Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1969, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1969, Blaðsíða 5
Ég man ekki hvað ég hugs- aði meðan hún sagði þetta a'llt- saman. En sú var aldeilis iLl. Mig langaði til að segja, að ég elskaði hana, að hún hefði meira að segja fallega rödd, þegar hún væri reið. En ég hætti við að ségja þetta, það hefði ekki fallið í góðan jarðveg. Ég ákvað að segja hennd það síðar. „Hvernig heldur þú að það hafi verið fyrir mig, að standa hérna, einsog argasta fífl, og híða eftir þér, sjálfum gest- gjafanum?" Mig langaði að segja, að þetta hefði aldrei verið góð hugmynd að bjóða þessu fóTki í coctailboð, en hélt aftur af mér. Hún hélt áfram: „Átti ég að segja gestunum, að þú værir að öllum líkindum á reiðhjóli einhversstaðar í buskanum?“ Svo gaf hún sér tíma til að anda, og sagði síðan ískyggi- lega ákveðinni röddu: „John, þú verður að koma hingað, þeg- ar í stað. Þú segir bara, ef einhver spyr þig hvar þig hafi dvalið, að þú hafir lent í á- rekstri. Eða skrökvaðu bara einhverju. En þú kemur karl- inn.“ Köldum og ógeðfelldum svita sló útum líkama minn. Ég var einmitt að hlakka yf- ir, að sleppa við þá andstyggi- legu skyldu, að samtala við þetta fólk. Hver skollann átti ég að taka til bragðs. „En Anna, það er orðið áliðið", sagði ég. Anna hrópaði (leiðinda siður að hrópa í síma): „Þú kemur eða ég tala aldrei framar við þig.“ Svo skellti hún á. Hver fjandinn, hugsaði ég. Það var ekki um annað að gera en hypja sig. Ég kallaði á þjónuistustiílkiuna. „Viltu vera væn, láta renna í baðið, finna smóking og skyrtu, og allt þetta dót, þér vitið.“ „Ungfrú Anna sagði, að ég ætti að láta yður koma, eins og þér stæðuð." „Jæja, sagði Anna það“. Ég hugsaði um hve reið Anna var. Örskamma stund. Svo sagði ég: „Gott og vel, gott og vel. Ég fer þá. Einsog ég stend.“ Ég hljóp út á götuna og veif- aði leigubil. Leigubílstjórinn líktist Adólfi Hitler einsog tveir ljósastaurar hvor öðrum, það vantaði aðeins skegghýjunginn á efri vörinia. Mér þótti þetta afar kynd- ugt, fór að skellihlægja. Hann leit aftur og spurði hvað væri svona fyndið. Ég sagði, að hann væri fynd inn. Hann horfði á mig nokkur andartök, brosti svo óöruggu brosi. Ég sá mér til skemmtunar, að hann virti mig fyrir sér í spegl inum. Þetta eru mjög eðlíleg við- brögð. Fólk heldur oft, að það sé með svartan blett á nefinu, ef hlegið er að þvi. Ég skellihló. Svo spurði ég hann: „Bfl- stjóri, getur maður orðið grá- hærður á einni nóttu?“ „Ha“, hváði hann og leit við. „Ég veit nú ekki, sagði hann síðan íbygginn, „allavega hef ég aldrei heyrt þess getið.“ „Ekki heldur ég, ekki fyrr en í morgun. Þá vaknaði ég gráhærður. Veiztu annars hvernig litt hár ég hafði áð- ur?“ „Nei“, sagði hann fýldur. „Ég hafði rautt hár. Einsog Van Gogh“. „Hver er það nú?“ „Van Gogh?“ „Já“. „Hann er einn af þessum nýju forsetum í Afríkunni. Skar af sér annað eyrað.“ Hann yppti öx*lum. Hann var að mínu viti. Ég sagði: „Mér 'líkar vel við þig, til fjandans með Van Gogh“, og sló á axlimar á honum. Hann leit á mig einsog hann hefði alltaf grunað að ég væri hómósexúal. „Getur þú annars sagt mér, hversvegna blómin deyja á vet urna“, spurði ég? Hann leit aftur uim öxl. Sýni- lega að verða þreyttur á mér. Fólk verður alltaf þreytt á manni, ef maður spyr. „Nú þau bara deyja ... “, svo þagnaði hann. „Vegna þess þá er of kalt fyrir þau“, hélt hann áfram. „En hversvegna deyja þá ekki trén“, spurði ég. Hann var bersýnilega að missa þo'linmæð- ina. Það sé ég alltaf á roðan- um, sem danisar undir húðinni. Við gagnaugun. „Nú bara vegna þess ....“, hann strandaði. „Hversvegna?“ hváði ég. „Þegið þér. Þegið þér. Leyf- ið mér að tala án þess þér gríp- ið sífellt fram í“, sagði hann. „En ég gríp alls ekki fram í“, ég var særður. „En núna, nú gripuð þér fram í,“ hrópaði hann. „Vitleysa“, sagði ég, „klára vitleysa." „Víst grípið þér fram í. Nú öskraði hann framan í mig. Það er ekki gott. Þegar fólk öskrar. Slæmt fyrir tauga- kerfið. Afleitt. Hann hafði snú ið sér alveg aftur. Ég var með lífið í lúkunum. Fíflið gat ekið á næsta ljósastaur, steindrep- ið okkur báða. Skyndilega snarbremsaði hann bílnum, hrópaði: „Út. Út. Ég rifst aldrei við reiða menn. Það er ein af mínum föstu og óhagganlegu megin- reglum. Ég sté út. Hann öskraði rauð- ur og þrútinn í framan: „Vegna þess blóm eru ekki tré, og tré ekki blóm. Einsog það væru einhver ný sannindi. Svo ók hann á brott. Reið sál. Ég veifaði öðrum bíl. Komst slysalaust á ákvörðunarstað. Blómunum sé lof. Fuglunum sé lof. Þegar ég hafði borgað bíl- stjóranum gekk ég inn í bygg- inguna. Tók lyftuna upp. Ekki þannig að skilja að ég sé yfir mig hrifinn af lyftum. Öðru nær. En ég þurfti 23 hæð- ir upp. Nennti hreinlega ekki að ganga. Við vorum tvö í lyftunni. Auðvitað ég og feitlagin kona. Hún hafði hatt á höfðinu. Hann leit út álíkastur blóma- beði sem tekið hefur verið upp í heilu lagi Líklega 58 ára göm- ul. Hún glápti stanzlaust á mig. Það byrjaði að fara í taugarn- ar á mér: fó'lk á ekki að glápa svona. Loks gat ég ekki orða bundizt: „Hversvegna horfið þér þannig á mig frú? Hann kipptist við. „Ég fulllvissa yður um að ég horfði alls ekki á yður. Hvílík fjarstæða. Ég vissi að hún laug vísvitandi. „Það er ósatt, sagði ég, þér gláptuð á fæturna á mér. Það kom fát á hana. „ÉG fullvissa ... „Þér getið fullvissað alla aðra en mig, sagði ég, „þér haldið kannski, að það sé ein- hverskonar leikur að hafa tré- fót, bara hreint gamanmál. Eða háldið þér sú tilfinning sé á einhvern hátt hlægfleg að vakna gráhærður og hafa geng- ið tfl hvílu með rautt hár. Rautt einsog Van Gogh heit- inn. Konan glápti á hárið á mér. Hversvegna þarf fólk líka allt- af að glápa og þrástara. Síð- an tók hún aftur fæturna til rannsóknar. Þá stöðvaði hún lyftuna með neyðarbremsunm, og hljóp út, án þess að líta um öxl. Mér var dillað, þó ég væri sárgramur. Ég þrýsti á hnapp inn og hélt áfraim upp á 23. hæð. Alllt var þar nákvæmlega eins og ég hafði búizt við. Yf- irfullt af fólki, sem ráfaði fram og aftur. Loftið mengað pör- fjúmstink og reykjarsvælu, á- samt dágóðum skömmtum af svitalykt og vínlykt. Ég ruddi mér braut að barn- um. Setti mig upp á einn af þessum meistaralega úthugsuðu barstólum, sem maður rennur jafnóðum niðraf einisog leys- íngasnjór. Ég bað um vatnsglas. Barþjónninn var eitt þessara stóru svolalegu prumphænsna, sem hafa gaman af að halda ketti nágrannans uppi á skott- inu. Hann hló. „Vatnsglas, át hann eftir mér, þetta er sá bezti sem ég hef heyrt í dag, trúði hann mér fyrir. Síðan skeltti hann einhverri voðalegri blöndu á borðið fyr- ir framan mig. „Þetta er sérstakur cocktaill sem ég hef sjálfur fundið upp, hvíslaði hann, einsog um hern- aðarleyndarmál væri að ræða. „Má ég biðja um eitt vatns- glas, endurtók ég. Hann glápti svolítið á mig tregum og heimskuiegum glyrnum. Sagði Framhald á bls. 15 4. mai 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.