Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1960, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1960, Blaðsíða 14
68 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Crúsk: íslenzk skáld i framandi mold v. Sighvatur Þórðarson hvílir í Selju ÞÓRÐUR Sigvaldaskáld hafði verið með Ólafi konungi helga fyrr, þá er hann var í hernaði. Sighvatur hét son- ur Þórðar. Hann var að fóstri með Þorkeli á Apavatni á íslandi. Sighvat- ur þótti seinlegur maður í uppvexti. I Apavatni er fiskveiði mikil. Þar var á vist með Þorkatli Austmaður nokk- ur, vitur maður og dæmafróður. Þeir sátu á ísinum og sá fram koma mikinn fisk og fagran og gátu eigi veiddan. Þá bað Austmaður Sighvat fara á vatnið og bjó til veiðarfæri hans, því að honum líkaði til Sighvats vel. En er Sighvatur hafði litla stund setið, þá dró hann þann hinn fagra fisk, og er menn komu heim, var soðinn fiskur- inn. Þá mælti Austmaður, að Sighvat- ur skyldi eta fyrst höfuðið af fiskin- um, og kvað þar vit hvers kvikindis fólgið. Sighvatur át höfuðið og allan fiskinn og kvað þá vísu. Upp frá því varð Sighvatur skír maður. Hann fór utan og gerðist hirð- skáld og höfuðskáld Ólafs konungs Haraldssonar. Um Sighvat er það sagt, að hann var ekki hraðmæltur maður i sundurlausum orðum, en skáldskapur var honum svo tiltækur, að hann mælti af tungu fram svo sem annað mál. Konungur var vel til hans og mat hann umfram aðra menn, gerði hann að stallara sínum og lét hann fara sendiferðir með einkaerindum sínum. Konungur sýndi honum og þá virð- ingu, að halda dóttur hans undir •kírn, en Sighvatur launaði það með því, að halda syni konungs undir skírn og gefa honum nafn. Það var Magnús konungur góði. Eitt sinn fór Sighvatur vestur um haf og var með Knúti ríka í Englandi og orkti um hann drápu, þar sem í var þetta stef: „Knútur er und himnum höfuðfremstur jöfur“. Þetta mislíkaði Ólafi konungi og var hann afundinn við Sighvat er hann kom til Noregs. Mun og ekki hafa verið sparað að rægja Sighvat við kónginn, því að öfundarmenn átti hann marga. En með vizku sinni og skáldskap tókst Sighvati brátt að komast í hina sömu kærleika við kónginn Og áður. Sighvatur var í orlofi þá er Ólafur konungur flýði land. Næsta ár gekk hann suður til Rómar. En er hann var á leið sunnan um haustið og var kom- inn norður í Alpafjöll, þá frétti hann fall Ólafs konungs á Stiklarstöðum. Var honum það hinn mesti harmur og þóttist hann aldrei bíða þess bætur að hafa misst svo góðan lánardrottinn. Gerðust menn og til þess að émæla honum fyrir það, að hann hefði svikið Ólaf konung og ekki verið með honum, er hann þurfti helzt manna við. Fell Sighvati það þungt og orkti nokkrar vísur er sýna það. En nú þóttust öfund- armenn hafa í fullu tré við hann og fóru að hallmæla skáldskap hans og segja „að hann hefði eigi orkt rétt að máli“. Þá orkti Sighvatur: Munu, þeir es mestar skynjar munvogs Dáins kunnu, síður að Sighvats hróðri svinns braglöstu finna. Sighvatur komst og aftur til virð- ingar. Hann var einn þeirra er fylgdu Magnúsi konungi til ríkis í Noregi. Magnús var ógætinn og refsingasamur fyrst og kom svo að bændur víða um land kurruðu og var búið við innan- lands ófriði. Þá gengu 12 vinir konungs á málstefnu og samdist svo með þeim, að einn maður skyldi segja konungi kurr þenna, og varð Sighvatur fyrir valinu. Þá orkti hann „Bersöglisvísur", er halda munu uppi nafni hans meðan íslenzk tunga er töluð. Flutti hann konungi kvæðið, en svo brá við að konungur var allur annar maður síðan, gerðist vinsæll og ástsæll af öllu lands- fólki og var fyrir það kallaður Magnús hinn góði. Sighvatur var eigi aðeins höfuðskáld þeirra feðga Ólafs og Magnúss, hann var einnig fremstur íslenzkra skálda á sinni tíð. Hefir varðveizt mikið af skáldskap hans: Bersöglisvisur, Vík- ingavísur er hann kvað um hernað Ólafs konungs Tryggvasonar, Nesja- vísur, Austurfararvísur, Vesturfarar- vísur, Flokkur um Erling Skjalgsson, kvæði um Ástríði drottningu, Knúts- drápa, erfidrápa um Ólaf helga, brot og lausavísur margar. Þegar Sighvatur lagðist banalegu sína, dreymdi hann Ólaf konung og bauð konungur honum með sér að fara og kvað á dag, nær hann mundi á móti honum koma. Þá var Sighvatur stadd-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.