Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1965, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1965, Blaðsíða 3
gullspör og stjörnurnar Eftir Luigi Pirandello Söngur um grátinn Eftir Federico Garcia Lorca Svaladyrum mínum hef ég lokað, nú vil ég ekki heyra harmagrátinn, en bakvið hina gráu þykku veggi — þar heyrist ekkert nema grátur, grátur. Hér gerast fáir englar til að syngja. Og hundgá heyrist jafnvel ekki lengur, sjá, þúsund fiðlur fælust mér í lófa. En gráturinn er ofsafenginn hundur, gráturinn er ofsafenginn engill, gráturinn er ofsafengin fiðla — tárin kefla vindinn svo hann hljóðnar, og ekkert heyrist nema grátur, grátur. Baldur Óskarsson þýddi. og fljúga úr búrinu út um allt hús? Því búr gullspörsins, milli tjaldanna i gluggakistunni, var heimili hans aðeins að nóttu til; á daginn var hann þar aðeins augnablik í einu til að narta í fuglafræið sitt eða kyngja ofurlitlum vatnsdropa með því að hnykkja höfð- ir.u kænlega aftur. t stuttu máli, þá var búrið höll hans en húsið óravídd konungsríkisins. Og oft kom það fyrir, að hann settist á skerminn á hengiljós- ir.u í borðstofunni eða á bakið á stóln- um hans Afa og þar sat hann og söng eða — jæja, við vitum hvernig gull- spörvar eru! „ódóið þitt“, sagði gamla konan í skammatón, þegar hún sá hann gera það. Og hún kom hlaupandi með klútinn, alltaf reiðubúin til að þurrka upp eftir hann, rétt eins og í húsinu væri ung- barn, sem ómögulega gæti lært að gera vissa hluti á tilteknum stað og tíma. Og þegar hún var að fást við þetta, hugs- aði hún til sonardóttur sinnar, litla engilsins, og hvernig hún hafði tekið af henni þetta ómak í meir en ái', þar tii .... „Þú manst það, ha?“ Og gamli maðurinn — mundi hann? Hann gat enn séð hana hlaupa um hús- ið, agnarhnátuna. Og hann hristi höfuð- ið, lengi og dapurlega. Gfömlu hjónunum hafði verið skil- inn eftir þessi munaðarleysingi og hún óx upp í húsinu hjá þeim. Þau höfðu S TEINN. Annar steinn. Maður fer hjá og sér þá tvo liggja hlið við hlið. Er: hvað veit steinninn um hinn við hiið sér? Eða hvað veit vatnið um far- veginn, sem það rennur í? Maðurinn sér vatnið og farveginn; hann horfir á vatn- ið renna um farveginn og hann gerir sei í hugarlund, að vatnið kunni, á leið sinni um farveginn, að trúa honum fyrir — iiver veit hvaða leyndarmálum. Ó, þessi stjörnubjarta nótt ofar þök- unum í litlu þorpi milli fjalla. Sé horft tii himins frá þessum þökum, er vart hægt að ímynda sér að tindrandi stjörnuaugun sjái neitt annað. Þó vita stjörnurnar ekki af tilveru jarðaxúnnar. Tjöllin? Getur það verið, að þau viti ekki af litla þoi-pinu, sem hefur kúrt við rætur þeirra frá örófi alda? Þau eiga ser nöfn: Corno-fjall; Moro-fjall; og þó •— getur það hugsazt, að þau viti ekki emu sinni að þau eru fjöll? Og er það mögulegt, að húsið þarna fyrir handan, hið elzta í þorpinu, viti ekki að það var reist þar vegna vegarins, sem hjá því liggur, og sem er elztur allra vega? Getur það átt sér stað? Ef við gerum nú ráð fyrir að svo sé? Reyndu þá að trúa því, ef þú vilt, að Stjörnurnar sjái ekkert nema þökin í litla fiallaþorpinu þínu. If' £-J g þekkti eitt sinn gömul hjon, sem áttu gullspör. Sú spurning hvarflaði vissulega aldrei að þeim, hvernig andlit þeirra, búrið, húsið með fornfálegum húsgögnunum, kæmi gullspörnum fyrir sjónir, eða hvað honum fyndist um blíðu þa og umhyggju, sem honum var sýnd í svo ríkum mæli; því þau voru þess fullviss, að þegar gullspörinn kom og settist á öxl annarshvors þeirra og tók að kroppa í hrukkóttan háls eða eyrna- snepil — þau voru sannfærð um að hann vissi, að þetta var öxl, sem hann hafði setzt á, og að öxlin eða eyrna- snepillinn tilheyrði öðru þeirra en ekki hinu. Gat það átt sér stað, að hann væri ekki gagnkunnugur þeim báðum, að hann vissi ekki að þetta var Afi og þetta Amma? Eða að honum væri ekki fullljóst að þeim þótti svo vænt um hann vegna þess að hann hafði verið fuglinn hennar litlu, látnu sonardóttur þeirra, sem hafði kennt honum svo fallega að setjast á öxl sér og kroppa í eyi'a sér liT vonað að hún yrði þeim til gleði í ell- inni; en þess í stað, þegar hún var fimmtán ára .... En minning hennar lifði enn, í söngvum og flögri gullspörs- ins. Það var einkennilegt, að þeim skyldi ekki hugkvæmast það fyrr. En hvernig áttu þau, í því djúpi örvænt- ingarinnar, sem þau höfðu hnigið í eftir hina miklu sorg, að geta hugsað til fuglsins? En þá kom hann og settist á axlir þeirra, signar og skjálfandi af ekka, — já, gullspörinn, hann kom og settist og vaggaði litla höfðinu sínu; og svo teygði hann fram hálsinn og kroppaði í eyru þeirra með litla nefinu sínu eins og hann vildi segja — já, að hann væri hluti af henni, eitthvað lifandi — eitt- hvað, sem var enn lifandi og þarfnaðist umhyggju þeirra og þeirrar ástar, sem þau höfðu borið til hennar. Ó hve gamla konan hafði titrað, þegar hún tók hann í hendur sér og sýndi hann öldruðum manni sínum. Og allir kossarnir, sem hafði rignt yfir höfuð hans og litla nefið. Honum féll illa að vei’a fjötraður í höndum þeirra og hafði brotizt um með smáum fótum sinum og höfðinu og hafði launað kossa gömlu hjónanna með beittum smáhögg- um. Gamla konan var sannfæi'ðari um það en nokkuð annað, að þegar fuglinn söng, þá væri hann að kalla á hina týndu vinkonu sina, og að þegar hann flögraði fram og aftur um herbergin, þá væri hann að leita að henni, þrotlausri leit, óhuggandi yfir að finna hana ekki; það var sömuleiðis alveg vist, að allar lang- dregnu blísturtrillurnar voru fyrir hana — spurningar, sem töluðu skýrar en orð, spurningar, sem voru endurteknar þrisvar fjórum sinnum í röð; fuglinn beið eftir svari og lét gremju sína í ljós yfir að fá það ekki. Hvað þýddi þetta, ef ekki það, að gullspörinn vissi allt um dauðann? Það þætti henni gaman að vita. En vissi gullspörinn í raun og veru í hvern hann var að kalla og frá hverjum hann vænti svars við spurningunum, sem töluðu skýrar en orð? Æ, hamingjan hjálpi okkur, þetta sem var gullspör. Þar kallaði hann á hana, þar grét hann eftir henni. Hvernig gat nokkur efazt um það, að til dæmis núna, á þessu augnabliki, þar sem hann kúrði á syllu í búri sínu með höfuð und- ir væng og augun hálflukt — hvern- xg gat nokkur efazt um að hann væri að hugsa um hana, hina látnu? Þá var hann vanur að gefa frá sér fáein auð- mjúk tíst, sem voru óhrekjandi sönnun þess, að hann væri að hugsa um hana, gráta eftir henni, harma fjarveru henn- ar. Þau voru kvalræði þessi tíst. G amli maðurinn andmælti ekki konu sinni. Því hann var jafn sannfærð- ur og hún. Hann sté oft upp á stól eins og hann vildi hvísla nokkrum huggun- arorðum að þessari vesalings litlu, hrjáðu sál; og án þess að horfa á sjálfur hvað hann gerði, opnaði hann enn einu sinni dyrnar á búrinu. „Þarna fer hann! Þarna fer hann! litli þorparinn", hrópaði hann og sneri sér við á stólnum til að horfa á eftir honum með bros í augum og báðar hend- ur fyrir andlitinu eins og til varnar. Og þá rifust Afi og Amma vegna þess að hún hafði sagt honum hvað eftir annað að hann ætti að láta fuglinn afskipta- lausan þegar hann væri þannig á sig kominn og ónáða hann ekki í sorg hans. „Hann syngur“, sagði gamli maðurinn. „Hversvegna segirðu að hann syngi?“ sagði gamla konan höstug og yppti öxl- um. „Þetta er rugl í þér. Hann er örvinglaður". Og hún kom hlaupandi til að sefa hann. En hvernig átti hún að sefa hann? Hann flögraði um, hneykslaður, fyrst hingað og svo þangað; og það var ekki nema von, því honum hlýtur að hafa fundizt að þau sýndu honum enga tillits- semi eins og ástatt var fyrir honum. Og sjá, gaxnli maðurinn tók ekki að- Framhald á bls. 13. 36. tbl. 1965 - LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.