Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1954, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1954, Blaðsíða 12
X 408 LESBOK MORGUNBLAÐSINS Herleiðing Eystrasaltsþjóða „Svarti dagurinn" 14. júní 1941 í SAMRÆMI við hina yfirlýstu ,, stefnu Sovjetlýðveldisins Rúss- lands, að allar þjóðir eigi að hafa sjálfsákvörðunarrétt, einnig til þess að losa sig undan yfirráðum annarar þjóðar, viðurkennir Rúss- land fullveldi og sjálfstæði Eist- lands skilyrðislaust, og þar með hefir það fríviljuglega og um aila framtíð, afsalað sér öllu tilkalli til yfirráða í Eistlandi, sem það hef- ir áður haft samkvæmt stjórnar- skrá og milliríkjasamningum, en þau ákvæði falla nú úr gildi um alla framtíð. Eistland hefir því engar skyldur við Rússland fram- ar, þótt það hafi áður lotið stjórn þess“. Þannig hljóðar 2. greinin í frið- arsamningunum milli Eistíands og Rússlands, sem voru undirskrifað- ir í Tartu 2. febrúar 1920. Og sams konar ákvæði voru í friðarsamn- ingum Rússa við hin Eystrasalís- ríkin, Lettland og Lithaugaland. í septembermánuði 1939 heimt- uðu Rússar að fá varnarstöðvar í Eistlandi vegna ófriðarins, og urðu Eistur að verða við þeim kröfum. En um það var gerður sérstakur milliríkjasamningur og í 5. grem hans er skýrt tekið fram að sjálf- stæði Eistlands sé ekki á neinn hátt rýrt með þessu: „Þessi samningur hefir ekki hin minnstu áhrif á sjálfsákvörðunarrétt samningsað- ilja né sjálfstjórn, landsvæði þau og flugvellir, sem Rússar fá til um- ráða, eru og verða eistneskt land“. Þetta var fyrsti sammngurirm, sem Rússar gerðu, er þeir hóíu útþenslu sína. Þeim var þó fyrst mjög í mun að út í frá yrði ekki litið á þetta sem yfirgangsstefnu. Hinn 7. október 1939 stendur í grein í „Izvestija“: „Sovjetstjórnin tel- ur að smáþjóðirnar eigi einnig að hafa rétt til að lifa. Þess vegna virða Sovjetríkin sjálfstæði annara þjóða, enda þótt stjórnarfyrir- komulag þeirra sé með öðrum hætti en hjá þeim“. Og á fundi æðsta Sovjetráðsins sagði Molotov hinn 31. okt. 1939: „Flugufregnirn- ar um að verið sé að koma á sovjet- skipulagi í Eystrasaltslöndum, eru ekki annað en rógur, sem á að vera vatn á mylnu óvina Sovjetlýðveid- isins. Fullveldi Eystrasaltsríkjanna, friðhelgi þeirra og trygging fyrir því að Rússar blandi sér ekki í innanríkismál þeirra, er skýrt og skorinort tekið fram í samningun- um við þau“. Þá höfðu Rússar gert samskonar samninga við Lettland og Lithaugaland. í erlendum blöðum fóru nú að heyrast fréttir um það að Rússar væri með á prjónunum nýar árásar fyrirætlanir gegn Eystrasaltslönd- unum. Út af þessu lýsti Tass frétta- stofan yfir því í febrúar 1940, að Rússar ætluðu ekki að gera nein- ar frekari kröfur á hendur Eystra- saltsríkjunum, ekki yrði krafizt af þeim neinna frekari varnarstöðva, ekki krafizt að setuliði yrði þar fjölgað og yfirleitt ekki gerðar neinar nýar kröfur. „Tass heíir verið falið að tilkynna að allar sögusagnir um það eru tilhæfulaus- ar og alveg úr lausu lofti gripnar“. En hinn 15. júní þá um sumarið réðist rússneskt herlið inn í Lit- haugaland og rússnesk herskip stöðvuðu allar sighngar til Eist- lands. -□- Daginn eftir, sunnudaginn 16. júní, tilkynnti Tass fréttastofan, að öll Eystrasaltsríkin, Eistland, Lettland og Lithaugaland, heí'ði gert hernaðarbandalag gegn Rúss- landi! Þeirri lygi var mótmælt, en Rússar svöruðu með úrslitakost- um, að sér heimilaðist að fara með her yfir löpdin, og kröfðust svars fyrir kvöldið. Það var ekki um annað að gera fyrir smáríkin en beygja sig, því að þau voru ein- angruð. Samkvæmt sámningi Hitl- ers og Rússa hafði Hifler getið þeim alveg óbundnar hendur um að fara sínu fram í Eystrasaltslönd- unum. Hinn 17. júní óðu svo Rússar með heri sína inn í Eystrasaltslöndin með skriðdreka í fararbroddi og tóku sér stöðu í öllum helztu borg- um. Og áður en mánuðurinn var liðinn höfðu þeir neytt löndin til þess að hrekja burt sínar löglegu stjórnir, en setja kommúnista- stjórnir í staðinn. Og svo var ekki verið að fresta því, sem fram átti að koma: Dagana 3.—6. ágúst létu Rússar þessar nýu leppstjórnir gera samning við sig um, að þessi þrjú ríki væri tekin upp í rússneska So vj e tr íkj asambandi ð. Þetta skeði 9 mánuðum eftir hina hátíðlegu yfirlýsingu Molotovs í æðsta ra$i Sovetríkjanna um ævar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.