Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1953, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1953, Blaðsíða 5
r LESBÓK MORGUNBL'AÐSINS 555 Gamlir menn MEÐALALDUR manna fer stöðugt hækkandi hér á landi og stafar það af minni barnadauða en áður var og heilsuvernd, svo sem útrýming sulla- veikinnar og hefting berklaveikinnar. En að menn eldast betur nú en áður, mun að þakka betra mataræði og aðbúnaði og minni þrælkun. Nokkra bendingu um þetta má fá með því að virða fyrir sér æskulýðinn nú og æskulýðinn eins og hann var fyrir aldamót. Þar á er mikill munur og kemur einkum fram í því hvað unga fólkið er nú stærra en jafnaldrar þess áður. Afleiðingin af betri lífskjörum í uppeldi koma svo fram í því, að menn lifa lengur en áður og eldast betur. Mun því meðalaldur enn hækka mikið á næstu árum, því aðalbreyt- ingin í þessu efni hefir orðið nú á seinasta aldarfjórðungi. Þeir, sem nú eru rosknir menn, eru Árnasafni. En þar er það í fangelsi í framandi landi. Móðurmálið er í fangelsi! Og nú er stundin komin til að bjarga því. Og það verður fágnaðardagur þeg- ar það fréttist til íslands, að nú sé skip á leiðinni með fangana, sem leystir hafi verið úr haldi. Nú er skipið komið til Vestmannaeya og á morgun siglir það inn í Reykja- víkurhöfn. Þá verður fögnuður í hinum afskekktu bæum undir Helgafelli, því að nú eru handritin á móðurmáhnu komin heim aftur! Og þá lesa menn máske með sjálf- um sér, áður en þeir ganga til hvílu, þetta erindi eítir Hallgrím Pétursson: Gefðu að móðurmálið mitt, minn Jesú, þess ég beiði, frá allri villu klárt og kvitt krossins orð þitt útbreiði um landið hér til heiðurs þér, helzt mun það blessun valda, meðan þín náð lætur vort láð lýði og byggðum halda. fæddir i þann mund er fyrst fór að birta til hér á landi, en það var upp úr harðindunum um 1870. Þeir munu líka minnast þess, að feður þeirra voru útslitnir um fimmtugt og orðmr gamlir menn. Nú eru þeir á bezta aldursskeiði, sem fæddir eru um alda- mótin. Svo mikill er sá munur. Hér skal ekki gerður neinn saman- burður á meðalaldri manna seinustu 100 árin, heldur leitast við að benda á hvað menn eldast betur nú en fyrr. Verður því að taka dæmi. Margir þjóðkunnir menn fæddust á 20 ára tímabilinu 1850—1869 og fjöld- inn allur af þeim er enn í minni gam- alla Reykvíkinga. Vér skulum nú at- huga hve háum aldri nokkrir þeirra náðu: 51 ár: Jón J. Aðils sagnfræðingur 52 ár: Pétur Jónsson blikksmiður 53 ár: Hallgrímur Melsted bókavörður 56 ár: Þorsteinn Erlingsson skáld Halldór Jónsson bankagjaldkeri 57 ár: Lárus Halldórsson fríkirkju- prestur Þórarinn B. Þorláksson málari Skúli Thoroddsen ritstjóri 58 ár: Kristján Ó. Þorgrímsson kaup- maður 59 ár: Jón Jensson yfirdómari 61 ár: Jens Pálsson prófastur Guðmundur Magnússon lækmr Hannes Hafstein ráðherra Þórhallur Bjarnarson biskup 62 ár: Stefán Eiríksson myndskeri Pálmi Pálsson yfirkennari 63 ár: Bjarni Jónsson frá Vogi 64 ár: Björn Guðmundsson kolakaup- maður Jón Jakobsson landsbókavörður 65 ár: Dr. Jón Þorkelsson þjóðskjala- vörður Hermann Jónasson skólastjóri 66 ár: Þorvaldur Thoroddsen jarð- fræðingur Jón Ólafsson ritstjóri 68 ár: Björn M. Olsen rektor. Þegar þeir, sem muna þessa menn, líta yfir hópinn, þá fer varla hjá því að þeim finnist að sumir af þessum mönnum haíi verið orðnir „gamlir" jafnvel nokkru áður en þeir létust. En ef vér lítum svo aftur á núlifanii menn, sem fæddir eru á 20 ára tíma- bilinu 1880—1899, þá verður varla sagt hið sama um þá. Vér sjáum þess dag- lega getið í blöðunum, að þessir menn hafi átt eitthvert merkisafmæli, og fæstum finnst að þeir geti talizt gaml- ir, enda þótt þeir hafi fyllt 70 ár. Það er sönnun þess, að kynslóðin sem fædd er á árunum 1880—1899 hefir elzt betur en kynslóðin, sem fæddist á árunum 1850—1869. Það er eigi aðeins að meðalaldur manna haíi hækkað, héldur hálda menn starísþreki sínu yfirleitt lengur nú en áður var. Út af þessu er það sjálfsagt tímabært að fara að endur- skoða lögin um aldurshámark embættis manna. Þjóðin hefir ekki efni á pví að láta starfskraíta þegnanna vera ónotaða, og það er hart íyrir menn sem eru í fullu fjöri og haíá óskerta krafta sálar og líkamaj. að t.viö þá skuli sagt: „Nú ertu orðinn gamall og þér er ekki treyst til neins lengur. Þess vegna verður starf þítt af þér tekið“. Mörgum þessum mönnum er svo farið, að þeir geta þá ekki tekið upp nýtt starf, en iðjuleysið gerir út af við þá. Menn, sem eru vanir að vinna, verða að halda áfram að vinna til þess að halda heilsu og óskertum kröftum. Það er því hin mesta fásinna, bæði gagnvart þjóðfélaginu og þess- um mönnum, að svifta þá starfi. Aldurshámarkið var þegar of lágt þegar lögin voru sett, en það ætti að færast fram þegar meðalaldur manna hækkar og einkum þegar menn „eldast“ seinna en áður. En svo er spurningin: Er hægt að miða starfs- hæfni manna við einhvern ákveðinn árafjölda? Churchill forsætisráðherra Breta er nú að nálgast áttrætt. Aden- auer kanslari Þýzkalands er tveimur árum yngri, Malan forsætisráðherra Suður Afríku 79 ára og Paasikivi Finn- landsforseti 85 ára, svo nefndir sé nokkrir menn, er sj^nda í mestum stórræðum nú. tLé éL tL & tL Hann kom heim seint um kvöld og konan var þá hágrátandi. — Hvað gengur að þér, elskan mín? spurði hann blíðlega. Með þungum ekka skýrði hún hon- um frá því að kötturinn hefði etið kökurnar, sem hún bakaði um morg- uninn. - — Settu það ekki fyrir þig, sagði hann, ég skal gefa þér nýan kött á morgun.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.