Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1964, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1964, Blaðsíða 1
10. tbl. 15. marz 1964 — 39. árg. LEIKRIT Shakespeares eru prýði leikritunar Elísabetar- tímabilsins, en það var Mar- lowe — réttum tveim mánuð- um eldri — sem var upphafs- maður þeirra. Fyrir 400 árum, 26. febrúar 1564, var Chris.topher Mar lowe skírður í Sánkti Georgs kirkj- unni í Kantaraborg — nákvæmlega tveim mánuðum áður en William Shakespeare var skírður, 26. apríl 1564, x kirkju heilagrar þrenningar í Stratford. I þá daga var það til siðe að skíra böm aðeins örfáum dögum eftir fæðingu, til þess að eiga það ekki á hættu, að þau dæju óskírð. Enda þótt ekki væri nema tveggja mánaða aldursmunur á þess um tveimur skáldum, var Marlowe mörgum árum á undan Shakespeare a leiksviði, sökum ólíkra lífskjara þeirra. Marlowe gat fagnað frægum sigri með „Tamburlaine“, aðeins 23 ára að aldri, en Shakespeare varð að bíða þó nokkur ár, áður en hann varð fyrir hóflegri hepþni með fyrstu verk sín, er gerð var að hon- um hörð atlaga árið 1592. Marlowe var drepinn 1593, aðeins 29 ára gam- all, en meðan báðir lifðu, hafði Shakespeare ekki dregið fram á hann. Þessi ótímabæri dauði Marlow- es, seim átti í sér svo mikið ónotað eíni, var líklega eitthvert mesta tjón, eem enskar bókmenntir hafa nokkurn- tima beðið. Svo frumlegjur og skapandi var andi hans, sem ótrauður lagði inn á nýjar brautir. Það var fyrsta afrek hans að sameina innblásinn ljóðskáld- skap — því Ijóðskáld var hann ágæfct — leikritagerðinni. Og upp af þeirri sam- einingu spratt leikritun Elísabetur-tima hilsins. Bezta sönnun þess er sú, að þrjú eða fjögur leikrit, sem hann samdi á sinni skömmu ævi, eru enm með gúðu lifi. „Dr. Faustus" — leikrit sem Shake- speare hefði aldrei getað samið — hef- ur nýskeð hlotið eftirtektarverða upp- færslu í Varsjá, með hugmyndafræði- fyrirrennari Shakespeares var að- eins tveimur mánuðum eldri en hann legum guðleysissivip, sem það annars gefúr sjálft tilefni til, ef út í það er farið. „Dr. Faustus“ gæti orðið stó-r- kostleg kvikmynd, ef notuð væri öll nútímatækni við að þeysa yfir fjöll og ár Evrópu, horfa niður á borgir eins og París, Mílanó og Róm, og framleiða öll töfrabrögð og amdaheiminn, sem leik- ritið útheimtir. Þegar fram liðu stundir gaf meistara- verk Marlowes tilefni til fæfcingar „Fausts“ Goethes, og síðar afkvæma þess í leik og óperu. í Cambridge, há- skóla Marlowes, er aðal-leikfélagið nefnt eftiir honum og leikur verk eftir hann. Eftir A. L. Rowse Ég hef séð áigætar uppfærslur á „Tamb- urlaine“ í Lundúnum og á „Edward 1“ í Oxford. F rægð hans eir meiri nú á dögjum, er vér skiljum verk hans og persónu- leika betur, en verið hefur síðan á Elisa- betax-tímanum, sem ól hann, og þar sem hann var ein glæsilegasta og um- deildasta prýðin. Því sannleiktirinn er sá, að frumleiki hans og gáfur, sem voru kjarni snilli hans, voru samfara hjáguðadýrkun bæði í trúmálum og kynferðismálum. f lífi sínu eins og í verkum sínum efaðist hann um sann- leika ailra trúarbragða. Hann var ef tii vill ekki trúleysingi, heldur gagn- rýninn giiðstrúarmaður, og hann var kynvillingur af sannfæringu. Það er varla hægt a'ð- hugpa sér ó- líkari menn en Marlowe og Shake- speare — og þó hafði hann meiri áhrif á þann sdðarnefnda en nokkur annar. Enda þótt uppruni þeix-ra væri nokkuð svipaður, var lif og ferill þeirra, sVo og innræti og skapferli, gjöróiíkt. Shakespeare, sem var fæddur í sveita þorpi í útjaðri Cotswolds og Arden- skógarins, var og varð alltaf sveita- maður — eins og skín gegnum öll verk hans. Marlowe var fæddur í hinni víg- girtu Kantaraborg og var alltaf borgar- búi. Kantaraborg og Cambridge voru hinir tveir skapandi áhrifavaldar að baki honum. Kantaraborg var vermi- speare (t.h.j, meðan þeir voru keppinautar. reitur hans, eins og hún hafði verið kristninni í Englandi; þar var lífinu stjórnað af hinni glæsilegu dómkirkju, sem nýlega hafði verið rænd altari sínu og dýrgripum fyrir aðgerðir siða- skiptamannanna. Sánkti Ágústínusar- klaustrið, sem var sízt óglæsilegra, hafði verið lagt í rúst, nema hvað hinn stór- fenglegi turn, veggirnir og hliðvarðar- húsið stóðu enn uppi. Til aUra hliða voru ummerkin um trúarbardaga, og þetta — í ýmsum myndum — varð grunntónninn í leikritum Marlowes. M arlowe naut fræðslu í Kon- ungsskólanum, sem heyrði undir dóm- kirkjuna, og þaðan fór hann með nóms- styrk frá Parker erkibiskupi til Corp- us Christi stúdentagarðsins í Cambridge. Þar dvaldi hann svo hvorki meira né minna en sjö ár — hin æsingarkenndu ór þegar kalda stríðið milli Englands og Spánar blossaði upp og hitnaði 1580- 1587. Cambridge, þar sem andlega lif- • ið gerjaði af trúmálum og guðfræði, hafði djúp áhrif á sólarlíf Marlowes. Það gerði hann að hngsuði með áköfum áhuga á sólrænum efnum, á hinni nýju landafræði, útþenslu út yfir höfin, sam tímaviðburðum og deilum um stjóm- mál og trúmál. (Shakespeare slapp við að veröa hugsuður, af því hann átti ekki kost á háskólagöngu. En fyrir bragjðið varð hann þroskaðri maður). Marlowe var fyrirhugað að ganga í þjónustu kirkjunnar, en það virðist nokkuð greinilegt, að hann hafi eytt meiri tíma I latneskif' skáldin, einkum Ovidius hinn ástsjúka, en í guðfræðina. Því að til þessara ára og hinna fyjstu í Lundúnum verður að tímasetja hina merkilegu þýðingu hans á „Amores“, hinu djarfyrta kvæði skáldsins, í enskt bundið mál, og það gott bundið mál. Hann lagði einnig út fyrstu bókina af „Pharsalia" Lucanusar, söglunni af Júl- íusi Sesar, í „blahk verse“. Og hann samdi fyrsta leikrit sitt, „Sorgarleikinn um Dido, drottningu í Karþagóborg“, sem er góðux skáldskapur og gefur á- kveðnar bendingar í fyrsta atriðinu, þar sem Júpítea: er að man-ga til við Ganymedes. Þetta voru nú verk hans frá náms- árunum, en sýna samt meistaratök hans á hinum margvíslegustu háttum bund- ins máls, stefnu áhugamála hans, ag benda fram á leið til hins mikla afreks hans: að festa „blankversið" í sessi sem ríkjandi form í sorgarleikjum — „mikla línan hans Marlowes", eins og Ben Jonson kallar það réttilega í hin- um frægu ljóðlínum, sem eru formáli fyrir fyrstu folíóútgáfu.nni af Shake- speare. Á.rið 1587 kom fyrsta meistara- verk Marlowes, „Tamburlaine", firam á sviðið og vánn þvílíkan stórsigur, að höfundurinn varð að semja framhald, eða síðri hluta. Samanlagt höfum við því risaleikrit í tíu þáttum — mörg þúsund verslínur af fögrum skáldskap, Framhald á bls. 12 MARLO

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.