Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1959, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1959, Blaðsíða 1
4. tbl. Sunnudagur 8. febrúar 1959 XXXIV. árg. AlmenningsgarÖur á Árbœ verður merkisstaður innan skamms HVER staður á sín menningar- sogulegu verðmæti, sem ekki verða metin til fjár, en eru þó hluti af þjóðarauði hvers lands. Og það ber vott um þroskastig hverrar þjóð- ar hve mikinn áhuga menn sýna um að varðveita þau verðmæti. Þessi verðmæti eru mjög marg- breytileg. Það eru bækur og hand- rit, sem geymd eru í bóka- og skjalasöfnum. Það eru listaverk alls konar, sem geymd eru í listasöfn- um. Það eru allskonar fornir gripir, sem geymdir eru í þjóðminjasöfn- um. í stuttu máli má segja, að verð- mæti þessi sé óll handaverk liðinna kynslóða, hverju nafni sem nefn- ast. Til þessa teijast þá og að sjálf- sögðu gömul nús, er sýna hvernig vistarverur manna hafa verið á ýmsum tímum. Þau sýna eigi að- eins hvernig húsakostur hefir smám saman verið að breytast, heldur sýna bau jafnvel betur en margt annað hver voru lífskjör manna á hverjum tíma. Þeim, sem komið hafa í Frilufts- museet utan við Kaupmannahöfn Árbær og byggðasöfnin á Bygdö og Lille- hammer í Noregi, mun vera ljóst hvað hér er átt við. Hér á landi horfir þó nokKuð öðru vísi við en þar, vegna þess að íslendingar hafa um aldir búið í forgengilegum torf- bæum. Þessir torfbæir eru nú að hverfa úr sógunni. Hlutverki þeirra er lokið. Eigi að síður eru þeir órækur vottur um kjör og lifnaðarháttu þjóðarinnar á liðnum öldum. En þann mikla ókost hafa þeir, að þeir verða ekki fluttir og safn- að saman í einn stað. Það verður því að friða þá þar sem þeir eru og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.