Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 3
Hin glæsilcga kirkja Ilinriks III í Westminst er Abbey Englar hafa átt til af hæstu frægð, ódauðlegum dáðum í þarfir föðurlands- ins, tign og ágæti, hefur stráð dufti sinna dauðu, tímanlegu leifa í þennan mikla legstað. Kirkjan stendur vestanvert við Tempsá, krossbyggð, með höfuð krossins mót austri, en megininngang frá vestri. Álmur jafnlangar liggja til norðurs og suðurs og- öll byggingin grundvölluð sem mynd af píningartré Júðanna.* — Játvarður góði Englakonungur reisti kirkjuna fyrst, en nú eru .undirstöður einar í kórnum eftir af byggingu hans. Hinrik 3. (13. öld) hóf endurbyggingu kirkjunnar, en fullgjörð var hún fyrst um miðja lö. öld. Upphaflegur stíll hennar var nor- rænn, en nú sést hann aðeins á nokkr- um leifum klaustursbygginga þar hjá, sem eftir hafa orðið frá þeim tímum, er hér var klaustur, en af því dregur kirkjan nafn (Westmonasterie v. West- minster Abbey). Aðallega er kirkjan byggð með gotnesku sniði, þó nokkuð Iblönduðu og ósamræmu, sem von er vegna hinna löngu tima og ýmsu meist- ara, er orðið hafa að starfa að henni. egar komið er inn í kirkjuna, rís marmaralíkneski og minnisvarðar fyrir augum manns til beggj-a handa, hver öðrum meiri og dýrlegri. Skáldin eiga legstaði sína í suðurarminum, en stjórnmálamenn og aðrir höfðingjar að norðanverðu. Pitt, Palmerston, Disraeli, Gladstone til vinstri — Dryden, Tenny- son, Browning, Coleridge, Shakespeare til hægri — eru þar meðal annarra ódauðlegra grafinna, úthöggnir og letr- aðir sem leiðarstjörnur æskufólks, er streymir um steinkirkjuna, til frama og og listar — fyrir þetta mikla, auðuga föðurland. — „Hér hvílir það, sem dauð- legt var af ísaki Newton“ — og „allt líf er spaug, var lífs míns trú; mitt líf er úti; ég veit það nú“ (Grey). Þetta eru tvenn grafletur, sem ég tek eftir í þetta sinn öðrum fremur, annars renna augun yfir óendanlegan fjölda af gulln- um línum og stefjum -á minnisvörðum hinna ódauðlegu.hamingjusömu stein- búa musterisins, undir myndum og mar« maralíkneskjum heilagra kirkjufeðra, dýrlinga og sannleiksvitna. Allt er þrungið af helgi og hátign gamallar siðmenningar, sem seilist hér inn að véböndum grafarinnar með allt það æðsta, haldibezta og göfugasta, sem list lífsins á til í veganesti handa þeim dauðu, horfnu, sem farið hafa yfir um. Orgeltónar, mjúkir, voldugir og hreinir, fylla nú allar hvelfingar, titra yfir manni og stilla hjörtun til sam- ræmis við anda þeirra kenninga, sem á að flytja hér í dag frá blöðum ritningar- innar miklu og frá lifandi vörum. Ekk- ert hljóðfæri tekur jafndjúpt grip í strengi sálarinnar eins og orgelið. Það er eins og englar andi á málmfjaðrirnar og tali til manns með tungumáli tón- anna. Ein sterk hreinsandi bylgja af fullkomnum hljómi streymir gegnum mig, laugar mig og lyftir mér upp. Ég er kominn í kirkju, hús lífshöf- undarins, þess anda, sem ég þrái og ótt- ast, skil ekki, en veit þó, að hefur lagt afi vonarinnar og óttans í huga minn. Hve dýrðlegt og guðdómlegt er þetta mál, sem englarnir tala hér til manns .— mál hljómsins, sem kemur og fer, sem ber boð milli tveggja heima. Ég sezt innariega, svo nálægt stólnum sem ég kemst, svo ég geti heyrt og skilið hvert orð klerksins. — Messan hefst. Kórsveinar, hvítklæddir með krosslagðar hendur, ganga hljóðlega og hægt í röð inn eftir öðrum væng kirkju- byggingarinnar inn að bekkjum, sem reistir eru hver yfir öðrum beggja meg- in við ganginn. Djákninn stendur upp á efsta bekkjaröðinni annarri og les upp bænir og lofgjörðarorð, sem fólkið *) í írumprentun: Jótanna hefur upp eftir honum jafnóðum. Rödd djáknans er hrein, málið skýrt og æft í góðum skóla. Lesturinn er nokkurs konar tónlag, einfalt og óbrotið — en við og við fellur kórinn inn með marg- rödduðu viðlagi. E ins og steinninn bergmálaði fyrstu tóna orgelsins, bergmálar nú fólk- ið orð lesarans. Ósjálfrátt lít ég í kring- um mig aftur á næstu bekki og virði fyrir mér eitt og eitt andlit í söfnuðin- um. Þau eru alvarleg og róleg, með virðingu og kærleik til þessara trúar- bragða, sem eru grundvöllur brezkrar menningar. Hver einasti maður blandar sínum rómi inn í endurtekning safn- aðarins, ófeiminn, frjáls og afskipta- laus af því, hvort rödd þess, sem næst- ur situr, er fögur eða ófögur, ung og hrein eða skjálfandi og rám öldungs- rödd. Kórsveinarnir syngja síðan lofsöng, sem fólkið tekur ekki þátt í. Raddir ung- linganna minna í einu bæði á karl og konu, eru kynslausar eins og englarn- ir. Bak við bekki kórsveinanna eru fullorðnir, æfðir söngvarar, sem flétta raddir inn í höfuðlagið við og við á vissum stöðum eftir ákveðnum regl- um. Annar djákni stendur síðan upp og les tvo pistla. Milli hins fyrri og síðari er aftur kórsöngur án hluttöku fólks- ins, hærri og erfiðari, og loks eftir hinn síðari pistil er sungúa bæn, sem allir taka undir við. Allt miðar að því að reisa hugann hærra og hærra, nær aðal- athöfninni, frá orgeltónum til söngva, frá óbundnu til bundins máls, frá lestri til bænar. Fólkið stendur upp, krýpur fram í bekkjunum, bænir sig eða hlýð- ir á lestur djáknanna eða söng svein- anna á víxl, unz klerkurinn stendur upp og gengur til ræðustólsins með kyndilbera, er fer á undan honum þangað, sem prédikunin fer fram. Presturinn leggur út af boðskap Krists til Natanaels. Sannlega, sannlega segi ég yður: Héðan af munuð þér sjá himininn opinn og engla guðs stíga upp og stíga niður yfir mannsins son. — Hann er aldraður, skarpleitur og ennisbreiður klerkur, með þetta mjúka, hreina og sterka málfæri, sem hámennt- aðir listamenn orðsins afla sér með langri æfingu lífsins. Limaburður og fas er hvorttveggja kennimannlegt og tignarlegt. Svipurinn er hreinn, en þó þungur, og býr yfir ríku geði, sem er tamið til fulls í embættum kirkjunnar. E g gat ekki óskað mér annars ræðuefnis fremur en þessa í dag, því það snerist einmitt að því, sem ég hugs- aði um, þegar ég leit yfir andlitin í brezka söfnuðinum og heyrði og sá kór- sveinan.a hvítklæddu. Mér sýnist það næstum ofvaxið mannlegum skilningi, hvernig öldur haturs og ofsókna hafa farið að rísa svo hátt milli katólsku og mótmælenda, þegar ég lit yfir þessa ensku hákirkju. Því var kraftur og á- gæti islenzkrar þjóðmenningar látið falla til jarðar með blóði Jóns Arasonar? Því lét faðir frelsarans nokkra nótt koma yfir heiminn slíka sem Bartolomeusar- nóttina? Því blettaði og ataði góð sál sig svo mjög í níði og grimmd út af þessu orðastríði um engla guðs eða vald það, sem þjónum hans væri gefið? Klerkurinn talar í sannleika svo sem Framh. á bls. 8. -LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3 24. desember 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.