Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1965, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1965, Blaðsíða 5
Úr bókinni „The Story of Art“ eftir E. H. Gombrich. Það er ekki ljóst, hvernig list varð til, fremur en tungumálin. Ef maður álítur að list sé það að byggja hof og hús, búa til höggmynd eða málverk og vefa mynstur, þá er engin þjóð í veröld- inni án listar. Ef með orðinu list er átt við einskonar fegraðan „lúxus“, eitthvað sem á að dá á söfnum og sýningum, eða eitthvað sérstakt, sem aðeins á að vera einskonar dýrt skraut á fínum heimilum, þá verður maður að gera sér grein fyrir því, að sú notkun orðsins er mjög ný af nálinni og að margir hinir mestu byggingameistarar málarar og myndhöggvarar létu sér ekki einu sinni detta það í hug. Mismunurinn verður manni ljós, þegar hugsað er til byggingarlistar- innar. Við vitum öll, að til eru fagrar byggingar og að sumar þeirra eru raunveruleg listaverk, en sú bygging er tæplega til í allri veröldinni, sem ekki er byggð í einhverjum ákveðnum tilgangi. Þeir sem hafa afnot af byggingunni, annað hvort til guðsdýrkunar eða íbúðar, meta hana fyrst og fremst ei'tir því, hversu hentug hún er til sinna nota. Hvað sem því líður, þá líkar þeim ef til vill miður eða vel teikning og hlutföll í uppbygging- unni, og í síðara tilfellinu hæla þeir byggingameistaranum fyrir viðleitni hans til þess að gera hana hentuga og „sanna“. í fyrndinni var álit fól'ks á málverk- ir.u og höggmyndinni hið sama. Það var exki litið á þessi atriði frá listrænu sjón flvmiði eingöngu, heldur einnig á nota- gildi þeirra. Sá sem ekki hefur hug- n.ynd um, til hvers á að nota húsið, á Mynd A: tJtskorinn dyrakarmur úr erfitt með að virða gildi þess. Þannig getur einnig verið eríitt að meta list fornaldarinnar, ef ekki er fyrir hendi einhver hugmynd um tilgang hennar. Hið sama á sér stað, þegar farið er úr stórborginni og upp í 'sveit, eða frá sið- menntuðu landi til þjóðflokka, sem enn- þá eru á svipuðu stigi og forfeður okkar. Við köllum slíka menn „frumstæða". Ekki vegna þess, að sjónarmið þeirra gagnvart lífinu sé einfaldara en okkar, því að hugsunarháttur þeirra er þvert á móti oft flóknari, heldur vegna þess að þeir eru nær þeim lífskjörum, sem mannkynið er sprottið frá. Meðal frumstæðra manna er enginn nýtnismunur á því, hvort menn byggja hús eða búa til mynd. Kofar þeirra eiga að vernda þá gegn regni, stormi og sól og gegn þeim öndum sem stjórna vindum og veðrum. Myndir búa þeir til sér til verndar gegn öðrum öflum, sem að þeirra áliti eru jafnraunveruleg. Mál- verk og höggmyndir eiga því að þjóna einhvers konar töfrum. húsi Maórí-höfðingja. (British Museum í Lundúnum). E nginn getvjr vænzt þess að kom- ast til skilnings á þessu undraverða upp- hafi, ef hann reynir ekki að skilja hina frumstæðu menn og komast að raun um, hver er örsök þess, að þeir litu ekki á mynd sem eitthvað fagurt fyrir augað, heldur mátt sem bar að hagnýta. I>að er ef til vill ekki svo erfitt að upplifa tiifinningar þeirra að nýju, en það er nauðsynlegt að vera sannur gagnvart sjálfum sér, þegar kannað er hvort eitt- hvað af hinu „frumstæða" leynist með okkur. í stað þess að byrja á ísöldinni getum við byrjað á okkur sjálfum. Við tökum mynd af uppáhaldsíþróttahetju okkar eða kvikmyndahetju úr dagblaðinu. Er hugsanlegt, að við mundum vilja stinga úl auga myndarinnar með nál? Hefði það sömu áhrif á okkur, ef stungið væri gat á pappírinn einhvers staðar annars staðar? Tæplega. Þó að heilbrigð skyn- semi segi okkur, að það sem gerist með blaðið hafi enga þýðingu fyrir vin okk- ar eða hetju, þá finnur maður þrátt fyrir allt til andúðar á að skemma myndina. Sú tilfinning gerir vart við sig, að sá sem myndin er af geti orðið fyrir sömu örlögum og myndin. Ef það er rétt, að (þessi viðkvæma, fánýta hugmynd hrær- ist með okkur enn þann dag í dag, inn- an um atómsprengjur og útvarp, þá er það ef til vill ekkert undrunarefni, að slikar hugmyndir skuli hafa lifað meðal svokallaðra frumstæðra manna. Um allan heim hafa galdramenn Og nornir reynt að töfra á þennan hátt, eða með þvi að búa til litlar myndir af óvini sínum og stinga hana síðan í hiartastað, í þeirri von að það kæmi niður á óvininum. Afríkunegrar eru oft eins og smá- börn gagnvart muninum á mynd og raunveruleika. Þegar Evrópumaður nokkur sat og teiknaði kýrnar þeirra, urðu negramir áhyggjufullir og sögðu: „Á hverju eigum við að lifa, ef þú tekur þær með þér?“ Allar þessar einkennilegu hugmyndir eru þýðingarmiklar, því að þær geta ef tii vill hjálpað okkur til að sitilja hin elztu málverk, sem varðveitzt hafa til okkar daga. Þessi málverk eru jafn- gömul elztu handaverkum mannanna. Þau eru fráf ísöld, tímabili þegar stór og undarleg dýr reikuðu um, menn lifðu í hellum og þekktu aðeins grófgerð tæki síns tíma. Þrátt fyrir það hafa fundizt málverk á veggjum og loftum hella á Spáni og Suður-Frakklandi, sérstaklega af rádýrum, hreinum, bisonum og villi- hestum. Flestar myndanna eru frábær- lega lifandi og mun líflegri en búast mætti við. Það er hins vegar mjög ótrú- legt, að þær hafi verið búnar til í þeim tilgangi að skreyta veggina í dimmum hellum. í fyrsta lagi eru þær oftast langt inni í hellunum og mun dýpra en þar sem menn voru vanir að hafast við. í öðru lagi eru þær oft óskipulega stað- settar eða hver ofan í annarri, án sýni- legs skipulags. Það er mjög sennilegt, að þær séu elztu sannanir um hina almennu trú á valdið, sem fylgdi því að gera myndir. Til dæmis trúðu hinir frum- stæðu veiðimenn því, að ef þeir aðeins gerðu mynd af fórnardýri sínu og ynnu á myndinni með spjóti eða steinöxi, þá hefðu þeir einnig dýrið raunverulega á valdi sínu. Þetta er auðvitað tilgáta, en tilgáta sem á sér sterka stoð í hagnýtingu list- ÞAÐ er mjög í tízku á pessum stíS- ustu og beztu tímum viöreisnar og þingbundinnar bjartsýni, aö lands- feöurnir og viöbragösfljótir létta- drengir þeirra tali af nokkru yfir- lœti um nöldur, niöurrif, svarta- gállsraus og aöra ámóta ólyfjan, þá sjaldan einhver leyfir sér aö gera því skóna, aö sitthvaö kunni aö vera rotiö í ríki allsnægtanna, Slíkir undanvillingar eru sakaöir um aö sjá aldrei nema skrattann á veggnum og vera haldnir einæöi sem lýsi sér í óviöráöanlegri hvöt til aö vera á móti öllu. Nú má vel vera, aö aö- finnslur séu ó- heilbrigöar og jafnvel þjóö- hœttulegar, en ég hef einatt átt erfitt meö aö skilja hvern- ig „marklaust raus og nöld- ur“ getur fariö ra svo óþyrmilega t fínu taugarnar á fólki sem veit aö allt er í sómanum og lœtur sér ekki til hugar koma, aö þörf sé á umrœðum, hvaö þá héldur umbótum. Gceti skýringin veriö sú, aö stóru oröin, sem oft- ast eru óstudd rökum (aö sögn bjartsýnispostulanna), hitti menn þar sem sízt skyldi, róti viö ein- hverju í leyndum fylgsnum undir- vitundarinnarf Finna menn kannski þrátt fyrir allt innst inni, aö ekki sé allt jafngott og geðfeltt eins og viö mundum öll kjósaf Hvemig sem þvi er háttaö, þyk- ist ég mega slá þvt föstu, aö andúö margra íslendinga á gagnrýni og hispurslausum umrœðum um mis- bresti hins íslenzka þjóöfélags sé sprottin af hugarfari sem Fom- Grikkir kenndu viö hunda. Hund- ingjaháttur íslendinga lýsir sér m.a. í almennu áhugaleysi um mik- ilsverð málefni, léttúðugu kœru- leysi, vöntun á andlegri forvitni og geölausri nœgjusemi tneö ríkjandi ástand, en dulargervi þessa fyrir- bceris er hinn „mergsogni, lífs- þreytti gálgáhúmor“, sem Þórberg- ur Þórðarson lýsir í „Ofvitanum“. (Sigfús Daöason hefur rifjaö upp þessi sannindi í nýbirtum ritdómi um nœstsíöustu bók Halldárs Lax- ness). Hér á landi vilja menn helzt ekki taka nokkurn hlut alvarlega — a.m.k. meöan allt flýtur. Bara slá þessvt upp í grín, hirtoganir, hót- fyndni, oröaleiki! Þetta ber samt ekki vott um Kfsgleði, eins og virð- ast mœtti viö fyrsta tillit, heldur um öryggisleysi, andlegt slen og vantrú á getu sína til aö kljást viö erfið vandamál. Menn treysta meö öðrum oröum hvorki lífinu, þjóö- félaginu, náunganum né sjálfum sér, og þá veröur hinn mergsogni gálgahúmor þrautalendingin. Þessi flótti frá vemleikanum inn í gerviheim oröhengilsháttar og siöblindrar „nœgjusemi“ er kunnur frá ýmsum skeiöum mannkynssög- unnar. Sófistarnir, sem Sókrates deildi viö, geröu þetta lífsviöhorf „sigilt“. Það var einnig til í Kína sem <angi taóismans. Lin Jútang hefur gefiö skilgreiningu á þessum þœtti taóismans, sem vel gœti átt við marga núlifandi íslendinga. Halldór Laxness þýðir orö hans svo í ritdómi um „Bókina um veginn“ úriö 19j2: ,„ . . kæringarlaus róna- háttur, ruglandi og eyöandi efa- semdastefna, hlœr spottandi aö öll- um mannlegum fyrirtækjum og misheppnan allra mannlegra stofn- ana . . . og hefur yfirleitt illan bif- ur á öllum hugsjónum, þó meir fyrir trúleysis sakir en þróttleysis“. Þessi lífsviöhorf eiga aö jafnaöi mestu gengi aö fagna á upplausn- ar- og hnignunartímum þjóöa, og mœtti þaö vera okkur íslendingum íhugunarefni. s-a-m. 35. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.