Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1966, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1966, Blaðsíða 3
Gó5ur drengu Eftir Tove Ditlevsen S onur skógarvarðarins smeygði sér inn á milli annarra viðskiptavina í bakarabúðinni. Hann tyllti sér á tær til þess að gera vart við sig og fylgd- ist af ákafa með því hve margir komu inn á eftir ihonum. aHnn átti annríkt. Hann átti næstum alltaf annríkt. Hann átti að kaupa flösku af mjólk handa litla bróður sínum; móðir hans gat allt í einu ekki mjólkað honum lengur vegna þess að hún hafði fengið mein í brjóst- ið og var með hita. Hann teygði úr hálsinum til þess að vekja eftirtekt bakarans sem fór sér óhæfilega hægt. Móðir eins af skóla- félögum hans kom inn í verzlunina og hann þreif húfuna af höfðinu í skynd- ingu eins og nýliði fyrir herforingja sínum. „Góðan dag“, sagði hann upp- hátt. Hún bisaði með innkaupanet fyrir framan sig, út úr því stóð graslauks- skúfur og kitlaði hann í hnakkann. „Góðan daginn, John, og til ham- ingju með litla bróður þinn, þykir þér ekki vænt um hann?“ „Ju-ú“, sagði hann, eldrauður í fram- an af áreynslu við að sýna á sér óhemjulegan fögnuð. Skyndilega horfðu þau öll á hann. Var hann nú líka almennilega glaður? „Ja, þessu átti maður nú ekki von á“, sagði bakarinn og brosti gleitt fram- an í viðskiptavin, „sennilega hefur það líka verið á seinasta snúning." Svo vék hann sér að drengnum. „Hvað áttir þú svo að fá í dag?“ John lyfti körfunni upp á borðið og rétti fram miðann sem móðir hans hafði skrifað. Annars gleymirðu bara heimingnum, hafði hún sagt. Enn hafði hann þó aldrei gleymt neinu, en hún talaði svo oft svona. Hann fékk ikörfuna fulla aftur og miðann vafinn um skiptimyntina. „Er hann fallegur?" spurði bakar- inn og strauk skeggið. Drengurinn kinkaði kolli. „Já“, sagði hann, „hann orgar bara svo mikið. Þau hlógu öll, það gerðu fullorðnir alltaf, ef maður sagði ekki eingöngu já eða nei. Honum fannst þau líta hvert á annað og drepa tittlinga, og hann flýtti sér sem óðast út úr dyrunum. Fyrir utan beit kuldinn hann í nefið svo hann hnerraði. Skógurinn lá fram- undan 'honum eins og stærðar fjall og húsið við rætur þess svo agnar smátt. Ef hann hlypi yfir akrana, gæti hann komizt heim á stundarfjórðungi; eftir þjóðveginum tók það hálfa klukku- stund. En það var of bjart til að fara forboðnar leiðir. ICarfan var þung, hann færði hana yfir á hinn handlegginn og hljóp við fót. Hann ætlaði að koma móður sinni á óvart með því að verða eldfljótur heim aftur, það gerði hann alltaf, en í dag ætlaði hann að vera fljótari en ella vegna þess að hún var veik og litli bróðir þurfti að fá mjólkina sína í snatri. Bílarnir þeystust framhjá hon- um og hann gat ekki greint bílnúmer- in fyrir kafaldshríðinni. Annars safnaði hann þeim. Einstöku hjólreiðamenn brutust áfram bognir fram á stýrið, með eyrnahlífar, rauðir og votir í andliti. En þeir, sem komu á móti honum, höfðu vindinn í bakið og þá þekkti hann alla. Sæll, John, hrópuðu þeir. Hann kinkaði kolli af öllum kröft- um. Enginn skyldi geta sagt að hann væri ókurteis. Hann var röskasti dreng- urinn í öllu byggðarlaginu við að fara sendiferðir, höggva brenni, þvo bleyj- ur og yfirleitt allt það, sem orðið gat manni til framdráttar í þessari veröld. Það voru aðeins lexíurnar, sem vildu vefjast fyrir honum. Látum það eiga sig, sagði móðir hans, bara ef þú ert góður drengur. Æ, hún var svo væn hún mamma hans, svo góð. Föður sinn var hann hálfsmeykur við, hann talaði ekki mikið við hann, og rödd hans var hrjúf og hörð. Eins og hendur hans þegar hann sveiflaði byssunni niður af öxlinni og fleygði dauðum íkorna á eldhúsborðið. Þeir voru nefnilega mein- dýr og hann fékk peninga hjá óðals- eigandanum fyrir alla, sem hann skaut. En þeir voru svo kátlegir þegar þeir skutust uppeftir trjástofninum, alltaf á flótta. John gat vel hugsað sér að halda einhvern tíma á litlum, lifandi íkorna milli handanna. Hann þurftu þeir ekki að hræðast. Hann hafði einu sinni hreyft við byssu föður síns og mundi enn hirtinguna sem hann hafði fengið fyrir. Það gæti hlaupið skot úr henni, hafði mamma hans sagt, og hitt þig eða eitt- hvert okkar. — Ef það kæmi nú í litla bróður, hvílíkur gauragangur myndi þá ekki verða. Þá myndu pabbi og mamma iðrast þess að hafa „alið hann upp“. Hann tók á rás við tilhugsunina. Hann vissi að hann var skuldbundinn mann- kyninu vegna þess að hann hafði ekki fæðzt almennilega eins og litli bróðir, heldur hafði hann hafnað hér hjá pabba og mömmu fyrir einskæra heppni. Hann var tökubarn og hinir raunverulegu foreldrar hans voru eitt- hvert voðafólk í Kaupmannahöfn, sem ekki var einu sinni gift. Guð gefi að þú eigir aldrei eftir að hitta þau, hafði móðir hans sagt, þegar hún skýrði hon- um frá því. Næst á eftir varð honum oft á að hvessa augun á ókunnugt fólk, sem kom til þorpsins, og ímynda sér að það hefði komið frá Kaupmannahöfn til að nema hann á brott. Hvað hann skyldi streitast á móti og kalla á mömmu sína! Sjö ára var hann að vísu lítill eftir aldri, en knár. Hann gat dælt vatni upp úr brunninum og borið tvær föt- ur i einu. Það var ekki víst að litli bróð- ir yrði nokkurn tíma svo kræfur. Þetta kríli. Hann lá við stórt, hvítt brjóst móður sinnar og saug án afláts, svo hún var orðin veik af því. Einn daginn spurði John hvort hann hefði nokkurn tíma verið mataður á þennan hátt, og móðir hans hló: Nei, greyið mitt litla, þú ert pelabarn. — Hann ímyndaði sér, að ef til vill hefði hann verið búinn til í flösku, eins og hægt er að byggja skip í flösku, en hann skildi nú samt vel orðtækið. Það var bara einhver hljóm- ur í því, sem gerði hann frábrugðinn öðrum. Og það vildi hann líka vera, en aðeins í hinu góða. Hann gat hlaupið hraðar en nokkur annar drengur í bekknum. Andardrátturinn stóð eins og ský úr vitum hans, eins og reykurinn úr löngu pípunni hans pabba. Hann saug upp i nefið og færði aftur körfuna til. Svo gaf hann sér tíma til að þurrka sér um nefið á treyjuerminni. Nú var skógurinn ekki lengur eins og fjall og hann gat séð rjúka úr reykháfi húss- ins. Hann gat einnig greint axarhljóð, það var faðir hans, sem felldi tré. Óð- alseigandinn merkti sjálfur þau dauða- dæmdu. Svo stóðu þau þarna og vissu ekki af neinu, fyrr en þau fundu öxina rjúfa stofninn. Fram að því augnabliki líktust þau öllum hinum trjánum og héldu sig eiga að standa þarna til eilífðarnóns og þjóta í vindinum, skjóta út nýjum vaxtarsprotum á vorin og fella svo allt saman þegar kólnaði, svo veslings íkornarnir voru sjáanlegir langt að. Hann kenndi í brjósti um þessi tré, en tré finna ekki fyrir þessháttar, sagði móðir hans. íkornarnir litlu vissu held- ur ekki að þeir yrðu skotnir og það var alls ekkert sárt að fá kúlu í hjartað. Það voru aðeins veiðiþjófarnir, sem voru illmenni, því að þeir hittu oft illa og létu dýrin liggja og kveljast þar til faðir hans fann þau. Faðir hans var Framhald á bls. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3 Ögmundur Helgason: Fredrico Garcia Lorca Gulur er sandurinn í Granada. Gengin spor mást skjótt, en minningin lif ir í líki skáldsins, er lifði og dó landi sínu, frelsinu. Á kletta Granada grætur sólin geislum sínum. Spánn, aldrei mun blóð hans storkna á jörð þinni. 12. júni 1960

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.