Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1966, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1966, Blaðsíða 4
. . .. INIlNlnwNP ■ Ékm . . ''' . ’ ' ;’ wm. ;f?i®l riw'”i'www • .-. . t" " ■' ipf^ ■ ■■ ’ .... ;■■.■■•; b mmm. NYR HUMANISMI Læknisfræði og húmanismi L æknisfræðin er elzta vísinda- grein mannkyns, því að sjúkdómar eru eldri en þa'ð sjálft, svo sem sjá má af liða gigtareinkennum á steinrunnum beina- grindum dínósára. Slys og méiðsli hafa verið tíð á bernskuskeiði mannsins, veiðistiginu, í viðureign hans við sér stærri og Sterkari dýr. Athugun og reynsla var þá eins og nú undirstaða alira læknisaðgerða, og töframaður tók hvorttveggja í arf hjá föður sínum eða fóstra. Áður fyrr var oft talað um lækn- islist frekar en læknisfræði, enda þarf góður læknir að eiga innsæi listamanns- ins og meðvitaðan eða ómeðvitaðan skiln ing hans á því, sem felst undir yfirborði hlutanna og ytri ásýnd mannlegra at- hafna. Á öllum öldum hafa verið uppi miklir læknar, þótt læknisfræði þeirra væri ekki á marga fiska samkv. skiln- ingi nútímans. Áhrif þeirra voru oft fyrst og fremst sálræn og losuðu sjúkl- ingana við þann ótta og öryggisleysi, sem felst m.a. í hugtakinu stress. Læknisfræðisaga er nýleg vís- indagrein og helzti brautryðjandi henn- ar var Karl Sudhoff (1®53-1938), sem eftir að hafa stundað almennar lækn- ingar í 30 ár varð prófessor við hið nýstofnaða Institut fúr Geschichte der Medizin í Leipzig 1005. Hann var mjög lærður bæði í klassiskum fræðum og þýzkri málfræði og gaf út um 500 ein- stakar ritgerðir um rannsóknir sínar auk mjög stórs ritverks um Paracelsus. Athygli á gildi læknisfræðisögunnar innan enskumælandi landa var einkum vakin af hinum mikla lækni og kenn- ara Sir William Osler (1649-1019), sem átti þann einstaka feril að vera fyrst prófessor í föðurlandi sínu, Kanada, síðan við hinn fræga Johns Hopkins há- skóla í Bandaríkjunum og að lokum prófessor í Oxford. Æviágrip þessa dáða kennara og húmanista er að finna í Great Doctors (1003) eftir Henry E. Sigerist, prófessor í þessari grein, fyrst í Leipzig, en síðar við Johns Hopkins háskóia, en sú bók er ævisögur merkra lækna fyrri alda. Annars er Osler þekktastur af handbók sinni í lyfja- fræði, sem kennd hefur verið við marga háskóla. 4». Norðurlöndum, þ.á.m. fslandi, starfa nú félög áhugamanna um lækn- isfræðisögu og gefa þau í sameiningu út ársrit sitt Medicinsk Árbog, en af meiri háttar enskum bókum um þetta efni má benda á A History of Medicine (1955) í tveimur bindum eftir Ralph H. Major, prófessor við Kansas háskóla. Nýstárlegt verk í þessari grein er A History of Medicine (1965) eftir Brian Inglis, því að þar er aðallega fjallað um geðrænar og sálrænar lækningar allt frá steinöld til síðustu ára. Brian Inglis bendir á það, eins og Hans Selye og fleiri menn hins nýja húmanisma, að háskólalæknisfræðin sé orðin brotin niður í ótal þröngar sérfræðigreinar, þar sem að vísu sé um að ræ'ða ýmsa takmarkaða sigra innan gripheldra girðinga sérfræðinnar, en ekki um neina stórsókn, eins og Hippokrates, Ambroise Paré, William Harvey eða Louis Pasteur og Joseph Lister hófu á sínum tímum. Til þess er sjóndeildarhringurinn of þröngur og tjóðurbandið við hæla efnis- hyggju 19. aldarinnar of strengt. Heil- lega yfirsýn um eðli mannsins vantar. EFTIR PÁL V. G. KOLKA LEIT AÐ MANNINUM Cassino-klaustur Sir William Osler Sama er að vísu að segja um ýmsar skyldar vísindagreinar, svo sem sálar- fræðina, sem snýst að miklu leyti um tilraunir með rottur og apa, en lætur sig litlu skipta æðri stig sálarlífsins, svo sem snilligáfu, að ekki sé talað um ailskonar yfirskilvitleg fyrirbæri sálar- lífsins, sem allar þjóðir á öllum öldum hafa þó nokkra reynslu af. Það er hætt við því að engin rotta gefi fullnægjandi skýringu á listgáfu og hugviti Leonardo da Vinci eða andagift Einars Benedikts- sonar, af þeirri einföldu ástæðu, að þar er um eðlismun en ekki aðeins stigmun að ræða. „Myrkar“ miðaldir Mr ví hefur óspart verið haldið fram síðustu 2-3 aldirnar, að á svoköll- uðum miðöldum hafi ríkt algert andlegt myrkur, sóðaskapur, hjátrú og hindur- vitni. Einkum hefur verið flaggað með þessu að því er snertir læknisfræði og önnur skyld efni. Rannsóknir á sögu læknisfræðinnar leiða hið gagnstæða í ljós. Þannig segir t.d. Paul Diepgen í Geschichte der Medizin (1949); „Mið- alaamenn standa að háttum og þrám að mörgu leyti mjög nálægt nútíma- mönnum, þótt hið gagnstæða virðist við grunnfæra athugun. Án miðaldanna væri menning okkar óhugsandi.“ — ,,í flestum klaustrum var ekki um sér- stakan sóðaskap að ræða“. L. Hiller segir í Surgery Through the Ages (1944) í sambandi við hinn fræga skurðlækni Guy de Chauliac, líflækni páfa (1300- 1368); „Það er merkilegt, að á miðöld- unum kröfðust beztu læknarnir hrein- lætis, og margir af spítölum þeirra tíma voru betri í þessu tilliti en spítal- ar aldanna, sem á eftir fylgdu“. Hugo frá Lucca, sem var uppi um 1200 og einnig var líflæknir páfa, viðhafði smit- gát við skurðaðgerðir sínar (R. H. Major) og Henri de Mondeville (1260- 1320) fylgdi aðferðum hans. Eftir hon- um eru höfð þessi orð: „Guð eyddi ekki aliri sköpunargáfu sinni í það að búa til Galenos“ og sýnir það sjálfstæði hans, því að gríski læknirinn Galenos (um 130-290) var öldum saman talinn nær óskeikull. W.G. de Burgh heldur og mjög fram hlut miðaldanna í bók sinni, sem nefnd var í síðasta þætti, og telur það ekki ná neinni átt að æða á sjö mílna skóm yfir 1000 ára tímabil í sögu menningar- legar framiþróunar Vesturlanda eins og FJORTÁNDI HLUTI þar hefði verið eyða. Hann telur að vísu að öldunum frá hruni Rómaríkis fram undir árið 1000 megi líkja við jarðgöng, enda hafi kirkjan þá staðið ein uppi af stofnunum rómverska ríkis- ins og þó átt í vök að verjast. Á þjóð- flutningatímunum og næstu öldum á eftir ríkti sverðið en ekki penninn, eins og Diepgen segir, en við það bættist plágan mikla, sem kennd er við Justini- Framhald á bls. 12 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. júní 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.