Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 44

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 44
692 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Jólaföt — jólakötfur ÞAÐ var jafnan talið sjálfsagt að menn eignuðust einhverja nýa flík fyrir jólin, og voru það köll- uð jólaföt. En ef einhver fékk ekki nýa flík (vetlingar, smokkar eða jafnvel illeppar var nóg), þá var kallað að þeir færi í jólakött- inn. Um þetta segir svo í Þjóð- sögum Jóns Árnasonar: „Auk jólasveinanna, sem fyrr eru nefnd ir, var það trú, að sú óvættur væri þá á ferð, sem var kallaður jólaköttur. Hann gerði reyndar engum þeim mein, sem eignuðust einhverja nýa flík að fara í á að- fangadagskvöldið; en hinir, sem ekkert nýtt fat fengu, „fóru allir í jólaköttinn", svo að hann tók (át?) þá, eða að minnsta kosti jólarefinn þeirra, og þótti þá góðu fyrir goldið, ef kötturinn gerði sig ánægðan með hann. En jóla- refur hét það, sem hverjum heim- ilismanni var skammtað til jól- anna (ket og flot o. s. frv.) á að- fangadagskvöldið. Af þessu keppt ust allir við, bæði börn og hjú, að vinna til þess af húsbændum sín- um fyrir jólin, að fá eitthvert nýtt fat, svo þeir færu ekki í ólukkans jólaköttinn, né að hann tæki jóla- refinn þeirra“. Hér er bent til þess, að ómildir og sínkir húsbændur, hafi haft þann sið að refsa fólki sínu tvö- falt á jólunum, í fyrsta lagi með því að gefa því engar gjafir, og í öðru lagi með því að draga af mat þeirra. Segir J. Á. og í at- hugasemd: „Hvernig sem á þetta er litið, lítur svo út, sem þessar skriptir hafi verið hafðar fyrir keyri á börn, sem voru að læra og ljúka við það, sem þau áttu að vera búin með fyrir jólin“. Orðtakið „að fara í jólaköttinn" er táknrænt, líkt og orðatiltækið „að fara í hundana“, en það þýðir að farnast illa. í Norðurlandi var kallað „að klæða köttinn", ef einhver fekk enga jólagjöf, hvorki flík né kerti. Öll þessi orðtæki gæti verið komin úr leikum eða spilum. Til var spil sem hét „köttur" og til var spil sem hét „hundur". Lág- spilin eða hrökin voru og venju- lega kölluð „hundar“. Til var og leikur sem hét „að flá kött“ Var hann þannig, að maður hangir á fótunum á bita og á að klæða sig úr treyju eða vesti. Þá hafði hann flegið köttinn. En þeir sem leiknir voru í þessari list, „klæddu köttinn" aftur, með því að fara í flíkina í þessum stell- ingum. — Nú var það siður að lauga sig á jólunum og fara svo í nýu fötin; en ætti maður enga nýa flík, fór honum líkt og þeim, sem „fláði köttinn" og ,,klæddi“ hann aftur, að hann varð að fara í gömlu flíkina. Má því vera að þaðan sé komið orðtakið „að klæða köttinn". vatnskerjum og tröppur, sem ganga beint upp í loftið. Allt um kring eru hinar óyndislegu hæðir, þar sem Beni Tamaniri þjóðflokkurinn er að leita að fleiri handritum. Hellirinn, sem fyrstu og flestu handritin fundust í, er í gil- inu gegnt klaustrinu. Ég kleif upp í annan helli skammt þaðan og svipaðist þar um. í rjáfrinu hékk leðurblaka og það var auðséð að hellisgólfið hafði verið mokað í leit að handritum. Hirðingjarnir eru orðnir leiknir í að leita, en upphaflega höfðu þeir ekki gert sér grein fyrir því, að heillegt handrit er meira virði en marg- lr sneplar. Ýmsir fornfræðingar höfðu kannað þessa hella, en sjálfsagt eru margir hellar enn ófundnir, og í suma komast ekki aðrir en hinir klifurvönu hirð- ingjar. Skammt frá klaustrinu liggur vegur um fjallaskörð til Betlehem. Þann veg fóru hirðingjar með handritin, er þeir höfðu fundið þau, og vöðluðu þeim niður í poka. Frá upphafi hefir einn maður komið mest við sögu handritanna og versfun með þau. Það er kristinn Sýrlendingur, sem heitir Khalid Iskander, en forn- fræðingarnir kalla hann alltaf Kando. Hjá honum lentu sum handritin sem fundust fyrst, og frá honum hefir Rockefeller-stofnunin í Jerúsalem fengið mikið af handritum, eftir óskilj anlegum krókaleiðum. Þegar hirðingjar finna handritasnifsi, fara þeir með þau til Kando og hann borgar þau eftir stærð, en þó nokkru hærra verði þau sem heilleg eru. Nú selur hann þau fornleifasafni Jórdaníu, þegar það getur keypt — en það er ekki alltaf. Einstaka sinnum hefir hann látið þau af hendi með gjald- fresti, en venjulega bíður hann þangað til hann fær borgun út í hönd. Rann- sóknamennirnir töluðu hálf fyrirlit- lega um þennan mann. En þar sem hann virðist alltaf hafa alla handrita- verslunina í sínum höndum, þá spurði ég hvort mér væri óhætt að heim- sækja hann. „Hví ekki?“ sögðu þeir. „Spyrjið eftir skósmiðnum á horninu gegnt fæð- ingarkirkjunni í Betlehem“. Leiðin til Betlehem liggur í boga 4ustan við hæðir nokkrar, en á hæð- unum eru landamæraverðir Israels. Þetta er alls ekki skemmtileg leið. Fyrst kemur maður að flóttamanna- búðunum utan við Betlehem. cg þar sátu þeir í hópum skuggalegir og tötra legir. Betlehem gnæfir þar yfir á hæð, líkust óhugnanlegu virki. Ég nam staðar á torginu fyrir utan fæðingarkirkjuna. Prestur var að koma út úr kirkjunni og nokkrir pílagrímar á hælum hans. Tveir lögregluþjónar með broddhjálma stóðu þar álengdar. Kaupmenn sátu úti fyrir búðum sínum og röbbuðu saman, eins og þeir hefðu ekkert að gera. Maður, sem var að selja póstkort og minjagripi, vísaði mér á búð skóarans. Þetta var opinn skúr og inni í honum sátu tveir menn, með gúlana fulla af nöglum og negldu látlaust. Úti fyrir sat maður á tága- stóli. Hann var í skikkju og með vefj- arhött á höfði. Hann kastaði ýmist kveðju á þá, sem fram hjá gengu, eða kallaði eitthvað inn í búðina. Þetta var Kando í Betlehem. Engum sem sá hann, mundi hafa komið til hugar að þetta væri aðalmaðurinn í „handritamálinu", sem mest var um rætt. Hann tók kveðju minni vel, en lítið varð um samræður fyrst í stað. Hann reyndi að gera sér grein fyrir því hvers konar maður þetta væri, sem hér var kominn. Gat það verið að hann væri sendur af einhverju auðfélagi í Ameríku til þess að kaupa handrit? Eða var hann sendur af British Muse- um? Máske var þetta njósnari frá Jór-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.