Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1962, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1962, Blaðsíða 3
U ÚN sat við gluggann og horfði é kvöldið flæða inn í breiðstraetið. Hún hallaði höfðinu að gluggatjöldun- um og í nösum hennar var þefur af rykugu baðmullarefninu. Hún var þreytt. Fáir fóru hjá. Maðurinn úr yzta hús- inu fór frarn hjá á leið heim til sín; hún heyrði hvellt skóhljóð hans á eteinsteyptri gangstéttinni og síðan xnarrið í mölinni fyrir framan nýju rauðu húsin. Einu sinni hafði verið |>ar tún og þá léku þau sér á túninu iheð börnum annarra manna. Svo keypti maður frá Belfast túnið og byggði þar hús — eklci eins og litlu brúnu húsin þeirra, heldur björt múr- steinshús með glampandi þökum. Börnin í breiðstrætinu voru vön að leika sér á þessu túni — Devins-börn- in og Waters-börnin, Dunn-krakkarnir, Keogh litli kryplingur, hún sjálf og eystkini hennar. Ernest lék sér samt aldrei með þcim: hann var orðinn of etór. Pabbi hennar rak þau oft heim ef túninu með þyrnistafnum sínum; en venjulega var Keogh litli á nix og kallaði til þeirra þegar hann sá pabba koma. Samt virtust þau hafa verið noklcuð ánægð með lífið þá. Pabbi var ekki svo slæmur þá, og svo var mamma ennþá á lífi. Þetta var fyrir langalöngu. Hún og systkini hennar voru orðin fullorðin; móðir hennar var dáin. Tizzie Dunn var líka dáin, og Waters-börnin höfðu farið aftur heim til Englands. Allt breytist. Nú var hún í þahn veginn að fara burt eins cg hin, kveðja heimilið. Heimilið! Hún litaðist um í herberg- inu og horfði á alla gamalkunnu mun- ina, sem hún hafði dustað ryk af einu sinni í viku árum saman, og velti því fyrir sér hvaðan í ósköpunum allt ryk- ið kæmi. Kannski mundi hún aldrei framar sjá þessa gamalkæru hluti, sem hana hafði aldrei dreymt um að skiljast við. Og þó hafði hún aldrei á öllum þessum árum fengið að vita nafn prestsins á gulu myndinni sem hékk á veggnum fyrir ofan brotna orgelið við hliðina á litmyndinni af loforðunum sem Heilagri Margaret Mary Alacoque höfðu verið gefin. Hann hafði vcrið skólabróðir föður hennar. Hvenær sem pabbi sýndi gesti myndina var hann vanur að afgreiða hana með almennrj athugasemd: „Hann er í Melbourne núna“. ún hafði fallizt á að fara burt, kveðja heimilið. Var það hyggilegt? Hún reyndi að vega og meta allar hliðar málsins. Á heimilinu hafði hún þó altjent mat og húsaskjól; hún hafði í kringum sig þá sem hún hafði þekkt alla ævi. Auðvitað varð hún að vinna mikið, bæði á heimilinu og á vinnu- stað. Hvað mundu þeir segja um hana í Búðinni, þegar þeir fréttu að hún hefði hlaupizt burt með strák? Hún var kannski kjáni, og önnur kæmi í starfið eftir auglýsingu. Ungfrú Gavan yrði glöð. Hún hafði alltaf haft horn í síðu hennar, sérstaklega þegar aðrir heyrðu til. „Ungfrú Hill, sjáið þér ekki að þess- ar konur bíða?“ „Reynið að vera svolítið fjörleg, ungfrú Hill“. Ekki mundi hún fella mörg tár út af því að hætta í Búðinni. En á nýja heimilinu, í fjarlægu, ó- þekktu landi, þar mundi það ekki verða svona. Þá mundi hún vera gift — hún, Eveline. Fólk mundi sýna henni virðingu. Það mundi ekki verða farið með hana eins og farið var með móður hennar. Jafnvel núna, þó hún væri meira en nítján ára, fannst henni stundum að sér stafaði hætta af ofsa föður síns. Hún vissi að það var þetta sem hafði svo oft valdið henni hjart- slætti. Þegar þau voru að stækka hafði hann aldrei ráðizt á hana, eins og hann var vanur að ráðast á Harry og Ernest, af því hún var stúlka; en upp á síðkastið var hann farinn að ógna henni og segja hvað hann ætl- aði að gera við hana aðeins vegna mömmu hennar heitinnar. Og hún hafði engan til að vernda sig. Ernest var dáinn, og Harry, sem vann við kirkjuskreytingar, var næstum alltaf einhvers staðar úti í sveit. Auk þess yar þetta sífellda þjark út af pening- um á hverju laugardagskvöldi farið að þreyta hana ósegjanlega. Hún lét alltaf öll laun sín — sjö shillinga — og Harry sendi alltaf það sem hann gat, en það voru ævinlega sömu vand- ræðin að fá nokkra peninga frá pabba. Hann sagði að hún sóaði peningunum, að hún væri heimsk, að hann ætlaði sér ekki að láta hana fá sína dýr- keyptu peninga til að dreifa þeim um göturnar, og margt annað, því hann var venjulega nokkuð slæmur á laug- ardagskvöldum. Á endanum var hann vanur að fá henni peningana og spyrja hvort hún hefði yfirleitt hugsað sér að kaupa þeim nokkuð í sunnudagsmat- inn. Þá varð hún að þjóta út eins fljótt og hún gat og gera innkaupin; hún hélt svörtu leðurtöskunni þétt í hendi sér meðan hún olnbogaði sig áfram gegnum mannfjöldann og kom svo heim seint og síðar meir hlaðin vistum. Það kostaði hana mikið erfiði að halda heimilinu saman og sjá um. að ungu börnin tvö, sem falin höfðu verið hennar umsjá, færu reglulega í skólann og fengju máltíðir sínar á réttum tíma. Það var erfið vinna — erfitt lif — en núna þegar hún var í þann veginn að kveðja það, fannst henni það ekki algerlega einskis virðL H ún átti að fara að kanna nýtt líf með Frank. Frank var mjög alúð- legur, karlmannlegur og göfuglyndur. Hún átti að fara burt með honum á skipinu í nótt til að verða konan hans og búa með honum í Buenos Aires þar sem hann átti heimili handa henni. Hvað hún mundi vel fyrsta skiptið sem hún sá hann; hann hafði herbergi í húsi við aðalgötuna, þar sem hún var vön að koma 1 heimsókn. Það virt- ist aðeins hafa verið fyrir nokkrum vikum. Hann stóð við hliðið með der- húfuna aftur á hnakka og hárið féli í óreiðu fram yfir sólbrennt andlitið. Síðan kynntust þau. Hann var vanur að hitta hana fyrir utan Búðina á hverju kvöldi og fylgja henni heim. Hann fór með hana að sjá „The Bo- ' hernian Girl“ og hún var hróðug vegna þess að hún sat annars staðar í salnum on hún var vön. Hann hafði fjarska mikið dálæti á tónlist og söng dálítið. Fólk vissi að þau voru í tii- hugalífinu, og þegar hann söng um stúlku sem elskar sjómann var hún alltaf þægilega ringluð. Hann var van- ur að kalla hans Poppens í gamni. Allra fyrst hafði henni þótt spennandi að eiga félaga, og svo hafði henni far- ið að þykja vænt um hann. Hann kunni sögur frá fjarlægum löndum. Hann hafði byrjað sem vikadrengur fyrir eitt pund á mánuði á skipi frá Allan-línunni sem sigldi til Kanada. Hann sagði henni nöfnin á skipunum sem hann hafði verið á og nöfnin á skipafélögunum. Hann hafði siglt um Magellan-sundið og hann sagði henni sögur af hinum hræðilegu Patagóniu- búum. Hann hafði komið undir sig fótum í Buenos Aires, sagði hann, og hafði aðeins komið aftur til gamla landsins til að eyða frídögunum. Auð- vitað hafði faðir hennar komizt að sambandi þeirra og harðbannað henni að tala við hann. „Ég þekki svo sem þessa sjóara“, sagði hann. Einn daginn hafði hann lent í rifr- ildi við Franlc, og eftir það varð hún að hitta elskhuga sinn með leynd. Kvöldið dýpkaði í breiðgötunnL Hvítu bréfin tvö í kjöltu hennar urðu ógreinileg. Annað var til Harrys, hitt Framhald á bls. >8. Listmálarinn Eftir Sigurð Grimsson Þegar land hann leggur undir fót við landsins dularmögn á stefnumót, þá roðnar moldin, móar grænka að nýju og mosinn spilar litas-nfóníu. Og ljúflingarnir læðast milli blóma og líta í undrun þennan töframann, sem list þá, framar öllum öðrum, kann, að skynja þeirra líf og leyndardóma. — Ég hljóður stend og höfga angan ber, frá lieiðalandsins kyrrð, að vitum mér, þvi, sjá, — um liti listamannsins streyma lindir ævintýra og duldra heima. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.