Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 22
670 LESBOK MORGUNBLAÐSINS LJOSKERIÐ Jólasaga eftir Selmu Lagerlöf ER það ekki dásamlegt, hugsi menn út í það sem skyldi? Dagana fyrir jól eru hreingerningar og ann -ir, asi og vafstur. Rykið þyrlast, gólfin eru ræst í óðaönn, húsgögn- in eru núin með dulum og þurrk- um, það smellur í saumnálunum, deigtrog og bakstursplötur hrúgast upp í eldhúsunum. Og það gildir einu, hvort verið er úti eða inni, það er barningur, fyrirgangur og ös á strætum og torgum. En síðan ganga jólin í garð. Og það verður hljótt í einu vet- fangi, enginn veit, hvernig öldurn- ar hefur lægt, hvað orðið hefur af öllu því, sem olli hávaðanum og skarkinu og truflaði og kom illa við fólk. Þar liggur fiskur undir steini, því að ekki er aðeins um að ræða hí- býli okkar og stræti. Jólin hafa einnig sérstakt lag á að kyrra öldu- rót sálarinnar. Þú skalt aðeins veita því athygli. Það er sumt í sálarlífi fólks, sem virðist alveg gengið úr skorðum, en við jólin kemst það einatt 1 rétt horf. Þegar hin mikla og undursam- lega saga jólanna verður einhvern tíma rituð, munu vafalaust koma í ljós margar sögur um það, hvern- ig þau komu í lag því, sem var í stakasta ólestri. Fyrir það ætti hver maður að vegsama þau eftir föngum með því að inna frá því, sem hann hefur heyrt um þau, setja ekki ljós sitt undir mæliker. Og hér fer á eftir ein þeirra sagna, er fólk hefur sagt mér um jólin. Það var á þeim dögum, er fólk las Esaias Tegner og þaullas hann svo, að það kunni utan bókar jafnt Axel sem Friðþjófs sögu auk ým- issa skemmri kvæða. Þá eins og nú var uppi fólk, sem velti ýmsu fyr- ir sér endalaust, unz þar kom að það var vart með réttu ráði. Og þá sem nú linnti ekki grufli sums fólks, unz ást þess og gæfa var í húfi og að því rak að það færi í hundana. Og Lénharður ungi var á góðri leið með slíkt. Það hvíldi á hon- um eins og mara, að ekki væri jafn- ræði með honum og heitkonu hans, — úr því að hann væri henni síðri, gæti hann ekki lengur haldið hennl í þessum viðjum að bíða hans og bíða, bláfátæks manns, hann vildi eigi gera hana ógæfusama eins og ekki færi hjá að hún yrði, ef hún giftist honum. Þekkið þið nokkurn ferðalang frá landinu Ótta og úr borginni Varúð? Sko, þaðan var Lénharð rekinn, og siðunum þar hélt hann. Þegar hann eygði markið, sem hann hafði sett sér, hvarflaði hann frá því, og hann forðaðist að bragða á fullum bikar af víni, unz hann hafði vætt varirnar. Æskuvinan hans sviphreina og geðgóða unni honum jafnfölskva- laust sem fyrr, er æskuástin brann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.