Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1966, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1966, Blaðsíða 5
Uthlutun listamannafjár Eftir Sigurð yrir tæpum tveimur árum birti ég hér í Lesbókinni grein um úthlutun listamannafjár þar sem ég bar fram ýmsar að mín- um dómi tímabærar spurningar og vitnaði í þau ummæli Helga Sæm- undssonar, sem situr í úthlutunar- nefndinni, að störf hennar einkennd- ust „af skipulagsleysi og handa- hófi“. Bar ég meðal annars fram þá kröfu, sem margsinnis hefur ver- ið áréttuð af nefndarmönnum sjálf- um og ýmsum öðrum, að Alþingi sæi sóma sinn í að setja hið bráðasta lög um úthlutun listamannalauna. Svör við spumingunum til nefndar- innar hafa ekki fengizt, og Alþingi hefur ekki aðhafzt neitt það sem létt gæti af nefndarmönnum þeirri hvimleiðu kvöð að strá um sig millj ónum króna af almannafé af algeru handahófi. Um það er víst engum blöðum að fletta, að hið makalausa kák, sem út- Ihlutunarnefndin heíur gert sig bera að ár eftir ár, stafar að talsverðu leyti af skorti á leiðbeiningum eða reglum um imarkmið og tiihögun úthlutunarinnar, en 'hitt verður jafnframt æ ljósara með hverju árinu sem líður, að pólitísk hlut- drægni og gerræði færist í aukana, og blasir það hvað skýrast við þegar litið er á úthlutun tveggja síðustu ára. Þess- um þætti úthlutunarinnar ber meirihluti nefndarinnar fulla ábyrgð á, og verður honum ekki nógsamlega mótmælt, þvi hann er þjóðarsmán. Þegar litið er yfir þá fjóra dilka, sem nefndinni þykir hlýða að draga lista- menn þjóðarinnar í, verður með engu móti ráðið, eftir hvaða reglum hafi ver- ið farið, enda jafnan vandasamt að flok'ka listamenn af skynsaimlegu viti. Um efsta flokkinn virðist þó aldursregl- an hafa verið meginleiðarvísirinn: í honum lenda menn sem eiga að baki sér langt æviverk, en mat á því virðist lítt koma til álita, svo ótrúlega sundur- leitur sem Ihópurinn er. Um neðri flokkana þrjá virðist hins vegar ráða svo fullkomið handaihóf, að manni er óskiljanlegt hvers vegna nefndin er að burðast með þessa flok'ka- skiptingu. Þar er hvorki farið eftir magni þeirra verka, sem listamennirnir hafa skilað, né gæðum þeirra. Tökum rithöfunda sem dæmi. Sé það magnið eem ræður úrslitum, hvers vegna eru þá höfundar eins og Guðmundur Ingi Kristjánsson og Snorri Hjartarson í öðr- um flokki, en Agnar Þórðarson og Þór- unn Elfa Magnúsdóttir í þriðja flokki, og Rósberg G. Snædal í fjórða flokki? Séu hins vegar gæðin látin skera úr, hvers vegna eru þá Vilhjálmur S. Vilhjálms- eon, Elínborg Uárusdóttir og Þorsteinn Valdimarsson í öðrum flokki, en Jón Helgason prófessor, Jakob Jóh. Smári, Jón úr Vör og Geir Kristjánsson í þriðja flokki, og Oddur Björnsson og Einar Bragi í fjórða flokki? Ef hvorki magn A. Magnússon né gæði koma ti'l álita, eftir hverju er þá farið? Svipuðum spurningum mætti varpa fram um menn í öðrum listgreinum, sem flokkaðir eru af sama handahófi. Hinn handahófslegi dilkadráttur ís- lenzkra listamanna er fyrst og fremst varhugaverður og jafnvel ískyggilegur fyrir þá sök að þorri landsmanna lítur á úfhlutun listamannafjár sem nokkurs konar einkunnagjöf, verðlaun eða opin- bera viðurkenningu fyrir unnin afrek. Hvað sem segja má um líkindi til skynsamlegs mats á ólíkum listamönn- um ólíkra listgreina þá liggur í augum uppi að allt sanngjarnt mat á listrænum Þorkell Sigurbjörnsson verðleikum er vitavonlaust eins og út- hlutunarnefndin er saman sett. í henni sitja þrír menn sem eitthvað hafa fjall- að um bókmenntir, en bera að því er virðist lítið sem ekkert skynbragð á aðrar listir. Hinir fjórir hafa ekki annað til brunns að bera á þessum vettvangi, svo vitað sé, en pólitíska hollustu (auk þees sem tveir þeirra eru albræður þriggja fjárþegar). Mér er það raunar furðuefni að sumir þessara manna skuli láta nota sig til svona verka, jafnvel þó þeir fái álitlega þókn- un fyrir. S vo bölvað sem handahófið við út- hlutunina er, þá er þó hitt háifu verra, hvernig listamannalaunin eru beinlínis notuð til að þægja pólitískum jábræðr- um og hegna þeim sem dirfast að hafa róttækar skoðanir eða gagnrýna ríkj- andi aldarhátt og ráðamenn. Á undanförnum árum hefur hið póli- tiska gerræði orðið æ freklegra, og má segja að keyrt hafi um þverbak í ár. Nú blasti það sem sé við öllum lands- lýð, vegna þess að tveir ungir höfundar, þeir Jóhannes Helgi og Ingimar Erlend- ur Sigurðsson, höfðu sent frá sér stór skáldverk fyrir jólin þar sem óvægiiega var veitzt að íslenzku þjóðfélagi sam- tímans og nokkrum máttarstólpum þess. Þó bæði þessi verk væm stórgölluð, einkanlega þó „Borgarlíi", voru þau mun mikilsverðara framlag til íslenzkra bókmennta en obbinn af þeim vaðli sem árlega er launaður af almannafé, og báðir ‘höfðu þessir höfundar áður sent frá sér athyglisverðar bækur. Hér virð- ist úthlutunarnefndin kinnroðalaust hafa fetað í fótspor ‘þeirra sovézku menningarforkólfa sem með ýmsum hætti hafa ofsótt þarlenda rifhöfunda, ef þeir hafa farið út af opinberri réttlínu í Skrifum sínum. essu til áréttingar vii ég enn nefna nöfn tveggja róttækra rithöfunda sem ættu flestum öðrum fremur skilið að fá opinbera viðurkenningu og fjár- hagsstyrk við erfiðar aðstæður fyrir mikilvægt framlag til íslenzkra bók- mennta. Annar þeirra er Guðbergur Bergsson, sem er tvímælalaust einn langbezti- yngri prósahöfundur okkar og hefur skilað verkum sem setja hann á bekk með fremstu rithöfundum. Hinn er Þorsteinn frá Hamri sem sömuleiðis er bezta ljóðskáld okkar undir þrítugs- aldri og þó lengra væri til jafnað. Báð- ir hafa þessir menn verið beittir hróp- legu ranglæti, án efa vegna pólitískrar afstöðu sinnar. Og enn má tína til mörg nöfn þessu til áréttingar. Úr hópi ljóðskálda: Hannes Sigfússon, Sigfús Daðason, Stefán Hörð Grimsson, Jón frá Pálm- holti og Dag Sigurðarson. Úr hópi sagnaskálda: Blías Mar, Kristján Bend- er, Friðjón Steifánsson og Steinar Sigur- jónsson. Úr hópi lei'kskálda: Erling E. Halldórsson, Bjarna Benediktsson frá Hofteigi, Guðmund Steinsson og Magnús Jónsson. Allir eru þessir höfundar rót- tækir í einibverjum skilningi, þó ekki verði settur á þá alla flokksstimpill, enda skiptir það ekki meginmáli. Enda þótt mér komi ekki til hugar að Þorsteinn frá Hamri Guðbergur Bergsson leggja ofangreinda höfunda að jöfnu, geng ég þess ekki dulinn að skerfur þeirra hvers um sig til íslenzkra bók- mennta er miklurn mun veigameiri en verk margra þeirra höfunda sem ár eftir ár prýða skrá úthlutunarnefndar nöfn- um sínum. Nú er að sjálfsögðu erfitt að færa óyggjandi sönnur á, að hér sé um pólitíska ofsókn að ræða, en vissu- legia er það einkennileg tiiviljim, svo ekki sé rneira sagt, að þessi stóri hópur róttækra höfunda, sem margir eru í fremstu röð, skuli vera settur hjá, með- an fjölmennum hópi bögubósa er um- bunað ár eftir ár. Af umtalsverðum höfundum, sem fá ek'ki listamannalaun og ekki teljast rót- tækir, man ég ekki í svipinn eftir nema Matthíasi Johannessen, en hann hefur búið svo um hnútana að hann sé ekki borinn upp í útJblutunarnefndinni, með- an ekki fást skýr svör við því, hvort um er að ræða viðurkenningu eða styrk. Mró ég sé ekki jafnkunnugur öðr- um listgreinum, fór ekki hjá því að einnig þar vekti útihlutunin furðu mína. Þannig er t.d. ýmsum tónskáldum út- hlutað listamannalaunum, flestum von- andi að verðleikum, þó sum þeirra hafi ekki verið ýkja stórvirk, svo kunnugt sé. Hins vegar voru tvö allra efnilegustu ungu tónskáldin sett hjá bæði í fyrra og í ár, þeir Þorkell Sigurbjörnsson og Leifur Þórarinsson. Þó hefur Þor- kell bæði samið mörg tónverk sem flutt hafa verið á tónleikum hér og ráðizt í það þrekvirki fyrstur íslenzkra tónSkálda að færa hér upp frumsamda óperu, sem vakti athygli. Leifur hefur einnig verið afkastamikið tónskáld og meðal annars samið tónsmíð- ar við leikhúsverk sem hér hafa verið sýnd. Hvers eiga þessir menn að gjalda? Ég vék að því í áðurnefndri grein, að þeir túfkandi listamenn sem væru á föstum launum hjá Þjóðleikhúsinu og Sinfóníuhljómsveitinni ættu að réttu lagi ekki að þiggja listamannalaun, þar sem þeir hefðu lífsframfæri af list sinni hjá ríkinu. í ár fengu tveir fastráðnir leikarar Þj óðleikhússins listamanna- laun, Baldvin Halldórsson og Krist- björg Kjeld, og fæ ég ekki skilið hver sé forsenda þess. t \ ■ilð öllu þessu athuguðu (og er þó einungis fátt eitt talið) virðist mér liggja í augum uppi, að handahóifið við úthlut- u.. listamannafjár verði ekki lengur þolað, og þaðan af síður sú tilhneiging 20. febrúar 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.