Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1953, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1953, Blaðsíða 1
Vilhj. Þ. Gíslason: f BÓKASÖFIMLIU MAÐUR fer heiman að og leggur land undir fót, til þess að njóta nýrra staða og sjá siðu annara 'manna, losna stutta stund við jag og eril sinna hversdagslegu anna og hvílast í skoðun nýrra sjónar- miða, eða til þess að lofa tímanum og lífinu blátt áfram að reka á reið- anum á aðgerðaleysisins ládauða hafi. En allt í einu kippir öllu í kynið heima — maður sér og ber saman — hugsar heim, þetta mætti nota, þetta gæti komið að gagni þetta væri gaman að hafa heima. Bækur er svo hversdagslegur hlutur um allar jarðir, að ekki ætti að þurfa að elta þær í aðrar álfur. Þær eru til þrengsla og lítilla þrifa á flestum íslenzkum heimilum, segja sumar húsmæðurnar, þó að öðrum þyki þær ein höfuðprýði heimilisins. Svo fór mörgum komu- manni, sem kom hingað ókunnug- ur, að bókakostur og málverkaeign íslenzkra heimila varð honum eitt eftirminnilegasta einkenni þeirra. Mér fór svo í vesturför nýlega, að mér varð starsýnt á þetta hvoru- tveggja hvað mest: bækur og menn. Bókasafn Columbía háskólans í New Yorkborg, sem er einhver elzta mennta- stofnun landsins. Háskólabyggingarnar eru alls 64. í bókasafninu eru 1.400.000 bindi. Þetta bókasafn nota 2500 kennarar og 15.800 stúdentar, auk fjölda náms- manna er saekir þar námskeið á sumrin. Þrotlaust mannhaf stórborgarinnar í fyrstunni mesta furðusýn þess, og svarrandi straumur þess í djúp- sem úr fámenni kemur. En ég á um gjánum milli skýjakljúfanna er hér við bækur og menn í þeim

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.