Morgunblaðið - 04.01.1969, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.01.1969, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JAN'ÚAR 1969 5 Loch Ness skrímslið ,sást' á bergmálsmælum MORG blöð hafa flutt sögur af skrímslinu í Locli Ness og oft hafa það verið æsifréttir sem fáir taka mark á. En eng- um dettur í hug að efast um heiðarleika síðasta blaðsins, sem gerði þetta að greinar- efni, því það er ekki ómerk- ara rit en „New Scientist", mjög virt brezkt visindarit. Það voru líka virtir brezkir vísindamenn sem skrifuðu greinina og þeir eru á þeirri skoðun, að ekki einungis sé það staðreynd að skrímsli hafist við í Loch Ness, heldur „búi þar“ að öilum líkindum fleiri en eitt. Þessir vísindamenn eru frá Birmingham-thásikóla og þeir ákváðu að taka vísindin í þjónustu sína til að kanna hvont þessi þjóðsaga frá sjöttu öld hefði við einhver rök að styðjant. í desember síðastliðnum hei.ml3Óttu þeir því Ix>ch Ness, klyfjaðir alls kvns mæli- og leibartækjum, m.a. fullkomnu bergm<áls-leit- artæki (ekki ósvipað Astik- tækjum ísl. síldveiðibóta). Vísindamennirnir sendu há- tíðnihljóðbyilgjur gegnum vatnið og fengu bergmál frá „stóruim hlutum á hreyfingu" sem D. Gordon Tucker, raf- magnsverkfræðingur, sagði að væru örugglega frá stórum dýrum. Eitt dýranna, sem þeir töldu vera nokikurra metra langt, hreyfði sig áfram með um 117 mílna hraða og þeg- ar það stakk sér dýpra, kaifaði það með um 4ö0 feta hraða á mínútu. Það útaf fyrir sig gerir það ólíklegt að um fiska sé að ræða. Vísinda- miennirnir fengu einnig berg- mál frá tveimur öðrum dýr- um sem fóru sér haegiar. • * * ■ - -V.... | fip ■'V Þessi mynd (tekin 1934) er sögð sýna Loch Ness skrímslið. Þessar vísindarannisóknir blása nýju lífi í þjóðsöguna um skrímslið í Lotíh Ness, sem rekja má aillt aftur til sjöttu aldár. í sögnum frá því tímabiii var talað um skrímsl,i sem hrakið var á brott með bæn- um. Neade, eins og þeir sem búa í niánd við vatnið kalla skrímslið, hefur verið í sviðs- ljósinu öðru hvoru æ síðan. Sögur segja að það hafi drep- ið einn mann, sézt synda í yfir borðinu og jafnvel taka sér sólbað á ströndinni. Einn skelfingu lostinn ferðamaður kom jafnivel til lögreglunnar og eagði, að Nessie hetfði hlaupið yfir veginn fyrir fram an bílinn hans. Lögreg'lan fór á staðinn og þegar gríðarstór fótspor fundust, streymdu fréttamenn og lijósmiyndarar að vatninu. Það kom þó ffljót- lega í ljós, að einhver hrekkja lómur hafði notað uppistopp- aða fllóðhestaifætur til að gera sporin. Árið 1962 var stötfnað sér- stakt félag, sem hatfði það verkefni að rannsaka niður í kjölinn allar tsagnir um skrímslið og ná myndum af því. Margar og mismunandi ljósmyndir hafa verið teknar, en engin þeirra hefur öðlast jafnmikla frægð og mynd sem skurðlæknir nökkur tók árið Franihald á bls. 17 Síldveiðar Norð- manna cxrið 1968 400.000 tonn síldarmjöl og 230.000 tonn af síldarlýsi Bergen, 2. janúar NTB. HEILDARFRAMLEIÐSLA Norð- manna á síldarmjöli á sl. ári var um 400.000 tonn að verðmælti um 450 millj. norskrar kr. og fram- leiðslan á sildarlýsi varð nær 230.000 tonn að verðmæti um það bil 10 millj. norskar kr. Kemur þetta fram í viðtali í blaðinu Fiskaren við Carl Amesen fram- kvæmdatjóra hjá Norsildmel. Þar segir Arnesen enntfremiur að framleiðsla Norðmanna á síld- Orðuveitingnr Forsetn íslunds í fréttatilkynninigu frá skrif- stofu Forseta íslands í gær segir svo: „Forseti íslands hefur í dag sæmt eftirtalda íslendinga heið- ursmerkjum hinnar íslenzku fálkaorðu: Árna Pálsson, fyrrv. yfirverk- fræðing, stórriddarakrossi, fyrir verktfræðistörf. Einar B. Guðmundsson, hæsta- réttarlögmann, stórriddarakrossi, fyrir stöitf í þágu viðskipta- og samgöngumála. Bjama Ingimarsson, skipstjóra, riddarakrossi, fyrir skipstjómar- störf. Eyþór Stefánisson, tónskáld, riddarakrossi, fyrir störf að tón- listar- og leiklisitarmálum. Séra Jón Þorvarðarson, ridd- arakrossi, fyrir embættisstörf. Pálma Einarsson, fyrrv. land- námsstjóra, riddarakrossi, fyrir störf að landibúnaðarmálum. Frú Sigríði J. Magnússon, ridd- arakrossi, fyrir störf að félags- málum kvenna. Dr. Sigurð Samúelsson, prótfess or, riddarakrossi, fyrir störf á sviði heilbrigðismála. Sigurgeir Sigurjónsson, hæsta- réttarlögmann, riddarakposii, tfyrir störtf að mannréttindamái- um á vegum Evrópurá'ðsins. Þórð Runólfsson, öryggismála- stjóra, riddarakrossi, fyrir sitörf á sviði öryggismála. Reykjavik, 1. janúar 1969.“ armjöli og síldarlýsi í heild hafi verið minni 1968 en búizt hatfð verið við. — Sildarmjölstfram- leiðsla okkar er um 660.000 tonr um minni en árið á undan og framleiðslan á síldarlýsi um 100.000 tonnum minni. Árið 1067 varð metár, en þá hafði fram- leiðslan aukizt í mörg ár, og við höfðum byggt sölustarfsemina á því, að við myndum ná sama magni 1968 einlj og 1967, sagði Arnesen. Orsökin til þess, að framíleiðsl- an minnkaði, var fyrst og fremst sú, að vetrarsíldveiðarnar brugð ust, en það leiddi til þess, að ertfiðleikar urðu á að uppfylla gerða samninga. Listdunskynning í bnmhnlds- skólum AÐALFUNDUR Félags ísl. list- dansara var haldinn sunnudag- inn 15. desember s.l. Starfsemi félagsins hefur ver- ið með miklum blóma ol. ár. í tilefni af 40 ára afmæli Banda- lags ísl. listamanna, var settur upp á vegum félagsins ballettinn „Frostrósir“, eftir Ingilbjörgu Björnsdóttur, við tónlist Magnús ar Blöndals JÓhannssonar. Ball- ett þessi var sýndur í Þjóðleik- húsinu, og einnig í sjónvarpinu. í fyrsta skipti í sögu félagsins, (sem stofnað var árið 1947), hlaut einn af meðlimum 'þess lista- mannalaun, en það er frú Sigríð- ur Ármann, einn atf stofnendum Félags ísl listdansara, og for- maður í 15 ár. Á fundinum var samþykkt, að Fél. ísl. listdansara beiti sér fyrir listdanskynningu í framhalds- skólum. Stjórn félagsins skipa: Irtgi- bjöng Björnsdóttir, formaður Edda Stíheving, ritari og Ingunn Jensdóttir, gjaldkeri. Meðstjórn- endur eru Guðbjörg Björgvins- dóttir og Lilja Hallgrímsdóttir. Umboð happdrættis SlBS Bimuii :i|iHii|ÚÚÍÍii| AÐALUMBOÐIÐ AUSTURSTRÆTI 6, Reykjayik AÐALUMBOÐIÐ AUSTURSTRÆTI 6, sími 23130 HALLDÓRA ÓLAFSDÓTTIR, Grettisgötu 26, sími 13665 VERZLUNIN ROÐI, Laugavegi 74, sími 15455 BENZÍNSALA HREYFILS, Hlemmtorgi, sími 19632 SKRIFSTOFA SÍBS, Bræðraborgarstíg 9, sími 22150 Kópavogur GUÐMUNDUR M. ÞÓRÐARSON, Litaskálanum, sími 40810 Hafnarfjörður FÉLAGIÐ BERKLAVÖRN, afgreiðsla í Sjúkrasamlagi Hafnarfjarðar, sími 50366 Mosfellssveit FÉLAGIÐ SJÁLFSVÖRN, Reykjalundi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.