Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1963, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1963, Blaðsíða 1
ELZTA TÍMARIT \ NORÐURLÖIMDLM aS það ynni að því að bæta bókmennta- smekk íslendinga, en aðalverk þess varð þó á öðru sviði, enda sagði forseti þess: „Höfuðtilgangur þess [féiagsins] vildi ég væri að fræða landa vora í bústjórnar- Eftir prófessor Halldór Halldórsson efnum, en aukatilgangur aðeins að kenna þeim snjöll vísindi“. Og raunin varð sú, að í þessum anda starfaði félagið. Um svipað leyti og Lærdómslistafélagið rann skeið sitt á enda, var Landsuppfræðingar félagið stofnað (1794) að.forgöngu Magn úsar Stephensens, helzta forvígismanns upplýsingarstefnunnar í fslandi. Þetta fé lag varð síðar (1798) sjálfseignarstofn- un og miklu fremur bókaforlag en bók- menntafélag. Bækur þær, sem félag þetta gaf út, voru vissulega margar merkar, en skorti flestar þann þjóðletga tón, sem nauðsynlegur var til vinsælda. Hinn heimskunni, danski málfræð- ingur Kasmus Kristján Rask dvaldist á fslandi 1818—’15 til þess að læra íslenzku sem hann áður hafði tekið ástfóstri við og numið mikið í af íslenzkum stúdent- um í Kaupmannahöfn. Meðan Rask dvaldist á íslandi, kom hann fram með þá hugmynd við helztu menntamenn og ráðamenn, sem þá voru á íslandi, að bundizt yrði samtökum um að stofna félag til þess að efla og styðja íslenzkar tjánda öldin hefir líklega reynzt íslendingum andstæðari en allar aðrar, sem yfir þá hafa gengið. Drepsóttir, náttúruhamfarir og verzlunaránauð lögðust á eitt til þess að draga úr viðnámsþrótti þjóðarinnar, og við sjálft lá, að þessi fjandsamlegu öfl yrðu bana- biti hennar. Um aldamótin 1800 var svo komið, að Alþingi hafði verið lagt niður og sömuleiðis annar bisk- upsstóllinn og annar menntaskólinn. Fátækt í landinu var gífurleg og ör- birgðin svo vonlaus, „að slíks munu vart dæmi um nokkurt þjóðfélag hvítra manna nema Grænlendinga hina fornu, eftir að siglingar til landsins höfðu hætt, enda hurfu þeir úr sögunni“, eins og prófessor Árni Pálsson komst einu sinni að orði. (Skírnir 1926, 10). Allt um þetta áttu íslendinigar mörgum merkum mönnum á að skipa á þessari öld, og meðal þeirra bærðust ýms ar andlegar hræringar samtímans, og margs konar tilraunir voru gerðar til viðreisnar þjóðinni í verklegum og and ■legum efnum. Kaupmannahötfn var þá glugigi íslendinga, sem vissi að Evrúpu. Þangað sóttu ávallt margir íslendingar tii mennta, og kynni þeirra af erlendum þjóðum oig stefnum samtíðarinnar urðu þeim hvatning til eflingar landi sínu og þjóð. Upp úr þessum jarðvegi, sem annars vegar var markaður eymdinni, en hins vegar þránni til menningar og viðreisn- ar, eru. Hið íslenzka bókmenntafélag og tímarit þess, Skírnir, sprottin. l\ 18. öld höfðu starfað ýmis ís- lenzk félög, sem sinnt höfðu menningar málum. Fyrsta íslenzka bókmenntafélag- ið, Ósýnilega féiagið, starfaði á árunum 1760-’68, en lítið liggur eftir það, og ekkert tímarit gaf það út. Árið 1779 var Hið ísl. lærdómslistafélag stofnað og gaf út rit í 15 bindum á árunum 1781— 1796. í fyrstu iwu ætlunin hafa verið sú ' IMtf+SÍ V 11:5! ■ aa / hW V WHk## Jk ■ & LdUdW t mo ? ... w&amtím HltVS ÍSLENZKA ----- itm.iiwriwiMjnnWiBiwnni , - ~~~~ FVRSTF ÁRGÁNGR, o v mv r t i! suiuannála 1827. ftlítu <*;í bkekkiis bJakki iib-yjitu til KAt PM A'N NAJIÖFN, 1827. Ihrji'.iAr hji hí’» JPrifrrtk'Popp, : ■ ' bókmenntir og tungu. Rask var tungan mjög hugstæð, og honum þótti hún hafa spillzt mikið af dönskum áhrifum með- al embættismanna og þeirra, sem í kaup stöðum bjuggu. Mál sveitafólks var hins vegar hreint Oig óbjagað. Það varð að ráði, að þetta félag, sem Rask var þannig frumkvöðull að, skyldi starfa í tveimur deildum, annarri í Kaupmannahöfn, hinni í Reykjavík. Um þessar mundir voru margir íslenzkir menntamenn heimilísfastir í Káupmanha höfn og samgöngumál í slíkum ólestri á Islandi, að fljótfarnara vair frá Kaup- mannahöfn en Reykjavík til flestra lands hluta á íslandi. Báðar deildir félagsins voru stofnaðar árið 1816, og hlaut það heitið Hið íslenzka bókmenntafélag. Fé- lagið hefir frá upphafi unnið að ýmsum nytjamálum, en fyrirferðarmest hefir bókaútgáfa þess verið. J. fyrstu lögum Hins íslenzka bók menntafélags er svo ákveðið, að það skuli gefa út „stutt fréttablöð, er inni- halda eigu þær helztu nýjungar viðvíkj- andi landstjórn, merkisatburðum, bú- skap, kauphöndlan og bókaskrift bæði innan lands og utan“. í samræmi við þetta hóf fólagið útgáfu á íslenzkum sagnablöðum árið 1817, en þetta rit er undanfari Skírnis oig kom út í 10 ár. Árið 1827 var ákveðið að breyta nafni ritsins og kalla það Skírni og jafnframt var minnkað brot þess. Sagnablöðin höfðu verið í fjórðungsbroti, en Skírnir var í áttablaðabroti. Skírnir hefir þannig komið út undir sama nafni í 135 ár. is- lenzk sagnablöð höfðu verið mjög vin- sælt rit, enda höfðu þau merku hlutverki að gegna. Þau fluttu landslýðnum frétt- ir, bæði innlendar og erlendar, en á því var ekki vanþörf, þar serni engin frétta- blöð komu þá út á íslandi. Skírnir erfði þetta hlutverk Saignablaðanna. En jafn- framt nafnbreytingunni varð nú verksvið riteins nokkru víðtækara en áður, þvi að nú var bætt við skrá um helztu bækur, sem út komu í Danmörku, og voru sum- ar þeirra ritdæmdar. Þá birtust og í rit- inu erfiljóð og nokkur önnur kvæði, t.d. komu þar í fyrsta sinn sum kvæði hins mikla brautryðjanda rómantísku stefn- unnar á íslandi, Bjarna Thorarensens. Loks fylgdu tímaritinu félagaskrá og skýrslur og reikningar Bókmenntafélags ins. Skírnir var vinsælt rit fyrstu árin, en nokkuð dró úr vinsældum hans, þegar á leið Oig fréttablöð fóru að koma út á Islandi. Virtist sumum þá, að hann hefði minna hlutverki að gegna en áður. En engu að síður þótti mörgum fróð'legt og skémmtilegt að fá ársyfirlit yfir helztu viðburði, þótt áður hefðu þeir lesið frá- sagnir af einstökum atburðum í blöðum. Og þessi áhugi varð Skírni til lífs. Skírnir var gefinn út í Kaupmanna- höfn til ársins 1890, en þá fluttist út- gáfa hans til Reykjavíkur, eftir nokkr- ar deilur milli félagsdeildanna. Þetta var eins konar forboði þess, sem síðar varð, að Hafnardeildin var lögð niður, Framh. á bls. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.