Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1958, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1958, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 629 um var skammtaður hnausþykkur grjónagrautur með sýrópi út á; seinna varð úr þessu rúsínugrautur. Þegar leið á kvöldið var borið fram kaffi og lummur. — Öllum skepnum var gerð- ur dagamunur, meira og betra hey borið fyrir kindur, hesta og kýr en vant var, og eins var tiglað hundum og köttum. En varast bar að gefa hundi þrjá spæni, heldur annað hvort tvo eða fjóra. — Fram til 1744 var messað á jólanóttina og fóru þá allir til kirkju, sem vetttling gátu valdið. Venjulega var þó einn skilinn eftir heima til að gæta bæarins, en það var hættuspil, því að huldufólk sat um að komast í bæinn og halda þar jóla- skemmtan sína. Tröll voru líka vís til að koma og hirða vökumanninn í jóla- matinn handa sér. En útilegumenn komu aldrei á jólanótt, og sé þess getið, þá er það missögn. Jóladagur 25. des. Sé sólskin fagurt á jóladag, verður gott ár. Sumir telja að jóladagarnir tólf merki tólf mánuði ársins og muni viðra svo á hverjum mánuði sem viðr- ar á hverjum degi jóla, eins og stend- ur í vísunni: Tólf dagar, sem jól títt falla, teikna þess árs mánuði alla, samlíkan hvern mánuð segi sem viðrar á hvers þess degi. Merkir þá jóladagur janúar, annar í jólum febrúar, þriðji marz o. s. frv. En þetta mun vera af erlendum toga spunnið. Á hinu er meira mark tak- andi hvernig stendur á tungli á jóla- daginn, eins og segir í þessum vísum: Hátíð jóla hygg þú að, hljóðar svo gamall texti, ársins gróða þýðir það ef þá er tungl í vexti. En ef máninn er þá skerðr önnur fylgir gáta, árið nýa oftast verðr í harðasta máta. Nú stendur svo á, að tungl verður fullt aðfaranótt annars í jólum kl. 2.54. Verður því að telja að tungl sé enn í vexti á jóladaginn og ætti það að boða gott ár. „Sé jóladagur með vaxandi tungli, veit á gott ár, og sé hann góður, veit á enn betra“. Brandajól. Fram að 1770 var þríheilagt á öllum stórhátíðum, en var þá af tekið. Víða helzt það þó allt fram á 19. öld, að fólk fengi frí á þriðja í jólum. Fjórheilagt varð þá, ef sunnudag bar upp á að- fangadag eða fjórða i jólum, og voru það þá kölluð „brandajól". Síðan heitir svo ef þríheilagt verður, en „brandajól hin stóru“ r.efndu menn þá hina fornu fjórhelgi, og jafnvel eins ef Þorláksmessu bar upp á sunnudag. Nú eru kölluð „litlu brandajól“ þegar að- fangadagur er á sunnudegi ,en „stóru brandajól" ef þriðja 1 jólum ber upp á sunnudag. Annar jóladagur 26. des. Ef þá er sólskin, boðar það hart ár. Sú var trú manna, og mun loða við enn, að gott veður um jólin boði slæmt veður um páska, en gott veður um páska boði illt um næstu jól. Þaðan er málshátturinn: „rauð jól, hvítir páskar“. — Annar jóladagur er helg- aður Stefáni frumvotti, og hefir hann fyrrum átt allmikil ítök í hugum manna, því að honum voru helgaðar 5 kirkjur hér á landi og auk þess var hann verndardýrlingur tveggja. Gamlárskvöld 31. des. Að þéssu sinni lýkur árinu á mið- vikudegi. I jólaskrá Beda prests segir svo: „Ef janúar fellur á fimmtud., verð- ur vetur breytilegur, vorið gott, sumar þurrt, heyskapur í góðri vægð; höfð- ingjar og voldugir deya“. Ef stillt og gott veður er á gamlársdag, mun gott ár í hönd fara. A gamlárskvöld er allt á flugi og ferð, því að þá flytja álfar búferlum, og má búast við að þeir komi við á heimilum mennskra manna. Þess vegna höfðu húsmæður þann sið að sópa og prýða bæinn, ganga síðan þrisvar um- hverfis hann og bjóða álfum heim með þessum orðum: „Komi þeir sem koma vilja, veri þeir sem vera vilja, fari þeir sem fara vilja, mér og mínum að meinalausu." Stundum báru þær vist á borð fyrir álfana, og var hún jafnan horfin að morgni. í Súlnaskeri í Vestmanneyum var hulduprestur, sem jafnan var nefndur „skerpresturinn" og var mönnum að góðu kunnur. Hann átti steinnökkva og hafði þann sið að róa á hverju gamlárskvöldi upp að Ofanleiti til fundar við prestinn sem þ ar var. Tók Ofanleitisklerkur vel á móti hon- um og sátu þeir við drykk og kræs- ingar fram yfir miðnætti. Nú er langt síðan, og halda menn helzt að sker- presturinn sé dáinn fyrir mörgum ár- um. Á gamlárskvöld geta stúlkur séð mannsefni sitt og piltar konuefni sitt með því að horfa í spegil í koldimmu herbergi. Kemur þá fram í speglinum lýsandi mynd af piltinum eða stúlk- unni. En sá er hængur hér á, að áður verður að hafa yfir sérstaka særinga- þulu, sem nú er gleymd. — Annað og auðveldara ráð er að liggja í kross- göngum á nýársnótt, t. d. þar sem dyr á búri og eldhúsi standast á. Bregst það þá ekki að tilvonandi maki kemur og býður fram alls konar gjafir, en enga gjöfina má þiggja, því að þá fer hjónabandið illa. Merkilegir eru þeir draumar, sem menn dreymir á nýársnótt, og má taka mark á þeim, eftir því sem gamlir menn sögðu. Landfriðun og gróður GRÓÐURFARSBREYTINGAR verða oftast ærið miklar, þegar lönd eru tekin til friðunar. Oft koma ólíklegustu plöntur fram á ýmsum stöðum. Blágresi er m. a. ein þeirra planta, sem lítið ber á í nágrenni Reykjavíkur utan frið- aðra landa. í Heiðmörk sást það varla fyrir friðunina, en er nú ein algengasta blómjurtin í hrauni og kjarrbrekkum. Sama gildir í Und- irhlíðum ofan við Hafnarfjörð, þar sem Skógræktarfélag Hafnarfjarð- ar á lítinn reit. Eyrarrós varð vart fundin í Þjórsárdal fyrir friðun landsins, að sögn Ólags Bergssonar fyrrum bónda á Skriðufelli. Á fimm árum varð hún mjög algeng á Fossáreyrum ofan við Skeiða- mannahólma. Fuglaertur hafa breiðzt mjög út umhverfis túnfót- inn í Haukadal í Biskupstungum eftir friðunina, en voru vart sýni-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.