Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1966, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1966, Blaðsíða 4
Eitt tungumál fyrir alian hetminn Eftir Mario A. Pei, prófessor í rómönskum málum viö Columbia University í NY. FORMALI ÞYÐANDA Fyrir nókkrum árum kom út bók í Ameríku, er nefndist „One Language for the World and How to Achieve it“ (Eitt tungumál fyrir heiminn og hvernig á að koma því í framkvæmd). Höfundur bókarinnar heitir Mario A. Pei, og er hann prófessor í rómönsk- um málum við Columbíu-háskóla í New York. Hann er ítalskur að upp- runa, fæddur á ítalíu árið 1901, en fluttist með foreldrum sínum 7 ára gamall til Bandaríkjanna. Er hann jafnvígur á bœði málin, ensku og ítölsku, og auk þess á frönsku og spœnsku, en ýmis fleiri mál les hann og talar, ef þörf gerist, en kann mál- fræðileg skil á um það bil hundrað af helztu tungumálum heims. Hann hefur ritað um 40 bækur, aðallega um málfræðileg efni, auk fjölda rit- gerða í timarit. Ein af bókum hans heitir „The World‘s Chief Languages“, sem í er ágrip af málfræði og dálítið orðasafn um 30 tungumála, þar á meðal íslenzku. Á striðsárunum veitti hann forstöðu námskeiði í 37 tungumálum í Colum- bíu-háskóla fyrir hermenn, sem taka áttu þátt x heimsstríðinu. I stríðinu komust menn að raun um, hve baga- legt og jafnvel háskalegt það gat verið að hitta fyrir fólk, sem ómögulegt var að gera sig skiljanlegt fyrir og jafnvel pkki unnt að fá vissu fyrir hvort voru fjandmenn, bandamenn eða hlutleys- ingjar. Og þá vöknuðu menn við þann vonda draum, að enskan, sem þeir höfðu tálið lykilinn að öllum heim- inum, varð þeim að litlu liði um mikinn hluta heims. Ég býst við að það hafi fyrst og fremst verið vegna reynslu stríðs- áranna, að það varð rótföst skoðun prófessors Peis, að bráða nauðsyn beri til þess, að valið verið eitt tungumál til þess að kenna öllum bömum i öll- um löndum heims jafnframt eða næst á eftir móðurmálinu. Ef öll ríki ver- aldar gœtu komið sér saman um slíkt val, þá væri lausn fengin í tungu- málaerfiðleikum heimsins á einum mannsaldri. Fyrir þessari skoðun hefur hann gert skýra grein í bók þeirri, sem nefnd var hér á undan. Hún kom fyrst út 1958, en 2. útgáfa (að því er virðist óbreytt) kom út 1962. Hún skiptist í þrjá hluta. Fyrsti hlutinn hljóðar um þörfina fyrir slíkt eitt al- þjóðamál, annar hlutinn um hvernig háttað hefur fyrr á tímum í þessum efnum og hvaða tillögur og tilraunir til lausnar vandanum hafa verið gerð- ar, og loks hljóðar þriðji hlutinn um lausn vandamálsins eins og nú horfir við frá sjónarmiði höfundar. Að mínum dómi á fyrsti hluti bókar- innar, um þörfina á einu álþjóða- tungumáli, mest erindi til vor ís- lendinga, því að fyrir henni er gerð skýrari grein en ég hef séð annars- staðar. Hér er um verulegt vanda- mál að rœða og það snertir oss ís- lendinga ekki síður en aðrar þjóðir. Og vandamálið krefst úrlausnar, en á því virðast litlar horfur, að sú lausn fáist bráðlega, sem állir mættu vel við una. Þó að atkvæði vor íslendinga þar um séu svo léttvœg, að engu máli skipti hvorum megin hryggjar vér liggj um, þá er eigi að síður forvitnilegt að kynnast því, sem höfundurinn hef- ur að segja um þau atriði, sem veru- legu máli skipta viðvíkjandi lausn málsins og hvaða uppástungur hann sjálfur gerir. Miðhluti bókarinnar er langlengstur, nœrri helmingur bókar- innar. Hann er sögulegur og frœði- legur og síður við álmenningshæfi, en hann er fróðlegur og segir frá ýmsu skemmtilegu frá fyrri tíð. Höfundurinn hefur veitt leyfi til að birta hér í blaðinu þá kafla úr bók- inni, er henta þótti í xslenzkri þýð- ingu x heilu lagi eða stytta. Munu því verða birtir hér smámsaman kafl- ar úr fyrsta og þriðja hlutanum, en hinsvegar ekki úr miðhlutanum, nema örstuttur útdráttur. Þorsteinn Þorsteinsson. INNGANCUR Hvað mundi gerast, ef öll börn í veröldinni lærðu annað tungumál auk móðurmálsins? Ekki eitthvert annaS mál, heldur öll sama málið. Eftir þrjátíu ár mundi þá ekki vera þörf fyrir neina túlka á mæltu málL Böm vor gætu þá ferðazt um allan heim og kynnzt auðveldlega og með eðlilegum hætti siðum og hugsunar- hætti annarra þjóða í framandi lönd- um af eigin reynd. Eitt af því, sem nú er brýnust þörf fyrir í veröldinni, er eitt tungumál, sem allir geta talað og skilið. En þessi þörf verður miklu, miklu brýnni á komandi tímum, í heimi barna vorra og afkomenda þeirra. Verður þetta almenna tungumál fram- tíðarinnar að vera tilbúið mál eða gervi- mál, svo sem esperanto? Eða verður það að vera ein af hinum miklu þjóðtung- um, svo sem enska, franska eða rúss- neska? Ekki endilega. Það yrði sérhvert tungumál, þjóðtunga eða gervimál, sem valið yrði með almennu samkomulagi af þjóðum heims. ________ Til þess að koma að fullum notum, ætti kennsla í þessu máli að byrja á fyrsta kennsluskeiði, jafnhliða móður- málinu — eða jafnvel þegar í leik- skólum. Hvers vegna er svo brýn þörf á öllu þessu? Til þess liggja mjög augljósar á- stæður. Fyrr á tímum voru menn miklu stað- bundnari og líkur ekki miklar til að hitta fólk, sem talaði annað mál. Síð- ustu fimmtíu árin hefur þetta gerbreytzt. Hver sem lífsstaða manns er, eru lík- urnar til þess, að hann þurfi einhvern- tíma að ferðast til útlanda, tifalt meiri en þær voru á nítjándu öldinni. Og það fer varla hjá því að hann þurfi einhverntíma í sjálfu heimalandinu að gera sig skiljanlegan við einhvern, sem ekki talar ensku. Likurnar á ferðalögum til útlanda og beinum afskiptum af útlendingum eru að minnsta kosti tvöfaldar fyrir börn vor á móts við oss sjálf. Fyrir börn þeirra verða þær fjórfaldar og áður en öld er liðin verður sá maður eða sú kona, sem ekki hefur tækifæri til að ferðast til útlanda, eins sjaldséð og sá sem nú á dögum hefur aldrei farið neitt út úr heimaþorpi sínu. Þó eru aldir liðnar síðan menn fóru að brjóta heilann um að skapa eða útvelja alþjóðamál, tungumál fyrir alla, sem yrði talað, skilið, lesið og skrifað af öllum þjóðum jarðarinnar. A seytjándu öld, þegar fyrst var farið að gefa þessu verulegan gaum, var það ekki neitt brýnt vandamál. Það varð ekki aðkall- andi fyrr en á nítjándu öldinni, er bylting hófst í viðskiptum og samgöng- um. En nú þegar þoturnar hafa komið öllum löndum jarðarinnar í fárra stunda fjarlægð hverju frá öðru, er þetta vandamál næstum orðið jafnbrýnt og hvernig á að halda lífi þrátt fyrir á- hættu kjarnorkuvopnanna. Eini verulegi örðugleikinn er fólginn í aðferðinni við að velja það mál, þjóð- tungu eða gervimál, sem á að gegna hlut verki alþjóðamáls. Þegar þeim tálmum hefur verið rutt úr vegi, hafa nútíma- þjóðfélög nóg efni til að tryggja fram- gang þessa áforms. Oft er spurt: „Hver hefur þörf fyrir alþjóðamál?“ Svarið er: „í rauninni allir". Allir kannast við þá erfiðleika, sem fulltrúar hjá Sameinuðu þjóðunum verða fyrir, við hinar margbrotnu að- ferðir skyndiþýðinga, einnig vísinda- menn, stúdentar og gistiprófessorar, ferðamenn og verzlunarfólk, trúboðar og leiðbeinendur við verkleg fyrirtæki, innflytjendur og útflytjendur. Það er auðsætt að allt þetta fólk mundi vera hlynnt alþjóðamáli. Þetta má enn betur sjá af svörum við spurningum, sem beint hefur verið til íbúa nokkurra landa í heild. Við skoðanakönnun Gallups, sem fram- kvæmd var fyrir fáum árum í Bandaríkjunum, Kanada, Noregi og Hollandi, kom í Ijós, að nálægt 80% þeirra, sem spurðir voru í hverju þess- ara fjögurra landa, voru hlynntir alþjóða máli, sem kennt væri í öllum barna- skólum heims fullkomlega til jafns við þjóðtungurnar, svo að börn hvers lands gætu, er þau stálpuðust, talað bæði málin, þjóðtunguna og alþjóðamálið, jafnliðugt. Þessi áhugi almennings tekur málið út af sviði lærðra manna og stefnir því beinlínis fyrir dómstóla almennings- álitsins. Það eru ekki aðeins nokkrir utanríkisfulltrúar og stjórnaráðsmenn viðriðnir þýðingarvandamál, sem hafa þörf fyrir alþjóðlegt tungumál, né nokk- rar milljónir ferðamanna sem eru í vandræðum með gistihúsvist. Það er heldur ekki aðeins hinn mikli fjöldi manna, sem glímir við það lífsvanda- mál að leita sér atvinnu erléhdls. Nei, það er allur almenningur. Það eru feður og mæður, sem bera fyrir brjósti framtíðcirvelfarnað barna sinna, æsku- fólk, sem langar til að komast í kynni við æskufólk í öðrum löndum. Fólk af öllum stéttum, sem einhverntíma hefur rekið sig á þann múrvegg, er stafar af vöntun sameiginlegs tungu- máls, mundi fúslega vilja fella þann múr. Það er tvennt ólikt að gefa spurn- ingu jákvætt svar sitt við skoðanakönn- un og að gera nokkuð málinu til stuðn- ings. Flestir eru of önnum kafnir við sín störf og viðfangsefni sinnar eigin stéttar til þess að fara út á stræti og gatnamót til þess að reka áróður fyrir alþjóðamáli, líkt og kvenréttindakon- urnar gerðu, þegar þær börðust fyrir kosningaréttinum í upphafi þessarar aldar. En þetta sýnir jafnvel enn betur hve málið er mikilvægt. An stuðnings nokkurra fastmótaðra stórsamtaka eða þrumandi áróðursfunda hefur hugmynd- in um alþjóðatungumál hlotið fylgi fjögurra af hverjum fimm sem um það hafa verið spurðir. Það er því tímabært að taka málefni þetta til rannsóknar lið fyrir lið, ekki í því skyni að mæla með neinni sér- stakri lausn (en það er það sem nú ber mest á), heldur til þess að fá málið upplýst frá öllum hliðum. Hver er þörfin? Af hverju stafar hún? Á hvaða sviðum mannlegrar athafnar verður hennar tilfinnanlegast vart? Til hvaða ráða grípa menn? Hvaða ómeð- vituð úrræði hafði áður verið notazt við? Hvaða tungumál sýnir sagan, að notuð hafa verið í viðskiptum milli lýð- heilda, sem töluðu liver sitt tungumál? Hvenær tók hugmyndin um gervimál að grafa um sig, og hvernig var henni tekið? Hverjar lausnir eru gerlegar miðað við nútíma aðstæður? Mætti nota einhverja þjóðtungu? Mætti breyta henni að einhverju leyti til þess að gera hana haganlegri til þeirra nota? Væri viðunandi að nota fleiri mál en eitt? Hversu er ástatt um „hlutlaus** gervimál nú? Hvaða kosningavél yrði að setja á laggirnar til að velja heims- mál? Hvernig þyrfti að koma valinu I framkvæmd? Hverjar mundu afleiðing- ar þess verða og hve snemma mundi fullur árangur nást? I þvi sem hér fer á eftir, má finna svör við sumum þessara spurninga. (Frh.). Hagalagðar Andlát Baldvins Einarssonar Að Baldvin þótti hinn mesti sökn- uður og mannskaði, sem von var, því hann þótti líklegur til mikillar nytsemdar landi og lýð, er allt fór saman hjá honum i senn: víðtæk þekking, brennandi áhugi og beztu mannkostir. Hafði enginn maður orð- ið þjóðinni almennt jafn-harmdauði síðan Eggert Ólafsson leið. Bjami Thorarensen hóf að kveða saknaðar- stef eftir hann, og fer þannig af stað, að ætla mætti að orðið hefði snilldarkvæði, í líkingu vi'ð önnur hin beztu saknaðarljóð hans ef áfram hefði haldizt. Er þetta hvort tveggja í senn upphaf og endir kvæðisins: ísalands óhamingju verður allt að vopni; eldur úr íðrum þess, ár úr fjöllum breiðum byggðum eyða. Það er eins og söknuðurinn hafi tekið fyrir kverkar honum, er hér var komið, og varnað honum máls. (Dagrenning). 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. desember 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.