Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1967, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1967, Blaðsíða 5
Er hann kannski ekki smartur? Og hún verður dálítið ógn- vekjandi á svipinn. — Og hvað er að sjá á þér augun? — Nú þau eru bara eins og augun í þér, nema bara miklu fallegri, svarar stelpan. Henni verður orðfall. Hún vísar barninu inn í stofuna og segir henni, að hún megi setj- ast í stólinn við gluggann. — Heyrðu frænka, segir stelpan eftir þögn, — ég held bara þér lítist ekki á mig. — Mikil ósköp, segir hún og getur ekki annað en brosað. — Ég átti bara von á þér öðru- vísi — líkari því sem þú varst. — Maðux þroskast náttúru- lega á þessum aldri. — Já mikil ósköp, segir hún. Þögn. — Þetta er tízkan í dag, seg- ij stelpan. — Já, en þú ert nú svo ung — — Það er nú emmitt stæll- inn. — Ég er líklega orðin. gömul, segir hún þá. Og það verður aftur þögn. — Gettu hvað ég er gömul. — Þú ert nú ekki nema þrettán ára, segir hún hógvær. — Ég verð fjórtán í næsta mánuði. — Það er nú enginn aldur, dirfist hún að segja. — Enginn aldur? Það er sko aldurinn! — Jahérna, segir hún öld- ungis hlessa. — Ertu ekki sv'öng, lambið mitt? — Alveg glor, segir stelpan og faer sér sígarettu úr ráp- tuðrunni. Hún kemur ekki upp nokkru orði, hún starir bara á barnið svolgra í sig reykinn. Líklega er það satt sem þessi útlendi prédikari segir, að heimsendir sé í nánd. Og stelpan brosir blíðlega framan í hana og kveðst alltaf vera reyna að hætta. — Guð hjá'lpi þér barn, er það eina sem hún getur sagt, og hún flýtir sér fram í eld- hús til þess að þurfa ekki horfa á þessi ósköp. Stelpan gengur um stofuna með fagmannssvip og skoðar dótið, sem frænka hennar á. Endrum og eins fær hún sér 10. september 1967 -------------- smók, handfjallar ýmsa hluti, setur stút á munninn og yppt- ir öxlum. Hún skoðar mynd- irnar á veggjunum, rammarn- ir hljóta að vera ógurlega dýr- ir, hugsar hún. Og þarna er lít- ill spegill í ferlega skraut/legri umgerð, og hún horfir í hann: hún lítur bara út einsog dauð prinsessa frá Egyptalandi. Hún fær sér smók og einblínir á sjálfa sig. Svo byrja augun allt í einu að hlæja, og síðan munn- urinn. — Hvað er svona hlægilegt, lambið mitt, heyrir hún sagt fyrir aftan sig. — Ég sjálf, segir stelpan og drepur í sígarettunni og rekur sig um leið í skál, sem dettur á gólfið og brotnar. — Mikið þó djöfull, verður henni að orði og bætir svo við, blíð á svipinn: — Fyrirgefðu, frækna mín. Hún horfir á brotin á gólf- inu, síðan á stelpuna, sem stendur þarna innskeif og næst- um því munnlaus og með stór sakleysisleg augu, sem bíða þess að öðlast fyrirgefningu. — Hann Phi'lip sendi mér þessa skál — hún er úr postu- líni, segir hún loks og fer fram. — Láttu mig gera þetta, seg- ir stelpan og þrífur af henni fægiskúffuna og sópinn. — Hver er hann, þessi Phii- ip? — Enskur vinur minn. Stelpan blimskakkar augun- um snöggt a .rænku sina og er undirfurð aieg á sv.pinn — Ef þetts befði ekki verið gjöf frá honum — sjáðu, þarna er mynd af honum. Þetta er lítil Ijósmynd í silf- urlituðum ramma af löngum manni með langt andlit og þunnt hár. Hann hefur aðra höndina í jakkavasanum og brosir. —Ég tók þessa mynd sjálf í garðinum mínum. Og nú finnst stelpunni hún allt í einu skilja frænku sína svo óskaplega vel. — Mér þykir þetta alveg hræðilega leiðinlegt. — Við tölum ekki meira um þetta, segir hún, ekki óvin- gjarnlega. Þær borða súpuna þegjandi. Loks segir stelpan: — Hvað hefurðu sofið hjá mörgum karlmönnum um ævina, frænka? Þögn. Hún grúfir sig yfir diskinn, og enn einusinni þýtur blóð- ið fram í and'lit hennar. Hún verður að gæta sín á því a’ð henni svelgist ekki á súpunni. Stelpan gýtur til hennar aug- unum og á bágt með að hemja sig. — Hvað segirðu barn, segir hún loks. — Hjá hvað mörgum karl- mönnum? Aftur þögn. Bara hún vissi hvernig hún ætti að svara þessu. — Ég hef nú ekki sofið nema hjá einum, segir stelpan til þess að leiða frænku sína úr klípunni, og það var ekki laust við að hún væri skömmustu- leg. — En ég er nú ekki gömul, einsog þú sagðir sjálf. Kannski einum og hálfum, ef það fyrsta er talið með. Þú hefur nú áreið- anlega ekki staðið þig betur á mínum aldri. Hún kemur ekki upp nokkru orði, enda veit hún ekki hvað hún á að segja. — Þetta geta nú varla tal- izt alvörukarlmenn, segir stelpan og reynir að draga í land, því að hún er farin að kenna í brjóst um frænku sína. — Ég sagði nú bara svona til að segja eitthvað. Hún lítur upp og horfir biðj- andi á systurdóttur sína. — Þetta er fín súpa, segir stelpan, og það var engu lík- ara en hún meinti það. Svo skoðar hún diskinn sinn og segir: — Óskaplega eru þetta fall- egir diskar. — Þeir voru keyptir í tilefni af konungskomunni — þeir eru úr postulíni, svarar hún lágt og úti á þekju. — Kum kóngurinn hingað, spyr stelpar, hissa. — Það var fyrir þitt minni, svarar hún. — Hvaða kóngur var það? — Kóngurinn af Damnörk. — Hann Friðrik? — Kriistján X. Stelpan er hreykin af frænku Hún starir á barnið svolgra í sig reykinn Líklega er það satt sem þessi útlendi prédikari segir, að heimsendir sé í nánd sinni, og hún er handviss um að hún hafi sofið hjá mörgum, þótt hún vilji ekki mikið um það tala. Bezt gæti hún trúa'ð því, að hún hafi sofið hjá sjálf- um kónginum. Hún lítur rann- sakandi á frænku sína, en þor- ir ekki að hafa orð á þessu — ekki strax. — Var hann sætur? — Hver? — Kóngurinn. — Þetta var myndanmaður. Og þaö voiru ým'sir menn með hofnum, sem gáfu honum ekki eft'ir í útiiti. Stelpan horfir spennit á frænku sína. Hún bíður. — Ég fór til Rteykj avíkur' tdl þess að sjá hann. Það verður stutt þögn. — Þeiir litu alliir við, þegar ég gekk framhjá þeim- Hún mdssti þetta út úr sér. Þá var ég nú líikia með ljó'aguit hár niður á bak og efctai tennur. Stelpunmi stekkur e'kki bros á vör. Hún bíðuT aðeims í of- væná. — Það var sagt að ég befði mjósta mittið í bænum, en þetta var nú bara það seim fólk talaði um. Auðvitað hefur einhver haft mjórira mitti. — Ekki trúi ég því, segir stelpan sannfærandi. — Það var Hka sagt að aug- un í mér væru svo kókétt, oig svo hafði ég spékoppat, sem komu í ljós þegar ég brosti. — „Kófcétt", hvað er það? — Það er sivona ei’ginliega — ástleitin, segir hún og flissar eins og ung stúlka. Og þær flissa báðar. — Þú hlýtur að haífa sofið hjá miörgum, segir stelpan með s a n nftæ r iln g a rik r af t i- Og það verður ný þöign. Og hútn grúfir sig atftur ytfir disk- inn, og henni finnst kdnnarnar brenna. Stelpunni er nú ljóst, að húin hefur hiaupið á sig. — Þetta var náttúrulega allt öðruvísi þá, seigir hún tát þess að seigj a eitthvað. — Ungar stúlkur sváfu ekki hjá karlmönnum. Þessu trúir stelpan rétt mátu- ---------------- LESBÓK POSTULIN EFTIR ODD BJÖRNSSON lega, en segir ekkert nema ein- lægnin- — Þú ert svo skemmti- leg. Stutt þögn. — Stundum komu skip í kurtei'sásiheimsókn. Frönsk, ensk, mor'sk eða dönsk. Þá varð maðu'r að gæta sín að fara ekki útfyrir hússins dyr. — Hversvegna? spyr stelp- an með fullan munninn- — Þeir urðu ailveg vitlaU'SÍT ef þeir sáu fallega stúlku. Og ég var svona í auigunutm, pabbr- sagði að það væri meðfætt. Svo þú getur nú bara ímynda'ð þér, hvernig þeiim hefði orðið við. Hún hikar. — Einusinni var ég nú samt femgin til að mæta í veizlu í einu skipinu, þetta var stórt seglskip og hét La faíhle. Bæjairistjórnin vildi endil'ega safna saman falleg- asta kvenfóikinu í bænum, til að sýnv. þeim hvernig íslenzkar konur litu út. Auðvitáð litu þær alls ekki svona út. Ég lét loks'ims tilleiðaist, eftir að peir höfðu lofað því að ábyrgjast öryggi mitt. Þett'a votu aJit saiman svo dannaði'r menn, í rauninni mikliu kurtedisari en ísilenzkir karimenn. Hún lítur á steljpuma, sem borðar og hlustar með athygid. — Ég gleymi' víst aldrei augnaráiðiinu, sem kafteinninn semdi mér' . . — Nú kemur það, hugsar stelpan með sér, en gætir sin Jð segja ekki neitt. — Mér var boðið koniak, en ég saigði neitakk. Nú blösikrar stelpunni, en húin lætur á engu bera. — Ég gleymi því eikki, þegar ég horfði á skipið sigla út fjörð- imn, og kvöldsólin roðaiði segl- in. Svo þagnar hún við meðan hún rifjar upp þessa mynd, sem hefur greipzt í huga henn- ar og tilifinninigar. — Ég gleymi því ekki, tau't- ar hún, og það blikar á tár í hvönmunum. Stelpan hefur orðið fyrir von brigðum, en hún reynir að dylja þau. — Ég hef aldrei séð segl- skip, segir hún loks. — Þau eru öðruvísi en önm- ur skip. Allt öðruvísi. Svo miklu ti'gnarleg'ri. O.g nú verður enn þögn. — Þeir hefðu nú víst þegið það að sofa hjá mér, segir > ún loks svo lágt að hún hevrir. það varla sjailf. — Já, j'ei'r hefðu líklega þegdð það. Og hún skilur ekkert í. sjálfri sér að tala svona við barni'ð, og hún grúfír sig yfi.r dte'kinn. — Alveg áreiðanlega, segir stelpan og fer í ráptuðruna sína eftir sígarettu. En hún hættir við það, fæ. sig ekki ti'l þeiss. — Segðu mér eitthvað fleirai, frænka. Eitthvað frá því, þegar þú varst ung. * Og hún lítur á þessa frekn- óttu stelpu með tvær stuttar fléttur, sem standa út í lotftið, og þes-si stónu augu, siem ýmilst eru þunglyndisleg eða gáska- full, eða þá einsog sakleysið sjálft. Og hún finnur sér til undrunar að henni þykir vænt um hana, því það er eitthvað, sem þær eiga tvær í samein- ingu. Þær tvær. MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.