Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1951, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1951, Blaðsíða 9
'" LESBÓK MORGUNBLADSINS 2(51 Litla húsið frcmst á myndinni er Þirighoitsstræti 9, húsið, sem Heigi Ilelgason bygði 1846 úr afgangi af timbri Mentaskólans. IIús þetta kcmur við menningar- sögu þeirrar aldar, því að þar vorn tíðum haldnir dansleikar. Var þá dansað i suðurstofunni ,en veitingar hafðar í norðurstofunni. Er húsið því enn talandi tákn um hve nægjusamt fólk var um húsakynni, cr það var að skemta sjcr. ingu sem örugg heimild um bygg- ingaháttu síns tima. Jeg átti þess kost, að sjá nokkuð af þessu tagi, þegar jeg s. 1. haust var á ferð ura Norðurlöndin. í sambandi við gamla húsið í Þing- holtsstrætinu, cr mjer sjerstaklega minnisstætt gamalt hus, sem jeg sá í Stockhólmi. Hús þessi eru svo nauðalík að ytra útliti, nema hvað sænska húsið er nokkru lengra. Þar sem það stendur, sem er á cinum fegursta stað í borginni, eru nokkur álíka gömul hús, en flest cru þau mjög hrörleg orðin, cða þá að búið er að tjasla við þau mcð ýmsum hætti og eru þau nú notuð sem geymslur o. þ. h. En þetta umrædda hús, sem var einna stæðilegast af þeim, tók bæarstjórn in undir sinn vcrndarvæng. Var húsið síðan lagfært eins og með þurfti og án þess að raska nokkuð útliti þess. í húsinu býr svo einn maður, scm gætir þess, og sjer um bað sem lagiæra þarf. t_ Þá eru NorÖSaenc fcidíi eítirbát- ar annara í þessum efnum. í Osló eiga þcir eins og kunnugt er heilt „safn“ af ævagömlum húsum hvaðanæva af landinu. Eru þar fjölmargar gerðir húsa, gömul í- búðarhús, seljakofar, gripahús, já og' heilar kirkjur. Að sumrinu til má segja að þarna sje stöðugur straumur ferðamanna, bæði erlendra og innlendra, og þykir öllum mjög mikið til koma um ræktarsemi Norðmanna gagn- vart sinni þjóðmenningu. Víkjum nú huganum aftur hing- að hcim. Væri nú cinhver vilji og dugur í okkur höfuðstaðarbúum, þá ættum við þcgar að hefjast handa um verndun þeirra gömlu húsa, sem cnnþá cru við iíði. Það ætti að ákvcða cinhvcrn heppilcg- an stað, í eða við bæinn, þar sem þcssum húsum væri ætlaður stað- ur. Það er nefnilega mín skoðun, að við eigum ekki aðeins að taka eilt hús, hcjdur mörg, cf til eru, ásamt með skurum, hjöiium og ccxura útihúsum. Þetta a svo að flytja á hinn fyrirhugaða stað, á- samt því fylgifje, sem til kynni að vera, og varðveitast þar. Trúi jeg ekki öðru en ferðamönnum þætti eins gaman og fróðlegt að geta skoðað og gengið um þessi gömlu hús, eins og að kaupa glansmyndir af þeim; því brátt kemur að því. með sama áframhaldi, að ekkert verður eftir til minja um hina gömlu Reykjavík en myndir ein- ar. Mörgum verður nú kannske á að spyrja, hvort hægt muni að flytja þessi hús. Jeg hygg, að með þeim tækjum, sem nú eru til slíkra flutn- inga, sjeu engin vandkvæði á því að flytja húsin. Það er líka vitað að í mörgum þessum húsum voru sjerlega traustir máttarviðir. Jeg hefi sjálfur átt heima í einu þeirra, hinu svonefnda Teitshúsi, sem cr nr. 15 við Pósthússtræti. Minnist jeg þess eitt sinn, að smiður nokk- ur, er var að lagfæra þar eitthvað, sagði að máttarviðirnir væru ó- venjulega trauslir og taldi hann að luisið gæti, með góðri mcðferð, staðið óralengi ennþá. Síðan þetta var eru nú nær þvi 30 ár, og get jeg ekki sjeð nein veruleg hrörnunarmerki á útliti hússins. Ef menn virða þetta gamla hús vel fyrir sjer, hlýtur það að vekja athygli, hve allar línur eru hárrjettar; jafnvel mæniásinn er þráðbeinn, cn þeim er annars gjarnast að svigna þegar húsin fara að verða mjög gömul. Jeg tel lít- inn vafa á því að hægt sjc að flytja þclta hús. Hinsvegar er jeg altaf kvíðandi fyrir því, að einhvern daginn, þegar jeg gcng þarna um, þá verði húsið horfið og glatað. — Eins hygg jeg að húsið í Þingholts- strætinu sjb traustlega bygt og því gott að flytja það. En svo þyrfti auðvitað að klæða vesturhliðina á somu hált og hún var áður. ng síð- a.u mætti tiarsa allt húsið be^'ar þa5 væri kcmið a „sinn staoA

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.