Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1966, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1966, Blaðsíða 3
Eftir Alan Sillitoe Eg sá einu sinni kóna reyna að drepa sig. Ég gleymi þeim degi aldrei vegna þess að ég sat inni einn laugar- dag eftir hádegi, leiður í skapi og úrill- ur af því að öll fjölskyldan hafði farið í bíó nema ég, sem hafði verið skilinn eftir af einhverjum ástæðum. Ég vissi auðvitað ekki þá, að ég myndi innan stundar sjá nokkuð, sem aldrei er hægt að sjá á sama hátt í bíó, raunverulegan náimga að hengja sig í bandi. Ég var bara krakki, þegar þetta gerðist, svo þú getur ímyndað þér, hvað mér var skemmt. Ég hef aldrei vitað neitt fólk verða eins grettið og okkar fjölskyldu, þegar við erum í leiðu skapi. Ég hef séð kallinn svo grettan og yggldan vegna þess að hann átti ekki sígarettu, eða þurfti að nota sakkarín í teið, eða jafn- vel af alls engu, að ég hef hrökklazt öfugur út úr húsinu ef ske kynni að hann stæði upp úr hægindinu sínu við arininn og tæki til mín. Hann bara situr, alveg upp við eldinn, með gróm- teknar lúkurnar opnar hvora á móti annarri fyrir framan sig, setur í þreknar herðarnar og dökkbrúnu augun einblína í glæð- urnar. Öðru hvoru hreytir hann úr sér fúkyrði, algerlega að ástæðu- lausu, ljótustu orðum, sem hugsazt geta, og þegar hann byrjar á því, þá veit maður, að tími er til kominn að hypja sig. Ef mamma er inni, versnar það um allan helming, vegna þess að hún seg- ir með þjósti: „Af hverju ertu með þennan fýlusvip?“ eins og það gæti ver- ið vegna einhvers sem hún hefði gert, og áður en maður veit hvaðan á mann stendur veðrið, er hann búinn að velta um heilu borði með pottum og mamma er farin út grátandi. Pabbi hey’kir sér aftur við arineldinn og heldur áfram að formæla. Allt saman út af einum sígarettupakka. Einu sinni sá ég hann illúðlegri en ég hafði séð hann áður, svo ég hélt að hann væri orðinn vitlaus, svona þegjandi og hljóðalaust — þangað til fluga flaug innan við álnarbil frá hon- um. f>á skaut hann fram hendinni, greip hana, og fleygði henni limlestri inn í snarkandi eldinn. Eftir það glaðn- aði heldur yfir honum og hann fékk sér að borða. J[ æja, þaðan er það, sem við hin fáum þessa ygglibrún. Það er ekki við öðru að búast en að við höfum hana, með pabba, sem hegðar sér þannig, er það? Ygglibrún er arfgeng. Sumar fjöl- skyldur hafa hana, aðrar ekki. f>að er meir en nóg af henni í okkar fjöl- skyldu, svo mikið er víst, og þegar við erum úrill, þá erum við raunveru- lega úri'll. Enginn veit, hvers vegna við verðum eins úrill og við verðum né hvers vegna við fáum þessa yggli- brún þegar við erum það. Sumt fólk verður leitt í skapi án þess að verða neitt ljótt á svipinn: það virðist ánægt á einhvern kynlegan hátt, eins og því hafi nýlega verið sleppt úr steininum, eftir að hafa verið lokað inni fyrir eitthvað, sem það gerði ekki, eða væri að koma úr bíó, þar sem það hefði setið í átta tíma og horft á leiðinlega mynd, eða hefði misst af strætó, sem það hafði hlaupið kílómetra til að ná í og séð, að var vitlaus vagn, þegar það var hætt að hlaupa — en i okkar fjölskyldu er þaö háspenna og lífs- hætta fyrir hin, ef eitthvert okkar er í illu skapL Ég hef oftsinnis spurt sjálfan mig að því, hvað þetta sé, en aldrei fengið svar af neinu tagi, jafn- vel þótt ég sitji og hugsi klukkustund- um saman, sem ég verð að viðurkenna að ég geri ekki, þó það hljómi ágæt- lega að ég segist gera það. En ég sit og hugsa nógu lengi, svo að mamma segir við mig, þegar hún sér mig hok- inn yfir eldinum eins og pabba: „Hvaða fýlusvipur er þetta á þér?“ Svo verð ég bara að hætta að hugsa um þetta ef ske kynni, að ég yrði raunverulega illur og gerði eins og i>abbi, að velta um borðum og pottum og öllu. Ég býst við að oftast sé fýtusvlpur- inn ástæðulaus: þótt við engan sé að sakast þar sem ekki er hægt að áfell- ast neinn fyrir að vera með fýlusvip vegna þess að ég er viss um, að þetta er einhvern veginn í blóðinu. En þenn- an laugardagseftirmiðdag var ég svo súr á svipinn, að þegar pabbi kom inn frá veðmangaranum, sagði hann við mig: „Hvað gengur að þér?“ „Mér er illt“, laug ég. Hann hefði fengið kast hefði ég sagt honum, að ég væri bara illur vegna þess að ég hefði ekki farið í bíó. „Farðu þá í bað“, sagði hann við mig. „Ég vil ekkert bað“, sagði ég og það voru orð að sönnu. „Jæja, komdu þér þá út og fáðu þér ferskt loft“, kallaði hann. E g gerði eins og mér var s»gt, í grænum hvelli, vegna þess að þegar pabbi gengur svo langt að segja mér að fá mér frískt loft, þá veit ég að það er timabært að koma sér burt frá honum. En loftið úti var allt annað en ferskt eins og gefur að skilja með bölvaða stóru hjólaverksmiðjuna í full- um gangi við endann á götunni. Ég vissi ekki, hvert ég ætti að fara, svo ég gekk spölkorn upp eflir portinu og settist niður hjá einhverju hliðinu. Þá sá ég þennan kóna, sem hafði ekki búið lengi í portinu hjá okkur. Hann var langur og mjór og hafði andlit eins og prestur, nema hvað hann var með derhúfu og yfirskegg, sem lafði niður, og leit út eins og hann hefði ekki borðað almennilega máltíð í heilt ár. Ég hugsaði ekki milcið út í þetta þá: en ég man, að þegar hann beygði Framhald á bls. 12. Þú vaknar v/ð vor og sól Eftir Grétar Fells Með fæðingu hefst þín feigðarglíma. Stutt er stundarheims töf. Vígt er allt dauðanum. Vöggunni er ruggað yfir opinni gröf! Hörmum samt eigi: Ef hlusta kanntu, heyrirðu huggandi raust: Til er líf, sem er lífi og dauða ofar — og endalaust, líf, þar sean vinir og velunnarar taka þér höndum tveim. Þú gengur inn um grafardyrnar inn í þinn óskaheim. í feigðarglímunni er fall þér búið. Samt ertu sigraður ei. Þú biður um líf, en blessar seinna hið napra og þöguia Nei! Vaggan er hlý, og af vinarhöndum er strokið blítt um þitt ból. Kistan er hinzta hvílurúmið. Þú vaknar — við vor og sól! 19. júní 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.