Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1966, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1966, Blaðsíða 3
Það hafði hlaðið niður mestu fann- kyngi á jólaföstunni. Sífeidar mold- hríðar. Það var hálfdimmt í baðstof- unni um hádaginn, og rofaði aðeins ör- lítið til í bili, þegar fjármennirnir áttu leið fram hjá bænum og tóku dálítið af gluggunum. Reyndar tóku þeir nú ekki nema af gluggunum stúlknanna, káfuðu bara til málamynda í snjóinn á glugg- anum mínum. O rýjurnar, þeir vissu að þar var ekki til neins að vinna. Nú það var svo sem heldur ekki neitt fín- eríisverk, sem ég hafði með höndum, og sama var mér hvort ég gerði það vel eða illa. Heiðursmaðurinn hann bróðursonur minn, hann Þórir bónd- inn hérna, hafði sett mig í að spinna hrosshár á gömlu snælduna, sem hann Fjósa-Björn spann á hjá honum föður mínum sáluga í mínu ungdæmi. O jæja hver hefði trúað því þá, að ég ætti þetta eftir. Mér var nú satt að segja ekkert um hrosshárið, og ég var kominn á flug- stig með að minna hann Þóri á, að ég væri nú samt þrátt fyrir allt candi- datus philosophiæ. En hvað ætli það hefði dugað? Eins og hann Þórir hafi nokkurn smekk fyrir því, hvað það er að vera candidatus philosophiæ. Hann þykist nú líka húsbóndi ,á sínu heimili, drengurinn. Að minnsta kosti yfir mér. Jæja, Þórir litli. Þú heitir nú samt í höfuðið á mér. Það var nú í þann tíð. Þégar þú fæddist, þá varst þú bara son- ur hans föður þíns, og hann faðir þinn bara bóndi hérna á Gili. En ég var stúdíósus úti í Kaupmannahöfn og þótti laukur ættarinnar. Þá þótti það meira að segja sómi fyrir þig að fá aL heita í höfuðið á mér. Nú vildirðu víst gefa talsvert til þess að fá nafninu breytt. En kirkjusóknin situr föst við sinn keip. Hún segir eins og Pílatus heit- inn: „Það sem ég hefi skrifað, það hefi ég skrifað.“ En hvað er ég að kjafta! Ég ætlaði að tala um veðrið. f jólatunglið gerði hann blota og grynkaði talsvert á fönn- inni. Svo á milli jóla og nýjárs glenti hann sig upp og frysti, gerði heiðviðri og stillur og rifahjarn. Á þriðja í jólum kemur Þórir til mín, þar sem ég stend við rúmmarann minn og er að spinna hrosshárið. Ég hafði skrúfað vindilinn fastan á marann, sneri mér að glugganum og bakinu að pallskörinni. Þórir er fyrst ofboðlitla stund að tvístíga fyrir aftan mig, svo að ég fann á mér, að hann hefði eitt- hvað misjafnt á samvizkunni. Svo geng- ur hann samt að mér og segir heldur en ekki myndugur á svipinn, að hann ætli að minna mig á, að aðflutnings- bannslögin gangi í gildi nú um nýjárið. Hann greiddi atkvæði með banninu hérna um árið, sællar minningar, og hann heldur víst alltaf, að það hafi í raun og veru verið hann, sem kom þessu banni til leiðar. Að minnsta kosti eru þetta einu lögin, sem ég hef heyrt hann minnast á. Ég er efins í, að hann þekki fleiri. Ég sagði svona eitthvað í þá átt, að hann þyrfti víst ekki að minna mig á þetta; mér væri það full minnistætt. „Já þú ert náttúrlega argur yfir því, að geta ekki lengur sóað þessum fáu skildingum, sem þú átt að eða eignast, fyrir brennivín.“ Ætli ég geri annað þarfara með þá, hreytti ég úr mér. „Ég ætla ekki að fara að jagast við þig, sagði hann, ég ætla bara að láta þig vita, að eftir nýjár má ekkert vín ganga manna á milli. Ég vona, að þú braskir ekkert í að útvega þér vínföng framvegis, og bezt væri, að þú drykkir upp fyrir þann tíma, ef þú átt eitthvað, eða þá heltir því niður. Ég vil ekki eiga á hættu rekistefnu út úr slíku eða óorð á heimilið.“ Ég er nú' eldri maður en þú, Þórir litli, sagði ég, og hef aldrei brotið nein lög ennþá. Viltu ekki bíða með að áminna mig, þangað til þú færð ein- hverja átyllu til þess. Hann rausaði eitthvað meira, en ég hélt áfram að spinna hrosshárið, sneri mér frá honum og anzaði honum ekki. Svo snautaði hann burtu. Já, Þórir hefur alltaf verið þokka- piltur. Að annar eins peyi skuli geta verið Kominn af Gilsættinni, og það í beinan karllegg! Og ekki fór honum fram, þegar hann varð good-templari; það er ég viss um, að bara hefur hann fært þetta aðflutningsbann í tal núna til þess að kvelja mig. Ég er nú reynd- ar ekki nema gamall ræfill, en samt veit ég, að það hefur verið synd af Þóri að fara að angra mig með því að ýfa þetta upp. — — Eins og hann Þórir beri nokkra virðingu fyrir lögunum! Hann hræðist þau kannske. Nei, ég er viss um, að hann veit varla, að nokkur Úr Fornum ástum Eftir Sigurb Nordal lög eru til, nema þessi sælu bannlög. En Þórir hegðar sér úns og hann sér fólk flest gerá í kringum sig — og þess vegna fer hann ekki í svartholið. Vanþakklátur við Þóri! Fyrir hvað ætti ég svo sem að vera þakklátur- Eins og lífið hafi veitt mér nokkuð af því, sem það hefur kennt mér að gera kröfu til. Hefur það veitt mér nokkuð af því, sem almennt eru talin gæði þess, met- orð, frægð, auð, völd vinsældir- Allt þetta hefur það sýnt mér, en engan kost gefið mér á því. Það hefur rétt mér ástina, og hrifsað hana af mér um leið og mig byrjaði að óra fyrir gildi henn- ar. Aðeins vínið hefur það veitt mér til langframa, vínið, sem hefur aukið gleði mína og þaggað niður sorgir mín- ar, sem hefur verið eini tryggi og ó- brigðuli vinurinn allt lífið. Nú er líka verið að svifta mig þessari síðustu ljós- glætu. Og fyrir hvað ætti ég þá að vera þakklátur? En ég þyrfti ekki að láta þetta bitna á Þóri. Hann er þó sá eini, sem eitt- hvað gerir fyrir mig. Já, hann heldur f mér þessu auma lífi og heimtar þakk- læti og undirgefni í staðinn. Hann ger- ir sig að umboðsmanni forsjónarinnar yfir mér. Og þá verður hann að una við, að ég afhendi honum það þakklæti, sem mér finnst hún eiga skilið. Nú, en ég álít Þóri svo sem ekki neitt vondan mann. Hann er víst eiginlega hvorugt. Þegar hann fór að minnast á þetta við mig, vissi hann máske ekki, að ég mundi taka mér það svona nærri. Menntunin gerir menn viðkvæma, og' Þórir er ómenntaður, hefur aldrei haft snefil af menntun eða smekk. Það sést bezt á því, að hann skyldi geta átt hana Sigurlaugu. Það sný ég aldrei aftur með, að það er aumi smekkurinn. Aldrei hefði ég getað litið við konu eins og Sigur- laug er, þegar ég var á hans aldri. Þó ekki væri nema hendurnar og þessar líka liltu býfur. Og óþrifin er hún líka; kann bezt við sig, þegar hún stendur á hausnum í eldhúsinu eða özlar innan um rollurnar í kvíapilsinu sínu. En ég ætlaði nú heldur ekki að verða bóndi. Og Sigurlaug er dugleg búkona, hreinasti forkur. Þetta hefur Þórir séð. Því búmaður er Þórir, enginn neitar honum um það. Nú, en það er nú líka hægt að næla með því að vera bæði ásælinn og kvikinzkur, eins og hann. Og fullvel hefur verið búið hér á Gili áður án þess. Líklega hlakkar hann mest yfir þessu banni af ágirndinnL Hann býst við að geta þá með tímanum náð í þessa fáu skildinga, sem ég hef lumað á til þess að fá mér dropa fyrir. En þá fær Þórir aldrei. Hcldur kasta ég þeim í dýpsta hylinn í gilinu, ef ég get ekki gert mér eina ánægjustund fyrir þá. -------Brjóta lögin! Eins og mér gæti nokkurntíma komið til hugar að brjóta lögin. Ekki svo að skilja, að ég virði þau eða hræðist þau. Ég fyrirlít ein- mitt flest þeirra, eins og ég fyrirlít skrílinn, sem hefur búið þau til. Já, var það kannske ekki skríllinn, sem Framh. á bls. 10 ÚR FORNUM ÁSTUM Eftir Sigurð Nordal Á níðdimmum nóttum undir tárvotum trjám, með einstök ormétin blöð á kolsvörtum, kræklóttum greinum, hef ég reikað með sólina brennandi í brjósti dimmrauða haustsól--------- hjarta mitt var eins og rúbínbikar fylltur ilmandi og áfengu víni Ég hef vaknað til lífsins, og lífið var dimmrauður draumur kuldans og þokunnar, — sjúkur og seiðandi draumur. Ég stóð eins og hnúkur, með frosinn fannblett að norðan og gróandi grastór að sunnan. Annars urð og möl. Og mér var sagt að þetta væri að lifa. En ég átti djúpar rætur í jörðinni, og innan úr hjarta mér kom eldurinn svellandi, gjósandi, glóandi eldur, sem bræddi snjóinn og brendi grasið, og drekti grjótinu í glóðum. Síðan hef ég gengið sömu vegi, vor og sumar vetur og haust. En sólin var horfin----- Mánans frostkalda fölva sigð hefur saxað hjarta mitt í hundrað parta, og ég fann dofa í sárunum, en engan sviða. Kulnaður gígur! grasið vex aftur að sunnan, og snjórinn legst í slakkann að norðan. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3 18. september 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.