel er hugsanlegt að um einhvers konar sam- tengingu hafi verið að ræða. Þegar aldir Uðu, grelnðust sumar gerðir krossfánans alveg frá lamhinu, komust inn í menninguna og urðu óháðar kirkjulistinni og fagnaðarboð- skapnum. Krossferðir hefjast í lok 11. aldar, eins og almennt er kuin.nugt. Síðustu ár þeirrar aldar taka krossfarar að sauma rauðan kross á hægri öxl yfir- hafna sinna, til merkis uan að þeir ætli í herferð til að vinma Landið helga úr höndum Araba. Sögu krossferðanma geta allir lesið í menningair- eða mannkynssögu. Um tveggja alda skeið fengu páfar og fleiri kirkjuhöfðingjair því til vegar komið að konumgair og hertog- ar fóru með heri sína urndir fánum krossins í miklar her- ferðir í margvís'legum tilgangi. Hvemig þessi sterka og undar- lega hreyfing var notuð og mis- notuð, er almennt kunnugt, en sjaldan rétt metið. Suroar krossferðir voru faraar til að kristna heiðnar þjóðir, svo sem Venda, Prússa og Finna. Göm- ud helgisögm segir að í einmi alíkri ferð hafi Dannebrog komið svífandi niður frá himni til hermamma Danakon- un,gs, þegar þeir voru í miklum þremginguiir.. Um leið og kross- fáninm kom svífamdi niður, heyrðu hermennimir raust, sem gaf þeim heit um fuill'kom- inm sigur í hvert sinm, sem þeir lyftu þessum fána andspænis óvinum símum. Þefcta var, eins og kuinmiugt er, á krossferða- tímanum. Enn í dag stendur Vít usmessa í almanaki voru þann 15. júní, en sagan segir að á þeim degi hafi Damir sigrað í bardaga gegn ofurefli liiðs á undursaiml'egan hátL Venja er að telja að þetta hafi gerzt ár- ið 1219. En ranimsóknir hafa sýnt að Dannebrog hefir verið notað sem konungsrflagg fyrir þann tíma. Eitthvað raun.veru- legt býr á bak við helgisögrt- inia, Einn danskur sagmfræð- ingur segir á þessa leið: „Það gat ekki verið hrein tilviljum i glumdroða orrustu, sem fékk bláa og gula ljóna- flaggið til að víkja uim alla framtíð fyrir rauðuim og hvítum krossfána” (Sal. kom,v.). En hvað gerðist í raun og veru, sem fékk Dand til að gera kirkjulegan krossfáma að kon- ungsfánia og þjóðfána? Það veiit enginn. Sagnfræðingar hafa lengi haldið að einhver páfi hafi sent Dönum vígðam krosis- fána, því vitað er að páfacnir gerðu það, bæði 4 krossfeTða- tímunum og öldum áður, t.d. á K arlun gatí m ab iliriu. Hvert mannsbam á íslandi veit hvernig Damnebrog lítur út, enda hefir þjóð vor lengi lifað undir þeim fána, og líka frsendur vorir, Norðmemn. Danska flaggið telst elzti þjóð- fáni heims af þeim, sem nú eru. Önnur Norðurlandaflögg eru líka krossfánar, sömuleiðis svissneski fáninn og allmörg fiögg ömnuir. En sá er aðalmuin- urinn á svissmieska fánanum og þeim danska, að á þeim fyrr- greinda er gTÍskur kross í miðju og rauði dúkuirinin mynd- ar eina heild, en latneskur kross í danska fánarauim skipt- ir rauða flaggdúknuim í fjóra hluta. Á gömiiu dönsku kalk- miálverki frá 15. öld er till mynd af Knáti helga hertcyga, Fnaanih. á bls. 29 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. desember 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.