Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1966, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1966, Blaðsíða 3
+ + + Eitur Eftir Unni Eiríksdóttur — MLmMA, það er komið fuillt af eitri í himininn. — Um hvað ertu að tala, barn? — Það eru eiturkorn langt uppi í himninum, ægilega mörg, og smá eins og rykið á götunni eða minni. — Hver segir þér vitleysu, barnið gott? — Sigga systir, og hún heyrði það í útvarpinu. Ég ligg í rúminu hjá Hjúfru litlu, liún var að enda við að lesa kvöldbæn- ina og það er siður hjá okkur að ég liggi hjá henni svolitla stund á eftir og tali við hana áður en hún sofnar. Að hún heiti Hjúfra er auðvitað ekki rétt, það er aðeins gælunafn, sem hún hefur fengið vegna blíðlyndis síns o.g óvenju barnslegrar einlægni. Það er eiginleiki, sem sjö ára æviskeið hefur litil áhrif haft á enniþá. — Vertu ekki að bulla, Hrjúfra litla, lokaðu heldur augunum og farðu að sofa. — Mamma, konur, sem anda að sér þessu eitri, eignast vansköpuð börn. — Svona, ég hlusta ekki á meira rugl. — Ætti ég að hætta við að eignast börn? — Nei, manstu ekki að þú ætlar að eignast tíu börn, og ég er búin að lofa að gæta þeirra meðan þú ert flug- freyju — við sem erum alltaf að bolla- leggja að svona verði það þegar þú ert orðin stór. — Um daginn, í strætó, þar var van- skapaður strákur, með hangandi hök- una og ógurlega skrítin augu, sem sneru sitt á hvað. Það horfðu allir á hann, og það hló enginn af því hann átti svo bágt. Samt var mamma hans ekkert að gráta, ég hugsa að hún hafi ekki viljað gráta í strætó. — Svona, Hjúfra mín, þú eignast áreiðanlega ekki vansköpuð börn. Farðu nú að sofa. — Bf ég fer aldrei út úr húsinu, er þá nokkur hætta á að ég andi að mér eitrinu? — Það er ekkert eitur í loftinu á íslandi. — Kemur það aldrei hingað? — Nei, aldrei. — Hver bjó tií'eitrið og lét það fara upp í himininn heimtingu á svari. Og hverju á ég að svara? — Það eru menn, langt úti í heimi, langt, langt frá íslandi, sem búa til Ijótar, vondar sprengjur. Ef þær springa, eitrast loftið úti í geimnum. — Hvers vegna búa þeir til svona vondar sprengjur? — Af þvi að þeir vita ekki hvað þeir gera. — Hafa þeir þá svona lítið vit? — Nei, en þeir kunna ekki að nota það. — Mamma, er ekki hægt að láta þá hætta að búa til eitur? — Við skulum hætta að hugsa um þetta, Hjúfra litla. — Ekki skal ég eiga börn ef þeir hætta því ekki, ég vil ekki eiga van- skapað barn. Hvað er nú til ráða? í örvæntingu leita ég að svari. Hjúfra litla má ekki glata daumnum sínum um tíu börn; sjálfsagt á hún eftir að lækka töluna eitthvað þegar hún verður eldri, en það skiptir ekki málL 1. ofboði tek ég okkar gamla, al- góða, almáttuga guð fram úr hálflokuðu hugskoti, þurrka af honum margra ára ryk og kref hann um hjálp. — Veiztu það, Hjúfra litla, að guð lætur þá hætta þessu fyrr en varir, því máttu trúa. Og þú eignast tíu börn, og ég skal passa þau öll á meðan þú ert flugfreyja. — Ætli hann geti stoppað þá, fyrst þeir eru byrjaðir og fyrst þeir hafa ekki nógu gott vit? — Þú veizt að guð getur alit. — Samt er komið eitur í himininn, og sumar konur eru búnar að anda því að sér og svo fá þær vansköpuð börn. — Hjúfra, þú hugsar of mikið, og Framh. á bls. 10 éb TVÖ LJÓÐ Eftir Gunnar Rafn Á kaffihúsi 1. Menn með grímur varir sem hreyfast orð sem hringa sig milli borða og stóla einsog ormar í svartri mold. 2. Svartar eru hendur mínar blóð eru tár mín ég hefi leitað orða. 3. Menn með grímur varir sem hreyfast orð sem hanga á fingrum mér einsog blóðug tár. Í kirkjugarði I. Ég kem sem framandi maður einsog ég fór fjarlægur blær leikur í hári mínu einsog forðum orð úr lausu lofti gripin f jarlægjast þig hverfa til upphafs síns II. úr tóminu rís einhyrningur úr opnum gröfum bendir fingur til himins bakvið grímuna gráir flókar ofnir úr dánum vonum minnis- merki draumsins er tómur bikar III. djúpt í hafinu sefur perlan í skóginum dansa bláar stjörnur IV. de mortuis nil nisi bene. 10. júlí 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ‘j

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.