Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1962, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1962, Blaðsíða 4
ÍSLEZVZK HEIMILI Eftir alia fyrir- höfnina IT tJ N G K O N A í grænum nælonskíðabuxum og svolítið frekn- ótt á nefinu kemur niður með hita- veitustokknum í Sogamýrinni og dregur á eftir sér sleða. Á sleðan- nm situr þriggja ára hnáta ofan á skíðalirúgunni og á eftir honum ganga tvær aðrar, 5 og 9 ára, líka í grænum nælonskíðabuxum, saumuðum úr afganginum utan af buxnaefninu hennar mömmu, út- prjónuðum lopapeysum og líka of- urlítið freknóttar á nefinu. Nokkr- um klukku tímurn seinna eða urn kl. 5 kemur hersingin aftur eftir stokknum. Nú dregur karlmaður sleðann upp í móti og mæðgumar þrjár ganga á eftir. Þetta bar oft fyrir augu í Sogamýrinni í vetur, þegar snjór var. if arna voru á ferS Inga Arna- dóttir, fyrrverandi íslandsmeistari á skíðum og Hörður Hafliðason, sem einnig er íþróttaunnendum kunnur síð- an hann keppti í hlaupum o. fl. Eftir Ihádegisuppvaskið bregður Inga sér oft með dæturnar á skíði í Ártúnsbrekk- una. Og þegar Hörður, sem er járn- smiður og vinnur í Rafstöðinni, hefur Fjölskyldan morgunverðarborðið: Guðrún Auður ara. þykir manni vænt um þetta lokið vinnu sinni, tekur hann mæðg- urnar með heim í Grundargerði 22, þar sem þau hjónin hafa komið sér upp eigin húsi. Ef við eltum þau þangað, sjáum við að þetta er eitt af þessum litlu vina- legu einbýlishúsum í Smáíbúðahverf- inu, þ.e.a.s. það á að verða einbýlishús, þegar þau hafa efni á að taka sjálf efri hæðina, sem nú er leigð bróður Ingu. Húsið er fullbúið, málað gult og kom- inn garður með lágvöxnum hríslum að sunnanverðu. Já, og svo litlum kartöflugarði í einu horninu. Þar stund- ar húsbóndinn garðrækt, meðan hús- freyjan ræður ríkjum annars Staðar í garðinum og ræktar tré og svolitla jarðarberjarunna. Það verða lí'ka að vera til heimaræktaðar kartöflur með nýju ýsunni, sem Hörður kemur stund- um með heim í hendinni, drjúgur á svip, og þykir bezti matur í heimi. H, Lann veiðir nefnilega þennan makalausa fisk sjálfur. Hörður rær á vor og sumarkvöldum á henni Gunnu, sem hann á með tengdaföður sínum, mágum og svila, og fyrir kemur að þeir geta meira að segja selt ofurlítinn afla, eftir að fjölskyldur og kunningj- ar hafa fengið í soðið. — Nei, það er lítið upp úr útgerðinni að hafa, segir hann. En þessu mótmælir frúin. — Þeir hafa svo mikla ánægju af þessu og svo fær maður í soðið og enginn matur bragðast betur á þessu heimili. Inga býr á æskustöðvunum þarna í Smáíbúðahverfinu. Hún er al- in upp í Sogamýrinni. Hörður er af Vitastígnum, en hann kveðst kunna ákaflega vel við sig þarna. — Það er svo skjólgott og svo get ég gengið í vinnuna, segir hann. K, Séð úr borðstofunni yfir í setustofuna. Yfir sófanum er ljósmynd írá Þórsmörk. i-rakkarnir í Skuggahverfinu leika sér ekki með krökkunum í Sogamýr- inni, en það gat þó ekki öðru vísi far- ið en að Inga og Hörður hittust og kynntust. Þau eru bæði Ármenning- •ar og áihugasöm um íþróttir frá barn- æsku, eyddu öllum sínum frístundum í leikfimi, hlaup og skíðaferðir f Jósepsdal á vetrum. Um það leyti sem Ármannsskálinn var byggður tilheyrðu þau ennþá tveimur fjölskyldum og kepptu 'hvort gegn öðru í fjölskyldu- keppninni um að leggja fram flesta tíma við skálabygginguna. Fjölskyld- ur þeirra voru lengi vel í efstu sætum í 'þeirri keppni, enda báðar stói'ar. Inga á sjö systkini. — Pabbi byrjaði að smíða skíði handa okkur þegar við vorum smáangar, segir hún. Og við áttum öll skauta. Það voru alltaf ein- hver ráð, þó ekki væri alltaf mikið til af peningum. Við lékum okkur á skíð- um í brekkunum kringum húsið og fór- um öll á skauta upp á Elliða- vatn með pabba og mömmu, og svo var farið að taka yngri systkinin með upp í Dal, jafnóðum og tiltækilegt var. Það þótti sjálfsagt að allir væru með, enda höfum við öll haldið áfram Frh. á bls. 13. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.