Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1966, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1966, Blaðsíða 3
Heimsókn í enska krá ■....... Eftir Alan Boucher .. Einn vinur nainn — við skulum kalla hann Jón Jónsson — iheimsótti mig suð- ur í Lundúnum fyrir nokkru. Jón er Islendingur og heimsborgari. Þegar hann ferðast til útlanda, þykir honum alltaf gaman að fræðast um siði og venjur hinna innfæddu. Þess vegna bað hann mig nú um að sýna sér eitthvað sem mér fyndist nokkuð varið í úr þjóðlífi okkar Englendinga. „Ég er búinn að skoða Lundúnakast- ala og allt þetta fólk í búningi 16. aldar, xninnismerki Shakespeares í Westminst- er Abbey og einhver ósköp af göml- um ltirkjum að auki. Það hefur verið reynt að telja mér trú um, að þið sem þjóð tilheyrið einhverri liðinni öld, og sannleikurinn er sá, að ég hef gist í nokkrum hótelum og húsum, þar sem imér fannst þetta ekki of djúpt í ár- inni tekið. Á hinn bóginn hafa mér ver- ið sýndar verksmiðjur og rafheilar og ýmis önnur nýtízkuleg fyrirbrigði og sagt, að Englendingar væru í broddi fylkingar, þar sem um framfarir er að ræða. Hvar milli þessara andstæðna liggur hið raunverulega England?“ „Ætli það liggi ekki í kránni“, svar- aði ég. „Komdu og farðu í frakkann. Við skulum sjá“. „Ha?“ segir Jón, „ég vil ekki neitt íyllirí“. „Ekki ég heldur“, segi ég. „En þetta er áreiðanlega ein merkasta stofnun okkar, að þinghúsinu og þjóðkirkjunni ekki undanskildum“. „Nú ertu að gera gys að mér“, seg- ir hann. „Alls ekki. Þetta er eina menning- artæki okkar sem megnar enn að keppa við sjónvarpið. Bíóin eru að líða undir lok, og leiklhúsin tapa peningum, mynda söfn eru illa sótt, og hljómsveitir fara á hausinn, en knæpurnar standa með miklum blóma alls staðar í landinu“. „Eruð þið svo miklir drykkjumenn, Englendingar?“ „Ekki held ég það. En einhver vitr- ingur hefur sagt, að vín í hófi væri eins og olía í vél þjóðfélagsins". Við löbbuðum af stað. Það var farið að dimma, en veðrið heitt og gott og margt fólk úti á götunni. Við gengum í hljóði stundarkorn, þangað til við komum þar, sem fornfáleg bygging stóð við veginn. Fyrir utan hékk skilti með mynd af sól, fremur illa máluð. í porti fyrir framan voru nokkur borð, en þar sátu fáein hjón undir beru lofti og voru að drekka. Jón stefndi að dyr- um, þar sem var áritun „public bar‘. „Við skulum ekki fara þangað inn“, segi ég. „Af hverju ekki?“ spyr Jón og er undrandi. „Á þetta ekki að þýða al- mennur bar?“ „Jú, en við förum hinum megin“. Ég bendi á aðrar dyr með orðunum „sal- oon bar“ máluðum á glerið. Hvernig ætti ég að fara að því að skýra flók- ið fyrirbrigði eins og enska stétta- kerfið fyrir íslendingi? „Það er skemmti legra hinum megin“, segi ég. Jón lætur það gott heita, og við förum inn. Það var miðvikudagskvöld, en samt troðfullt af fólki við barinn. Bæði karl- ar og konur sátu við borðin eða bar- inn, hóvaðinn var mikill og reykjar- svæla í lofti. Við keyptum okkur hvor sinn bjór og settumst við borð and- spænis gamalli konu, sem var að drekka portvín. Hún var með ’hund undir borð- inu, en hánn virti okkur ekki viðlits. „Lovely day“, segir konan. Við samþykkjum það. Það er óhætt að tala um veðrið, hvar sem maður er. Þetta er eitt sem allir eiga sameig- inlegt, og vissari grundvöllur fyrir sam- tali en stjórnmál eða íþróttir. Jón trúði mér fvrir því, að hann hefði farið í rakarastofu um daginn, til þess að láta klippa sig, og lent í samtali um þetta cricket okkar. Hann sagðist brátt hafa komizt í ófæru með umræðuefnið, en tekizt að þagga niður í manninum, með því að spyrja, hvort þessi leikur væri ekki einhvers konar baseball, eins og tíðkaðist í Ameríku. „Hann virtist taka þetta mjög nærri sér, eins og ég hefði sagt eitthvað dóna- legt um drottninguna eða eitthvað enn- þá verra“. „Hvað sagði hann?“ spurði ég. „Ekki neitt í rauninni. En ég vissi ekki áður, hvað var hægt að láta í ljós mikla hneykslun og fyrirlitningu með því að greiða á manni hárið“. „Heyrið þið“, segir gamla konan, sem er að hlusta á samtal okkar með mik- illi athygli, „hvaða mál er þetta? Er þetta pólska?“ „Nei, íslenzka", svara ég. „Vinur minn er nefnilega frá íslandi'. „Einmitt það“, segir hún. „Það er Pólverji, sem leigir í húsinu hjá okk- ur. Vel ættaður maður. Var einhvers konar greifi úti í Póllandi“. „Jæja“, segi ég. „En vinur minn er frá íslandi“. „Þér þurfið ekki að tala svona hátt, ég er ekki heyrnarlaus", segir hún. „Já þeir tóku allar eignir hans. Nú ekur hann leigubíl. En 'hann er fullkominn gentleman. Peningarnir, þeir eru ekki aðalatriðið“. „Alls ekki“, segjum við. Þá var þögn. „Mikið ósköp hafa þeir farið illa með ykkur þarna fyrir austan" segir konan við Jón. „Ég læt það nú vera“, svarar hann. Hann er nefnilega Austfirðingur að uppruna. „En þó er alltaf blessuð síld- in“, bætir hann við. Konunni virðist verða dálítið bilt við, en þá kinkar hún kolli og segir með sannfæringu: „Já, síldin, auðvitað", og hún lyftir glasi sínu og segir skál fyrir Póllandi og síldinni. Við drekkum með, og þá fer Jón að reyna að út- skýra fyrir henni, hvar ísland sé. Á meðan á þessari kynningarstarfsemi stendur, er ég að berjast við að kom- ast gegnum mannfjöldann að barnum. Þegar ég kem loks aftur með fullar bjórkönnur, er búið að skipta um um- talsefni. „Hún segist ekki vera ensk“, segir Jón. „Lézt vera móðguð, af því að ég kallaði hana Englending“. „Hvaðan er hún þá?“ „Frá írlandi". „Það er sízt betra heldur en þegar hún var að kalla þig Pólverja“, segi ég. „Heyrðu“, segir hann, „ég er búinn að tala við margt fólk, síðan ég kom til Englands, og ekki enn hitt mann, sem viðurkennir að hann sé Englend- ingur. Þeir eru írar, Skotar, Walesbú- . ar, Kanadamenn, Vestur-Indíumenn og allt mögulegt nema Englendingar. Hvað er orðið af þeim eiginlega?“ „Ég er Englendingur", svara ég svo- lítið vandræðalega. „Ertu viss um það?“ „Já, að minnsta kosti í föðurættina. Móðir mín er nefnilega áströlsk, af írskum uppruna". „Hvernig stendur á því, að þú hefur þá franskt ættarnafn?“ „Forfeður mínir ku vera komnir frá Normandí með honum Vilhjálmi bast- arði, en það var fyrir nokkru síðan“. „Þá ertu líklega af norrænu bergi brotinn?“ „Ætli það skipti miklu máli“, segi ég svolítið óþolinmóður, „þegar öll kurl koma til grafar, erum við víst af mörgu bergi brotnir. — Mér finnst nefnilega þessari ættrækni íslendinga heldur of- aukið. Annars er ætt aðeins lítill þáttur í því, sem skapar þjóðerni, að mínu á- liti. Maður er Englendingur, vegna þess að hann býr í þessu landi, talar málið, hugsar eins og fólkið í kringum hann; Framhald á bls. 13 Skógarljóð Eftir George Meredith Aðeins krónurnar bærast í blænum, ekkert bifast við jörð í myrkviðar mosa grænum. Og puntstráin hvergi hrærast, eins og hugsi, við þögulan svörð. Og bleikum er blöðum þar stráð, þau eru bjarkanna fallna lið. Yfir lög, yfir láð þreytir lífið sitt flug, vísar biðlund á bug. Og við eigum bið eins og blöðin sem falla á grund. Einnig við. Stutta stund. Yngvi Jóhannesson þýddi. 5. júní 1966 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.