Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1953, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1953, Blaðsíða 16
206 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Oddur Hjaltalín læ' nlr sagði að sig hefði d"evmt einhverj- nótt, meðan hann bjó í Bjarnarhöfn. áS hann vaeri úti staddur. Þótti hon- um þá fjallið fyrir ofan bæinn opn- ast og út úr því koma ógurlega stór risi, er hafði járnstaf í hendi. Pjakkaði hann stafnum af afli ofan í hellur við fjallsrætumar og kvað við raust vísu þessa: Öllum stéttum ísalands illur fleygur kemur í munn; og loks, er þessum lýkur dans, landið allt mun falla í grunn. GÍSLI BRYNJÓLFSSON kvað erfiljóð eftir Geir Vídalín biskup og Bjarna Thorarensen amtmann. Eftir -mælin voru skrítin og óskáldieg. Sérr Gísli Thorarensen kvað um eftirmæli þessi: Bágt e' það um Bjarna og Geir, beztu föðurlandsins vini, frið í gröf ei finna þeir fyrir Gísla Brynjólfssyni. EIRtKUR OLSEN leirskáld og atomskáld kvað einu sinni vísu þessa um Bjöm Blöndal sýslu- mann: Rassskellari heita má, eftir gömlum vanda, sýslumaður Blöndal vor hinum meein við ána. Þetta frétti sýslumaður og eitt sinn er Eiríkur kom til hars, kvaðst sýslumað- ur mundu taka hann fastan nema hann gerði bragbót. Eiríkur kvaðst fús á það. Síðan lokaði sýslumaður hann inni og sat Eiríkur þar heilan dag. Þá var vísan loksins búin og var hún þannig: Bezti maður heita má, eftir gömlum vanda, sýslumaður Blöndal vor, hinum megin við ána. Alfareeðin Enginn hefur þýtt Heine án þess að skemma hann — nema Jónas. Shake- speare tók gömul leikrit og lítils nýt og bjó til úr þeim meistaraverk. En Jónas tók meistaraverk og bætti um þau. „Stóð ég úti I tunglsljósi, stóð ég úti í skóg“, ber langt af frumkvæðinu. „Stóð ég úti í tunglsljósi" var eftir- HORFNAR IViYNDIR — Sumarið 1881 lét Kriiger lyfsali reisa útbyggingu við lvfjabúðina við Austurvelli. Var hún með flötu þaki, en upp á veggbrún lét Krúger setja tvær líkneskjur, og þótti að þessu mikil bæjarprýði á þeim dög- um. „Þá var frelsistími í apótekinu“, sagði Gröndal, „því þá gat maður fengið allt receptlaust: blásýru og klóral og arsenik og allt og allt.“ Myndastyttur þessaf Vofd af Askelepios, guði læknislistarinnar og Hygieia, gyðju heilbrigð- innar. Um Askelepios er sagt, að Kentárinn Cheiron hafi kennt honum að lækna, en að lokum fór svo, að Zeus var orðinn hræddur um að Askelepios mundi gera alla menn ódauðlega og laust hann þá með reiðarslagi. Homer getur hans sem snillings í læknislist. Musteri voru honum reist víða í Grikk- landi, annað hvort hjá heilsubrunnum eða á háfjöllum. Þóttust menn fá bót meina sinna með þvi að sofa þar, eða að þá dreymdi hvernig þeir gæti lækn- ast. — Ekkert samband var upphaflega milli hans og heilbrigðisgyðjunnar Hygi- eia, en seinna var farið að kalla hana dóttur hans, og jafnvel konu hans, og var þá farið að láta myndir af þeim fylgjast að. — Þessar tvær myndir höfðu nú staðið á „gamla apótekinu“ í rúm 70 ár, en á þriðjudaginn var voru þær teknar niður. Þótti ekki vogandi að hafa þær lengur þar, því að undirstöður voru orðnar fúnar og málmurinn í myndunum sjálfum farinn að tærast. Les- bók hefir spurt eigandann, Scheving Thorsteinsson, lyfsala, hvað nú verði gert af myndunum, en hann hvað það óráðið, enda óvíst hvort hægt væri að gera við þær. — En þessar myndir væri sjálfkjörnir gripir í byggðarsafn Reykja- vikur eftir að hafa prýtt Miðbæinn í 70 ár. (Ljósm. Ól. K. M.) lætisljóð móður minnar. Hún söng það og lék á gítar eða langspil í brúðkaups- veizlum og við önnur tækifæri. Álfa- reiðin er líka ramíslenzk. Þá er átt- ræðisafmæli mitt var haldið hátíðlegt í sendiráði íslands í London árið 1942, söng Búi frá Suður-Afríku kvæðið á íslenzku og lék undir á langspil, en það hljóðfæri nota Búar allmikið enn í dag. Ég kenndi honum framburðinn, og var hann fljótur að ná honum. Hann var mjög hrifinn bæði af kvæðinu og lag- inu, og kvaðst mundu gera lagið að þjóðlagi í lýðveldi því, sem hann er borgari í, en þar munu nú vera um 11 milljónir íbúa. (Dr. Jón Stefánsson).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.