Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 1
ÞORLÁKUR HELGI Eítir séra Sigurð Pálsson , borlákur helgi Þórhallarson var hinn sjötti biskup á Skálholts- etóli. Hann var bóndasonur fæddur á Hiíðarenda í Fljótshlíð 1133. Foreldrar hans „voru bæði góðrar ættar og göfugra manna fram í kyn". Sakir féleysis brugðu foreldrar hans búi meðan hann var enn á barnsaldri. „Þá réðust þau mæðgin í hinn æðsta höfuðstað, Odda, undir hönd Eyjólfi presti Sæmundarsyni, er bæði hafði höfðingsskap mikinn og lærdóm góðan, gæzku og vitsmuni gnægri en flestir aðrir". Þar nam Þorlákur prestleg fræði en ættvísi og mannfræði nam hann af móður sinni. „Eyjólfur virti hann mest allra sinna lærisveina". Eftir nokkurra ára prestskap fór hann til frekara náms til Parísar. Þaðan fór hann til Lincoln á Englandi, sem þá var höfuðstaður kristninnar þar í landi. „Þar nam hann enn mikið nám og þarflegt sér og öðrum". Eftir sex ára nám í löndum þessum kom hann heim og fór hið mesta orð af siðum hans góðum og helgiþjónustu ágætri. Árið 1168 var hann ráðinn til að veita forstöðu nýju klaustri í Þykkvabæ í Veri. Þar starfaði hann með mikilli prýði í 7 ár. Þá var hann kjörinn biskup. Hann var vígður í Niðaróss dómkirkju hinn 1. júlí 1178. Eftir vígsluna sagði Eysteinn erkibiskup um hann að „hann hefði engan þann biskup vígt, er honum þótti jafn gerla með sér hafa alla þá hluti, er biskupi er skylt að hafa". Þó margt væri honum mótdrægt í biskupsdómi, naut hann fyllsta trausts og virðingar sökum hreinlífis hans, staðfestu og hófsemi. Hann andaðist í Skálholti hinn 23. des. 1193. Skömmu eftir andlát hans dreymdi Gissur Hallsson lögsögu- mann, að hann sá Þorlák biskup sitja á kirkjunni í Skálholti í biskups skrúða og blessa þaðan fólkið. Draum þennan réð Hallur svo, að Þorlákur mundi enn vera yfirmaður sinnar kristni. Segja má að sú ráðning reyndist rétt, því að fjöldi annarra vitrana og jarteina gerðist, er leiddi til þess að helgi Þorláks var lögtekin á Alþingi 1198. Þá var messudagur Þorláks settur 20. júlí. Sá dagur var síðan kirkjulegur þjóðhátíðardagur Islendinga í hálfa fjórðu öld. Á þeim degi streymdi fólk til Skálholts. Þar tók það þátt í hinum dýrlegustu helgihöldum. Fjöldi kraftaverka gerðist og trúarleg endurnýjun barst með Skálholts- gestum út um byggðir landsins. Þannig hélt Þorlákur biskup áfram að blessa sína kristni eins og Gissur dreymdi. Helgi Þorláks mun aldrei hafa að fullu gleymzt, og enn er til fólk sem á hann heitir. Fjöldi kirkna átti myndir af Þorláki helga, en engin þeirra hefur varðveitzt, svo vitað sé. Fyrir 20 árum frétti ég að mynd hans væri í kirkjuglugga í Lincoln á Englandi, þar sem helgur Þorlákur stundaði nám. Hafði ég hinn mesta hug á að sjá myndina. Svo var það sumarið 1961 að ég dvaldi um tíma í Oxford og ætlaði þá endilega að sjá myndina. Öll atvik samverkuðu þó að því að hindra að það gæti orðið. Þegar ég átti aðeins fáa daga eftir var ég farinn að hugsa um að sleppa þessd. Þá dreymdi mig draum, sem var þannig að ekki var gott að átta sig á hvort hann boðaði vandræði eða velgengni. Þó hafði draum- urinn þau áhrif að ég tók mig upp frá Oxford og hélt til London án þess að vera ráðinn í hvað ég ætlaðist fyrir. Þegar ég kom á járnbrautar- stöðina í London, spurði ég um ferðir til Lincoln. Mér var sagt að lestir þangað færu frá allt annarri stöð og sýnd var mér neðanjarðar- lest er þangað færi. Ég fór í þá lest og var þó enn óráðinn hvort ég ætlaði til Lincoln. Þegar ég kom á umrædda stöð, fann ég enga af- Framhald á blaðsíðu 2. »

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.