Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1965, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1965, Blaðsíða 3
eftir rútu Eftir Svein Kristinsson NIÐUR fjallið komu tvsrir menn gangandi. Annar ungur, rjóður í andliti, hann stiilti sig um að hoppa í hverju spori, hinn rösklega miðaldra með fölgul an iitarhátt á andlitinu. Hann átti sýni- lega í engum erfiðleikum með að hoppa ekki í hverju spori. Þetta voru vegavinnumenn. Um 20 manna flokkur hafði dvalið austur á heiðinni, síðan klaki fór úx jörð, og þótt komnar væru haustgöngur, hélt hann sig enn að störfum. Hann keypti mjólk af næstu bæjum, en önnur matvæli af kaup féjaginu og hafði matráðskonu. Sumir sögðu, að störfin mættu stundum ganga ögn hraðar, við þekkjum slúðrið, hvað það er lífseigt, einkum ef einhver flugu fotur er fyrir því. Þetta voru flest ungir menn og einhleypir að afla sér peninga fyrir framtíðina eða að minnsta kosti næsta vetur. Og víst tóku þeir góðar tarnir, þótt þeir flatmöguðu á milli og l'öbbuðu um sköpulag og lífshlaup ráðs- konunnar, sem bjó í þá björgina. Og kannske var þeim vorkunn, þó að þeir tækju sjónhendingarmál af ráðs- konunni. Félagslíf er ekki fjölskrúðugt í vegavinnu á heiðum uppi, en til byggða fóru menn í bezta falli tvisvar í mán- uði. Og jafnvel þá gat brugðið til beggja vona með skemmtunina. Já, þeir komu niður fjallið, mennirnir tveir, og brátt voru þeir komnir niður á grundir og þar næst niður á tún. Sá yngri fór á undan, en sá eldri fór að öllu með gát, hann horfði til fjallsins á móti, líkt og til stæði að klífa það og væri áhorfs- mál, hvort tækist. Hundarnir geyjuðu á- kaft fyrir kurteisissakir, þeir vissu jú, að þetta voru óbreyttir vegavinnumenn, en hví að gera greinarmun á þeim og öðr- um ferðamönnum? Þeir hættu að vísu íijótlega að gelta, þegar mennirnir voru komnir í hlað, en þefuðu með upp- gerðarvanþekkingu í áttina til þeirra. Þetta voru diplómatískir hundar. K.RISTÓFER bóndi var kominn út á hlaö og heilsaði komumönnum. Annar hét Björn, búsettur hinum megin við fijótið, sem skiptir héraðinu í tvennt. Það var sá eldri, þessi fölleiti, með dökkleita bauga undir augum, sá sem hvimaði augum um fjallið hinum megin, til að sjá hvort það væri kleift, og var þó á allt annarri leið. Augun voru ella gráblá, sviplaus, enginn glampi í þeim, neituðu að brosa með andlitinu að gam- anyrðum bónda. Hinn var strákurinn úr nágrenninu, Ásgeir, kallaður Ási í Gerði, hálfgerð- ur gárungi, en þó sagður luma á arf- gengum kjaftagáfum. Hann var rjóður í vöngum, kringluleitur, skælbrosleitur. Brátt var heiisunarathöfn afstaðin, og gestir gengu í bæinn eftir kaffisopa. Þeir voru jú að fara í helgarfrí. — Hvernig gengur búskapurinn hjá Jóni bróður þínum? spurði Kristófer Björn. — Jeld vel, svaraði fölleiti maðurinn, og röddin var svolítið hás og hikandi, eins og hrædd um að tala af sér, sem þó varð ekki séð af svip mannsins. Aug- un voru jafndauf og áður, hvikuðu nokk uð undan og leituðu að fjallinu, sem sást nú ógjört út um þröngan gluggann. — Hann hefur haft nóg fólk í sumar? — Já, það held ég, svaraði röddin. Kaffið var nú komið, heitt og ilmandi, og gestir gerðu sætt og fengu sér klein- ur. — Þú verður hjá honum í vetur? spurði Kristófer, bæði til að láta sam- ræðurnar ekki falla niður og svo til að svala forvitni sinni í fréttaleysinu, þegar útvarpsgeymirinn var í hleðslu á næsta póstafgreiðslustað. Það varð nokkur þögn. — Eins og venjulega, er það ekki? bætti Kristófer við. Fölleiti maðurinn varð með seinna rnóti til svars, merkilega seinn, þar sem svarið reyndist jákvætt og ákveðið, þeg- ar það kom: — Jú, ég verð hjá honum. — Og hvað verðið þið nú lengi á heið- inni enn? — í mónuð, svaraði Ási í Gerði, en fann brátt, að Kristófer bóndi óskaði eft ir staðfestingu á því svari, því hann horfði í átt til Björns. Aftur varð sá fölleiti seinn til svars. Hann dró andann djúpt og ekki með öllu áreynslulaust; svo festi hann augun yzt á borðröndina og svaraði án hljóms: — Eg fer ekki aftur á heiðina. AÐ var svo. Drengurinn einn mánuð, maðurinn engan mánuð. Hann, sem aldrei hafði fallið verk úr hendi, um árabil stundað heiðina fram í snjóa og verið vinnumaður hjá bróður sínum um velur og hirt þar nokkur hundruð fjár. En umfram allt ekki yfirgefið heiðina á undan öðrum. En væru hundar Kristófers á Barði diplómatar, þá var hann það ekki síður sjálfur. Hann leit kæruleysislega í átt til gluggans og talaði um góðu tíðina. — Já, það má nú segja. Allir sam- mála. Þögn. Þó var eitthvað að brjótast í huga Kristófers, hann var að reyna að orða einhverja hugsun, skotraði augum til dularfulla mannsins, bauð í nefið og til- heyrandi. — Já, þú ætlar kannske í eftirleitir fyrir Jón bróður þinn í haust eða hjálpa honum við byggingar? — Nei, ætli það. Kristófer hellti aftur 1 bollana í for- föllum húsfreyjunnar, og dularfulli gest urinn sötraði svart kaffið með lítilli moiaklípu, en Ási í Gerði fékk sér enn kleinu. Hann fór að segja brandara af heiðarráðskonunni, hvernig honum hafði eitt sinn tekizt að svíkja út auka- skammt með aðdáunarverðum brögðum. — Hún varð alveg kolbrjáluð, maður, sagði hann svo hlæjandi, en Kristófer og Björn brostu. — Reyndirðu ekkert að koma henni til við þig, strákur? spurði Kristófer. — Nei, mig langaði ekkert í hana. Ann ars er enginn vandi að koma henni til, maður; og Ási hló. — Jæja, þú ert gamansamur, sagði bóndi. Enn voru einhver umbrot innra með honum, eins og gamansögur nægðu hon um ekki, og það var ekki ólíkt því, að hann væri að hleypa af stokkunum nýrri spurningu fyrir eldri gestinn. En þó var komin enn meiri varúð í allt fas hans, hann horfði ekki lengur í átt til gest- anna, heldur fram að dyrunum. Það var skellihurð fram í bæjargöngin, og á hana var rist hálfgildingsskrípamynd af hon- um sjálfum, sem elzti sonur hans hafði gert fyrir nokkrum árum og konan hélt svo mikið upp á. Síðar hafði hún sent Framhald á bls. 12 LANDAMÆRIN Eftir Börje Sandelin i. Til þín, sem ert einkunnagjafari tímans og áróðursmeistari. Afsakaður, verkefni mín eru utan við dómhring þinn. Ég geri mér ekki ferð og kaupslaga ekki í verðbréfahöllinni. Hversvegna ekki? Ég hef við annað að fást. Sú barátta tekur alla krafta mína. Þó ekki væri nema það, að koma þér í skilning um þetta. Að endurheimta stöðugt frelsi sitt, gera um leið greinilega ljóst, hvað vakir fyrir manni. Mestu máli skiptir að byggja og yera. Ekkert verð. Ég sel mig hvorki dýrt né ódýrt. II. Skilurðu loksins? Farandbikarinn má eiga sig, slíkur vinningur freistar mín ekki. Þessvegna keppi ég ekki framar. Tek hvorki þátt i keppni á leikvangi né í kvöldljósadýrð sýningarsala. En ef ég nú, þrátt fyrir allt, neyddist til að keppa, myndi ég þreyta fangbrögð við sjálfan mig og Dauðann. Og hversu hlægilegur loddaraleikur? í uppnámi sundurtættur af reiði. Öllum öðrum er ljóst, að Hann hlýtur alltaf að sigra. III. Vissulega gín ég græðgislega við hverri sleikju hunangs. Gef mér það og vögguljóð, svo ég geti þó horfið á vit svefns eina stund og gleymt óttanum. Og í eldingu. — Hendur mínar teygja sig langt, langt fram. Já, ná næstum því til þín, klappa þér næstum því þarna úti við landamærin. Jón úr Vör íslenzkaði. 34. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.