Morgunblaðið - 18.04.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.04.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1968 15 ERLENT YFIRLIT *■ Viðræðurnar um Vietnam í París ? x- Beðið eftir framboði Humphreys >f IMýjar tillögur ræddar í Amman Deilt um fundarstað DBILA um fundarstað hefur leitt til þess, að undirbúnings- viðræður um Vietnamstríðið hafa enn ekki getað hafizt. Norð ur-vietnamska stjórnin hefur stungið upp á tveimur fundar- stöðum: Phom Penh í Kambó- díu og Varsjá í Póllandi, en bandaríska stjórnin hefnr vísað þessum tillögum á bug og stung ið upp á Nýju Delihi, Rangoon, Jakarta og Vientiane. í Washing ton er sagt, að nú eigi Hanoi- stjórnin næsta leik, en hún hef- ur brugðið hart við, sakað bandarísku stjórnina um að reyna að fresta viðræðunum og minnt á yfirlýsingar Johnsons um, að hann sé fús að senda fulltrúa sína hvert sem er til að ræða við Hanoi-stjórnina. f Wasihington er sagt, að John son forseti hafi vísað tillögum Hanoi-stjórnarinnar á bug af persónulegum ástæðum, enda hafi svo virzt sem utanríkisráðu neytið gæti sætt sig við Varsjá sem fundarstað. Það sem John- son er sagður óttast er, að Norð- ur-Vietnamar reyni að láta líta út fyrir, þegar viðræðurnar fari fram ,að samið verði um upp- gjöf Bandaríkjamanna. í þessu samhandi er bent á undirbún- ingsviðræðurnar um frið í Kóreu, en þá voru bandarísku fulltrúárnir neyddir til að aka við fulltrúa Hanoi-stjórnarinnar öllum enn í fersku minni. Deil- an um fundarstaðinn er því sál- fræðilegur ósigur fyrir Johnson og ef Norður-Vietnamar stinga upp á París eins og margir telja, vinna þeir mikinn áróðurssigur. Erfitt væri fyrir Bandaríkja- menn að vísa París á bug, þar sem hér er um að ræða höfuð- borg landSins, sem er vinsamlegt Bandaríkjunum að minnsta kosti á ýfirborðinu, en svo mikil er tortryggni þeirra í garð de Gaulles forseta, að fáa staði eiga þeir eins erfitt með að sætta sig við. Prófkosningar í Indiana 7. maí ÞESS verður væntanlega ekki langt að bíða, að Hubert Hump- hrey varaforseti gefi kost á sér sem forsetaefni Demókrata- flokksins. Ovissa sú, sem nú rík- ir í bandarískum stjórnmálum vegna ákvörðunar Johnsons for seta um að gefa ekki kost á sér, væntanlegra viðræðna um Viet- namstríðið, morðsins á dr. Mart in Luther King og óeirðanna sem það hafði í för með sér ger ir það að verkum, að aðstaða Humphreys er allgóð, að minnsta kosti mun betri en fyr- ir hálfum mánuði þegar fyrst var farið að tala um að hann gæfi kost á sér. í landbúnaðarhéruðum ríkisins. Framboðsfrestur er útrijnninn svo að Humphrey verður ekki í kjöri, en í þessum forkosning- um heyja Robert Kennedy og Eugene McCarthy fyrsta einvígi sitt. Kennedy hefur dregið til sín mikið fylgi frá MeCarthy, en stuðningsmenn McCarthys segja, að Kennedy hafi gengið illa að tryggja sér stuðning hinna mörgu stúdenta, sem fylgt hafa McCarthy að málum, en þeir bera Kennedy það á brýn að hann sé tækifærissinni. Robert McNamara, sem lét af störfum landvarnaráðlherra í stjórn Johnsons fyrir sex vikum, hefur lýst yfir stuðningi við Kennedy, og Larry 0‘Brien, póstmálaráðherra, sem skipu- lagði kosningabaráttu John Kennedys 1960 ,hefur sagt af sér og mun væntanlega ta'ka að sér að skipuleggja kosningabaráttu Bob Kennedys. Johnson forseti hefur hafið sig upp yfir kosningabaráttuna, en sá möguleiki er alltaf fyrir hendi, að reynt verði að fá hann til að gefa kost á sér á lands- fundi demókrata í Ghicago í ágúst. Bf hann neitar að verða við slíkri ósk liggur beinast við að ætla að hann styðji Hump- hrey varaforseta. Humphrey vekur litla hrifningu meðal kjós enda, ekki sízt vegna hollustu sinnar við Johnson á undanförn um árum, en ef ástandið í Viet- Gunnar Jarring og Mahmoud Riad, utanríkisráðherra Egypta, er þeir ræddust við í síðustu viku. undir hvítum fánum til fundar- staðarins, Kaesong, sem var bak við víglínur kommúnista. Einnig er talið hugsanlegt, að hin ákveðna aflstaða forsetans eigi rætur að rekja til þess, að í fyrrasumar tókst honum að fá Kosygin, forsætisráðherra Rússa, ofan af þeirri kröfu sinni að viðræður þeirra færu fram í New York, þar sem hann var staddur, og fékk hann til að fall ast á, að þeir hittust í Glass- boro, sem er miðja vegu milli New York og Wasihington. Sagt er, að forsetinn hafi alltaf verið hreykinn af því að hafa fengið Kosygin til að ganga að þessu. Forsetinn hefur sætt harðri gagnrýni heima fyrir vegna af- stöðu sinnar ,enda eru yfirlýs- ingar hans um að hann sé reiðu búinn að senda fulltrúa sína hvert á land sem er til að ræða Hið breytta ástand í banda- rískum stjórnmálum getur einn ig haft það í för með sér að reynt verði að fá Rockefeller, ríkisstjóra í New York, til þess að gefa kost á sér sem forseta- efni repúblikana. Frjálslyndir menn í flokknum óttast að sag- an frá 1960 endurtaki sig og telja að Rockefeller sé sigur- stranglegri en Nixon. Einnig vilja þeir útiloka að Ronald Reagan, ríkisstjóri í Kaliforníu, verði valinn forsetaefni á sama hátt og Barry Goldwater, skoð- anabróðir hans, fyrir fjórum ár um. Næstu forkosningar fara fram í Indiana, sem er eitt miðvest- urríkjanna, en þar eru iðnaðar- borgir þar sem sambúð kynþátt anna er alvarlegt vandamál. íhaldssemi og einangrunar- hyggja standa á gömlum merg nam og heima fyrir í Banda- ríkjunum versnar ekki til mik- illa muna á næstu mánuðum, má gera ráð fyrir að hann hafi talsverða möguleika. Vill Nasser viðrœður? ÞRÁLÁTUR orðrómur Jiefur verið á kreiki um það í Amm- an, að viðræður hefjist senn milli Jórdaníumanna og ísraels- manna. Samkvæmt þessum fréttum hefur Gunnar Jarring, sáttasemjari Sameinuðu þjóð- anna, afhent jórdönsiku stjórn- inni vissar tillögur frá ísraelsku stjórninni og það á að hafa kom ið fram í viðræðum Jarrings við jórdönsku stjórnina að banda- ríska stjórnin beiti nú áhrifum sínum til þess að fá ísraelsmenn til að sýna meiri samningalip- urð. Þessi mynd var tekin þegar Johnson forseti lagfærði á sér gleraugun áður en hann hélt fund með blaðamönnum í síð ustu viku. Einnig hefur það orðið til að auka bjartsýni manna, að marg- ir telja, að Nasser forseti hafi veitt samþykki sitt til þess að Hussein konungur hefji viðræð- ur við ísraelsmenn seinast er þeir leiðtogarnir ræddust við í Kairó. Einnig á Nasser að hafa sagt Gunnari Jarring að hann mundi fallast á viðræður milli Jórdaníumanna og ísraelsmanna gegn því skilyrði, að öll Araba- löndin telji lausn er finnist á deilunni um Jerúsalem viðun- andi. Talið er, að Nasser hafi sagt Hussein konungi að hann væri ekki í aðstöðu til að veita Jórda níu þá hernaðaraðstoð sem land ið þarfnaðist vegna endurtek- inna árása ísraelsmanna þar sem það gæti leitt til styrjaldar, sem Jórdaníumenn væru óundir búnir. Sagt er, að Nasser hafi ráðlagt Hussein konungi að gera það sem hann telji landi sínu fyrir beztu. Rússar og T ékkóslóvakía MIÐSTJÓRN sovézka kommún- istaflokksins mótaði á fundi sín- um í síðustu viku afstöðu sína til breytinganna í Tékkóslo- vakíu og ræddi leiðir til að halda í skefjum eða draga úr áhrifum þessara breytinga í öðrum Aust- ur-Evrópulöndum. Tékkar hafa lagt á það áherzlu, að breytingarnar í inn- anlandsmálum þeirra feli alls ekki í sér að þeir muni segja sig úr Varsjárbandalaginu eða snúa baki við Rússum. En sovézkir leiðtogar *ru alvarlega uggandi vegna þess, að næstum því allir þeir valdamenn Tékkóslóvakíu, sem þeir þekktu og treystu, hafa verið settir af og í stað þeirra skipaðir ungir menn ,sem fæstir hafa nokkur tengsl við Sovétrík in. I síðustu viku gat Pravda mjög stuttlega um hinn merka fund í miðstjórn tékkneska kommúnistaflokksins þar sem samþykktar voru breytingar í frjálslyndisátt. Blaðið skýrði frá þessu eitt sovézkra blaða og viku eftir að fundurinn var haldinn, en öll blöðin birtu dálk eftir dálk af lofgerðum um hina nýju: stjórnarskrá Austur-Þjóðverja. Mál og menning endurútgefur Pan — í þýðingu Jóns Sigurðssonar trá Kaldaðarnesi ÚT er komin í annarri útgáfu ’slenzkri skáldsaga Knut Ham- suns „Pan“. Mál og menning gef- ur út bókina í þýðingu Jóns Sig- urðssonar frá Kaldaðarnesi. „Pan“ kom út í Noregi árið 1894, en áður hafði Knut Ham- sun meðal annars samið skáld- sögurnar „Sultur", sem Jón Sig- urðsson hefur einnig ísienzkað, og „Mysterier“. Á kápu nýju útgáfunanr segir m.a.: „Pan var tekið með mikilli hrifningu bæði í Noregi og í öðr- um löndum; lýrik þessa skáld- verks og náttúrudýrð og óskert sjón á sjalfræði mannlegra ástríðna var opinberun hinni ungu kynslóð og mælt var að með þessari bók hefði höfundur- inn fundið töfraland skáldskap- ar síns .... íslenzkun Pans (er) ekki síður bókmenntalegt full- komnunarverk en frumsmíðin. Hér er ekki um neina venjulega þýðingu að ræða heldur skáld- lega sköpun, þýðandinn endur- skapar á sinni tungu verkið sem hann þýðir, en raunar af fullum trúnaði við frumritið. Varla hafa margir íslenzkir höfundar á tutt- ugustu öld ritað jafn göfugan stíl, og þó svo einfaldan og sjálf- sagðan, sem Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi, „þessi doktor og meistari íslenzkrar tungu“, eins og Halldór Kiljan Laxness kall- aði hann einhverntíma. Honum var léð slík list, að hann þurfti ekki á að halda nema hinum ein- földustu og alþýðlegustu orðum til þess að mál hans yrði að dýr- um skáldskap“. í formála nýju útgáfunnar segja útgefendur m.a.: „Um leið og Mál og menning stuðlar að því að gera einn frábæran kjör- grip norrænna bókmennta að al- þýðueign á íslandi, vilja for- ráðamenn félagsins heiðra minn- ingu Jóns Sigurðssoar frá Kaid- aðarnesi og votta honum þakk- læti með endurútgáfu þessarar bókar“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.