Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1966, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1966, Blaðsíða 3
Nadine Gordimer. ngisprettan Hann var ekki nema tuttugu og sex ára gamall og heilsan eins og bezt varð á kosið, svo að hann náði sér fljótlega nógu vel til þess að hægt væri að aka honum út í garðinn. Hann hafði mikla og undarlega trú á þessum garði, eins og þau reyndar öll. „Jæja, bráðum kemstu nú á fætur og getur setið úti í garðinum“, sögðu þau hlut- tekningarfull og kinkuðu til hans kolli af skilningsríkri samúð. Já, hann myndi bráðum fara út — út í garðinn. Þetta var stór garður, umluktur göml- um, dökkum, sléttfelldum, ilmhöfgum furutrjám og hann gat setið langt und- ir lagskiptu laufþykkninu, niðri í skugganum, langt í burtu. Það lá ein- hvern veginn í loftinu, að einmitt þarna, í garðinum, myndi hann sætta sig við orðinn hlut, ganga það betur en annars staðar. Kannski var það eitt- hvað skylt hugmyndinni gömlu um aldingarðinn Eden, veikbyggð mann- veran, sem aðlagaðist og sættist við sjálfa sig í sefandi og ópersónulegri ná- vist trjáa, grass og moldar, áður en hún héldi út í heiminn að mæta augliti mannanna. í fyrsta skiptið var það eitthvað svo undarlegt. Kona hans ýtti honum í hjóla- stólnum eftir malarstígnum í sólskininu og inn í skuggana, og honum leið ná- kvæmlega eins og þegar hann var lítill strákur og var vanur að beygja sig nið- ur að jörðu og láta höfuðið hanga og horfa svo miili fóta sér á heiminn allan á hvolfi. Allt var svo vítt og opið, him- inninn, blærinn, sem þaut í blaktandi laufinu, blómin, sem hristu höfuðið í ákvéðinni neitun. Allt á hreyfingu. — Og honum fannst eins og þessi blær blési líka ofurlitlum mætti í sljákkuð og rifuð segl sjálfs hans, fann hvernig golan rétt aðeins tók í iþau, svo mjúk- lega, að hann varð naumast var við lyftinguna inni fyrir. Hún ók honum eftir stígnum, ýtti honum af dugnaði og ekki sérlegá vel með grönnum fallegum handleggjum — en auðvitað gat hann ekki af sér fengið að kvarta undan því, hvernig hún gerði það, eða gefa í skyn, að hjúkrunarkon- an gerði það betur, því að hann vissi, að það myndi særa hana. Þegar þau komu ao stað, sem honum var að skapi, stillti hún hemlana á hjólastólnum og kom honum þar fyrir þennan morguninn. Þannig var það í fyrsta skiptið, og nú sat hann þarna á hverjum morgni. Hann las mikið, en stundum varð athygli hans fangin, allt í einu, og með undarlega nærgöngulli ýtni, af tóminu undir tepp- inu, þar sem fótleggur hans hafði áður i Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka: Á ÞINGVÖLLUM 13. ágúst 7966 Ilmur úr grasi, lyng og kjarr og klettar, kliður í lofti, sólskin, regnvot jörð. Himinn og land og ár og öld og saga, Urður og Skuld með litrík dulartjöld. Verðandi opnar dyr hvers dags, sem kemur, dauðlegum augum lokar fremri sýn. Kominn er ég, en átján ára gamall átti ég hérna fyrstu sporin mín. Stundir hvers manns, brot af bliki smáu, brosti hér forðum glaður norðansveinn. Stend ég nú hljóður, kallað er úr klettum, kveður hér sérhver urð, hver gjá og steinn óð minnar þjóðar, þúsund ára gleði, þúsund ára tregi, kvöl og sorg. Hljóðristar eru rúnir allra tíma, rísa hér turnar, vé í klettaborg. Þögull ég beygi höfuð mitt og heyri hljómkviður sterkar, raddir Snorra og Njáls. Þótt brostin sé harpa mín af harmi þungum, höndin sé stirð og tungu varnað máls, veit ég þó enn, að ekkert frá mér tekur innsýn í liðið sem það væri í dag. Rísa og brotna bylgjur lífs og dauða, borg minnar þjóðar geymir óð og lag. i verið. Þarna var annar fótleggurinn, og við hliðina á honum lá teppið eins og slytti. Svo horfði hann á staðinn og fann fótlegginn, sem ekki var þar, fann tilfinninguna fara um hann, frá tá og upp í nára, fann svo, að þarna hafði hann engan fótinn. Hann lét samt aldrei meðvitundina um þetta komast alveg að sér; hann lét það eftir sér að finna hana, svona líkamlega, en lét hana aldrei komast alveg að sjálfum sér. Hann fann tilfinninguna um tómið leita á sig, fann, að hún var þarna, alveg á næstu grösum, og beið færis, myrk og yfirþyrmandi, í þann veginn að yfir- buga hann — en hann sneri alltaf úr vegi, veik undan, rétt mátulega snemma, og hvarf aftur að bókinni sinni. Svona hafði hann það, svona ætlaði hann að gera þetta. Hann ætlaði að láta hana koma nærri sér, ómótstæðilega nærri sér, aftur og aftur, reiðubúna að fanga hann þarna, einan í garðinum. Og æ ofan í æ ætlaði hann að hverfa undan, rétt mátulega snemma. Smám saman yrði þetta að vana, gætt öryggi og styrk vanans. Það yrði honum loks svo mikill vani að leiða þetta hjá sér, að hann myndi ekki lengur gera sér þess fullá grein. Og einn góðan veður- dag myndi hann svo komast að raun um, að honum hefði tekizt það, sem hann ætlaði sér: honum myndi finnast sem hann hefði alltaf verið svona á sig kom- inn. Og þá væri engin hætta á ferðum lengur. E ftir eina viku eða tvær þurfti hann ekki lengur að vera alltaf að lesa. Hann gat leyft sér að leggja frá sér bók- ina og líta í kringum sig, horfa á furu- trén, hvernig vindurinn greiddi hár þeirra, hvernig silkimjúkt laufið bœrð- ist í blœnum, eins og slétt pg fíngert hár á barni; hann horfði á smáfuglana, sem léku loftfimleikamenn á símalin- unni, horfði á feita, gamla dúfukarrann kjaga á eftir háttvísum og hefðarlegum dúfum sínum með lostafullu kurri. Kona hans kom oft út til hans og sat hjá hon- um með sauma sína, og stundum töluðu þau saman, en oft sátu þau bara svona saman morguninn á enda, hreyfingar hennar við verkið smágerðar og óáleitn- ar eins og tilburðir fuglanna. Hann hallaði höfðinu aftur á bak og horfði á himininn gegnum hálflukt augun. Öðru hvoru kom hún, sem yfirleitt var svo innhverf, auga á eitthvað, sem átti sér stað í garðinum, einhvern litblett, og hlátur hennar eða upphrópun til þess að vekja athygli hans á því dreifði allt í einu þögninni. Klukkan ellefu stóð hún á fætur, lagði frá sér saumana og fór inn í húsið til að sækja þeim morg- unteið. Það marraði í mölinni undan skóm hennar, þar sem hún gekk hægt og léttilega upp malarstíginn í sólskin- inu, eins og hún gengi fyrir sólskini fremur en eigin vöðvaafli. Hann horfði á hana ganga, svo létta á fæti — honum var að batna. Það var sátt í kyrru tilliti hans, í hendinni, sem hvíldi kyrr og sneri lófanum upp. Dag einn hvein þurrlega í stórri engisprettu rétt við höfuð henni, og hún stökk á fætur skelkuð, hrópaði upp yfir sig og missti niður saumana. Hann hló að henni, þar sem hún beygði sig niður til að tína upp dótið, og það var ennþá í henni hrollur. Svo fór hún inn í húsið tii að ná í teið, og hann byrjaði aftur að lesa. Eftir stundarkorn lagði hann frá sér bókina, geispaði og kom þá allt í einu auga á hnotu af ljósbleiku sauma- garni, sem hún hafði ekki séð í flýtinum, þar sem það lá í miðju rósabeði. Hann brosti við og varð hugsað til hennar. Og þá fann hann allt í einu hvíla á sér undarleg augu í öldungslegu, smá- gerðu andliti, sem starði á hann í dá- leiðslukenndum ótta. Þarna í grasinu, grafkyrr og skelfd, lá mjög stór engi- spretta. Mikið var skrítið andlitið á Framhald á bls. 12. 21. ágúst 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3 0)11/11"

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.